Jón Gnarr og hans naívismi í utanríkis- og sjálfstæðismálum

Jón Gnarr borgarstjóri sýnir hve naíf hann er í pólitík þegar hann segir spurninguna um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið ofmetna. "Það skipti ekki meginmáli hvort Íslandi gangi inn í sambandið, hvorki fyrir landið sjálft né Evrópusambandið," kvað hann.

Hvort tveggja er vitlaust. Við yrðum ekki lengur í bílstjórasætinu um okkar meginmál verandi inni í ESB, ekki á neinum sviðum sem falla myndu undir stjórn Evrópu­sambandsins. Og forræðið yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni myndi fara úr okkar höndum, bæði stjórn veiða, veiðarfæra, opinna og lokaðra fiskimiða. Ekkert héldi í raun aftur af spænskum, brezkum og öðrum fiskiskipum frá ESB-ríkjum að komast hér allt upp að 12 mílna mörkunum og jafnvel nær.

Það er mikið keppikefli fyrir Evrópusambandið að komast yfir Ísland. Fiskveiði­lögsagan er meira en sjöfalt stærri en landið sjálft. Hernaðar- og efnahagslega er Ísland þeim keppikefli. Út frá mati Olíustofnunar Norgs og Eykon Energy reiknast Norska Dagbladet til, að olían á norsk-íslenzka Jan Mayen-svæðinu sé um 125.000 milljarða ísl. króna virði, en það jafngildir 220-földum fjárlögum íslenzka ríkisins, skv. Fréttablaðinu í dag, s. 2. Yfirráð yfir nýtingu slíkra auðæfa eru stórveldum keppikefli; það sama á við um fiskimiðin og orkumálin, og Lissabon-sáttmálinn gefur Evrópusambandinu þær valdheimildir sem það þarf til þessara hluta, m.a. á sviði markaðsmála, dreifingar og jafnvel verðlagningar í olíumálum.

Svo endurtekur Jón Gnarr endemisblaðrið úr oflesnu ESB-Fréttablaðinu og bergmálað í 101-klíkunum, að Evrópusambandið snúist um "samvinnu":

  • Í ýtarlegu viðtali á vefsíðunni The Reporters Hive segir hann jafnframt að sambandið sé einungis ný tegund af samvinnu milli fólks af ólíkum þjóðernum. Samvinna á sveitarstjórnarstiginu sé hins vegar mun skilvirkari en samvinna milli landa. (Mbl.is.)

Þvílík einfeldni !

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Spurningin um ESB ofmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband