17.2.2014 | 20:55
Jón Gnarr og hans naívismi í utanríkis- og sjálfstæðismálum
Jón Gnarr borgarstjóri sýnir hve naíf hann er í pólitík þegar hann segir spurninguna um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið ofmetna. "Það skipti ekki meginmáli hvort Íslandi gangi inn í sambandið, hvorki fyrir landið sjálft né Evrópusambandið," kvað hann.
Hvort tveggja er vitlaust. Við yrðum ekki lengur í bílstjórasætinu um okkar meginmál verandi inni í ESB, ekki á neinum sviðum sem falla myndu undir stjórn Evrópusambandsins. Og forræðið yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni myndi fara úr okkar höndum, bæði stjórn veiða, veiðarfæra, opinna og lokaðra fiskimiða. Ekkert héldi í raun aftur af spænskum, brezkum og öðrum fiskiskipum frá ESB-ríkjum að komast hér allt upp að 12 mílna mörkunum og jafnvel nær.
Það er mikið keppikefli fyrir Evrópusambandið að komast yfir Ísland. Fiskveiðilögsagan er meira en sjöfalt stærri en landið sjálft. Hernaðar- og efnahagslega er Ísland þeim keppikefli. Út frá mati Olíustofnunar Norgs og Eykon Energy reiknast Norska Dagbladet til, að olían á norsk-íslenzka Jan Mayen-svæðinu sé um 125.000 milljarða ísl. króna virði, en það jafngildir 220-földum fjárlögum íslenzka ríkisins, skv. Fréttablaðinu í dag, s. 2. Yfirráð yfir nýtingu slíkra auðæfa eru stórveldum keppikefli; það sama á við um fiskimiðin og orkumálin, og Lissabon-sáttmálinn gefur Evrópusambandinu þær valdheimildir sem það þarf til þessara hluta, m.a. á sviði markaðsmála, dreifingar og jafnvel verðlagningar í olíumálum.
Svo endurtekur Jón Gnarr endemisblaðrið úr oflesnu ESB-Fréttablaðinu og bergmálað í 101-klíkunum, að Evrópusambandið snúist um "samvinnu":
- Í ýtarlegu viðtali á vefsíðunni The Reporters Hive segir hann jafnframt að sambandið sé einungis ný tegund af samvinnu milli fólks af ólíkum þjóðernum. Samvinna á sveitarstjórnarstiginu sé hins vegar mun skilvirkari en samvinna milli landa. (Mbl.is.)
Þvílík einfeldni !
Jón Valur Jensson.
Spurningin um ESB ofmetin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fiskveiðar, sjávarútvegur, Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2015 kl. 20:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.