5.2.2014 | 12:06
Ástæðan fyrir æsingnum að heimta þjóðaratkvæði sem fyrst
Komið er í ljós, af hverju þeir hamast svona ESB-taglhnýtingarnir, um meinta nauðsyn þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vita sem er, að hún kostar meira en 200 milljónir sem slík, en vonast til að koma henni að með sveitarstjórnarkosningunum og gætu það þó aldrei nema með 3 mán. fyrirvara (og ekki yrði hún bindandi), og SÁ FYRIRVARI RENNUR SENN ÚT, ÞVÍ HAMAST ÞEIR SVONA!
Ennfremur fengju þeir miklu meiri kjörsókn í þetta vitlausa, óþarfa mál sitt með því að hafa þetta með sveitarstjórnarkosningunum.
En Bjarni Ben. átti ekkert með það að gefa neinn ádrátt um svona þjóðaratkvæði, enda hvrgi gert ráð fyrir því í fjárlögum, og hann vann þar beinlínis þvert gegn eigin landsfundi, gerði það líka á xd-vefnum í vor og enn nú nýlega.
Og hans orð í vor eða hvenær sem er geta ekki bundið þingmenn hans flokks til að vinna gegn vilja landsfundar -- hvað þá heldur vilja hins stjórnarflokksins!
Bjarni mætti gjarnan hugleiða það, hæfileikamaður eins og hann er, hvort hann eigi það í raun skilið að verða forsætisráðherra Íslands, nema hann hreinsi af sér með ótvíræðum hætti alla ESB-óværu.
Því hefur Bjarni Ben. öðrum fremur ástæðu til að hugsa sig vel um og vanda sín orð og gjörðir.
PS. En ... hvar kemur þetta fram, sem um var rætt hér í fyrirsögninni? Jú, í leiðara Ólafs Stphensen í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar leggur hann þunga áherzlu á, að ástandsskýrslan til Alþingis um gang viðræðnanna verði lögð fram í tæka tíð til þess að hægt sé að ákveða með nauðsynlegum þriggja mánaða fyrirvara þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningunum. Þetta er síðasta hálmstráið hjá ESB-erindrekum að reyna að plata stjórnvöld hér til að liðka fyrir því, sem þau hafa í raun engan áhuga á -- ekki frekar en hin evrókratíska Kolbrún Bergþórsdóttir í föstudagspistli sínum í Mbl. þennan 6. febrúar.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 6.2.2014 kl. 08:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.