Evran verður gjaldmiðill Letta þrátt fyrir beina andstöðu þjóðarinnar - Fréttaflutningur Rúv ámælisverður

Fréttamaður Rúv leyndi þjóðina því nú í hádeginu, að 60% Letta eru beinlínis andvíg upptöku evrunnar í nýrri skoðanakönnun skv. frétt AFP, en hafa engin völd til að koma í veg fyrir, að í dag verður evran formlega gjaldmiðill Lettlands. Fréttamaðurinn, Kristján Róbert Kristjánsson, sagði frá því, að Lettar hefðu nú tekið upp evruna, en steinþagði um andstöðu lettnesku þjóðarinnar! Er þetta eitt margra dæma um ESB-auðsveipni Fréttastofu Ríkisútvarpsins, og er mál að linni.

Með inngöngu í Evrópusambandið fyrir tæpum áratug urðu Lettar skuldbundnir til að taka upp evru þegar efnahagsleg skilyrði þess hefðu verið uppfyllt.

  • Stjórnvöld í Lettlandi hafa lagt mikla áherslu á að uppfylla skilyrðin sem meðal annars hafa falið í sér að tryggja að gengi latsins, gjaldmiðli landsins, væri haldið innan ákveðinna vikmarka frá gengi evrunnar. Það hefur meðal annars haft í för með sér miklar launalækkanir, þar sem ekki hefur verið hægt að fella gengi gjaldmiðilsins. (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Og nú fá Lettar að þola áframhaldandi tilraunastarfsemi með þennan nýja, varhugaverða gjaldmiðil sem er rétt kominn á fermingaraldur, en hefur þegar haft stórskaðleg áhrif á fjárhag ýmissa ESB-þjóða.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti Letta vill ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þegar að RÚV flutti frétt um að núverandi ríkisstjórn hefði hætt aðildarviðræðum við ESB, þá hefði RÚV átt að taka fram að samkvæmt skoðannakönnunum vill meirihluti landsmanna klára aðildarviðræðurnar og fá að kjósa um aðild...

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 23:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sú skoðanakönnun byggist á fölsunum, Hermundur minn, já, blekkjandi spurningu.

En miklu stærri meirihluti segist EKKI vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson, 2.1.2014 kl. 03:23

3 identicon

En nú hafa verið gerðar nokkuð margar skoðanakannanir þar sem fólk er spurt hvort að það vilji klára samningaviðræðurnar og kjósa síðan um aðild. Í langflestum er meirihluti fyrir því að klára viðræðurnar, þannig að ekki geta þær allar verið falsaðar. Auðvitað á að klára þessar viðræður og kjósa um þetta mál eitt skipti fyrir öll, þannig að þjóðin geti þá hætt að þrasa um þetta mál. Enda ekki hægt að taka afstöðu fyrir en samningur liggur fyrir. Þá má nefnilega færa fyrir því rök að vera Íslands í EES sé meiri fullveldisskerðing heldur en að vera í ESB. Því að lög og reglur koma hingað í gegnum EES án þess að fulltrúar Íslands hafi þar nokkuð áhrif enda ekki með í ákvarðanatökum.

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 08:52

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum INNLIMUNARSINNANS Þorsteins Pálssonar við ummælum Forsætisráðherra í "Kryddsíldinni".  Þau báru keim af því að hann væri ekki alveg hættur að fagna áramótunum.  Og gæti ekki með nokkru móti sætt sig við það að HLÉ hafi verið gert á INNLIMUNARVIÐRÆÐUNUM.  Svo er það alveg hulin ráðgáta hvaðan er komið þetta LOFORÐ um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem INNLIMUNARSINNAR, eru alltaf að tala um?  Í stjórnarsáttmálanum stendur: "Hlé verður gert á viðræðunum við ESB og þær ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu".  Afsakið en í þessu get ég ekki fundið neitt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, tímasetningu eða nokkuð loforð að neinu leiti, hlutirnir geta varla verið skýrari.............

Jóhann Elíasson, 3.1.2014 kl. 00:04

5 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Nei, Hermundur, þótt EES-samningurinn sé enn eitt plottið frá stórveldinu, sem þeir Jón Baldvin og Jacques Delors, forseti framkvæmdastjírnar ESB voru hvor öðrum ánægðari með, þá er það ekki svo, að "vera Íslands í EES sé meiri fullveldisskerðing heldur en að vera í ESB", enda er öllum lögspökum ljóst, að til að ganga í Evrópusambandið yrði að breyta okkar stjórnarskrá, því að hún bannar slíkt fullveldisframsal löggjafarvalds strax í sinni 2. grein og í fleiri greinum, en leyfir það hvergi. Þess vegna er það nú sem mér sýnist Þorvaldur Gylfason, Illugi Jökulsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og fleiri ESB-sinnar hafa verið að sínu brambolti í þágu fullveldisframsals í sínu ólögmæta "stjórnlagaráði" með þess 30 lögbrjóta "umboð".

Jú, það byggist einmitt á falsi staðreynda og á beinni blekkingu, þegar menn eru spurðir eins og reyndin er í þessum vitlausu skoðannakönnunum sem þú vísar til.

Jón Valur Jensson.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 3.1.2014 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband