Æðstu bossar í Brussel stefna enn að pólitískt sameinuðu bandalagi (e. political union)

Og Evrópusambandið færist nær því, skref fyrir skref, segir José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Twitter-síðu sinni í dag. "Fyrsta skrefið sé að ljúka þeirri vinnu að koma á bankabandalagi innan sambandsins," segir hann skv. Mbl.is (tengill neðar), og þar hafi Þýzkaland "ljóslega mikilvægu hlutverki að gegna í þeim efnum.“

Og eins og segir á Mbl.is:

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðraðar eru slíkar hugmyndir af hálfu Barrosos en í stefnuræðu sinni í september á síðasta ári kallaði hann til að mynda eftir því að Evrópusambandið yrði þróað í að verða „sambandsríki þjóðríkja“ (e. federation of nation states). Þá líkti hann sambandinu við heimsveldi á blaðamannafundi árið 2007.

Hér má rifja upp skrif undirritaðs um þær yfirlýsingar Barrosos, fyrst 19. maí 2009: 

  • Barroso “forseti” talar um “heimsveldi” sitt
  • Af því að ýmsir virðast efins um stórveldisdrauma Evrópubandalagsins, þá er vert að vitna hér í sjálfan José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar EB, sem lét merkileg orð falla í þessa átt á blaðamannafundi hinn 17. júlí 2007. Þar kallaði hann bandalagið reyndar ekki stórveldi (Großmacht), eins og fyrirrennari hans Jacques Delors gerði, heldur ‘heimsveldi’ (empire).
  • Þetta kemur fram í frétt The Daily TelegraphBarroso hails the European ‘empire’, hinn 18. júlí 2007, svohljóðandi:
  • “We are a very special construction unique in the history of mankind,” said Mr Barroso yesterday. “Sometimes I like to compare the EU as a creation to the organisation of empire. We have the dimension of empire.” – The commission president made his remarks on Europe’s historical mission while celebrating “real progress” on a new EU treaty deal to replace the constitution rejected by French and Dutch voters two years ago.
  • Frá þessari frétt sagði Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, þann 25.7. 2007 með eftirfarandi hætti:
  • “Við erum mjög sérstök smíði sem er einstök í mannkynssögunni. Stundum líki ég Evrópusambandinu sem sköpunarverki við skipulag heimsveldis. Við búum yfir stærð heimsveldis.” Þannig mælti José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi þann 17. júlí sl.
  • Þannig tala tveir æðstu embættismenn Evrópubandalagsins. Vituð ér enn eða hvat?

Og einnig þetta 2012:

 

  • Barroso krefst meira fullveldisframsals og SAMBANDSRÍKIS ESB
  • 12. september 2012
  • Á gersamlega ógagnrýninn hátt sagði Sjónvarpið í kvöld frá ræðu Barrosos í morgun, birti án athugasemda klígjulegt “lýðræðis”-áróðurshjal Barrosos til að réttlæta það stóraukna fullveldisframsal sem hann segir nauðsynlegt.
  • Þessi æðsti maður Esb. boðaði í morgun, að Evrópusambandið ætti að fá til sín mun meira fullveldisvald (”shared sovereignty”) frá meðlimaríkjunum og verða SAMBANDSRÍKI. Þetta er raunar sama stefna og Esb-þingið í Strassborg mótaði fyrir nær 15 árum:
  • Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: “Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki” (”federal state”). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.

(Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.).

 

  • Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur atkvæðahlut stærstu Esb-ríkjanna í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu í Brussel um 61% (tekur gildi 1.11. 2014) og skerðir neitunarvad einstakra ríkja verulega.
  • Og ekki er við því að búast, að “íslenzkir” evrókratar gagnrýni þessa stefnu Barrosos.
  • En að FELA fullveldisframsalið hrikalega, sem Ísland yrði að kyngja með “aðild” að þessu nýstórveldi (því sama sem í dag hótar Íslendingum viðskiptabanni vegna eðlilegra makrílveiða hér [12. september 2012]), það virðast þeir evrókratísku telja sjálfgefið hlutverk sitt og meginverkefni í “kynningu” á þessu valdfreka fyrirbæri. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESB færist nær „pólitísku bandalagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband