Menn ættu að lesa fréttina: Hægt er að nota peninga skattgreiðandans í margt, þar sem fram kemur, að félag í eigu Karls Th. Birgissonar, mikils Samfylkingarmanns, Nýtt land ehf., fékk 180 þúsund krónur vegna greinaskrifa í Morgunblaðið og ræðuskrifa. Þau svör fengust í ráðuneytinu að verkið hefði verið unnið í tíð Björgvins G. Sigurðssonar, í janúar, þ.e.a.s. á þessu ári. Notaði Björgvin gagnagrunn Karls, sem var m.a. um Evrópumál og gjaldmiðilsmál, þegar sá fyrrnefndi skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið og nokkrar ræður.
En hér var sem sé ríkissjóður og við skattgreiðendur látnir greiða fyrir áróðursstarf Samfylkingar sem ætlað var að hafa áhrif í fjölmiðlaumræðu! Var þar með verið að nota fjármuni hins illa stadda lýðveldis Íslands til að undirbúa innlimun þess í Evrópuyfirráðabandalagið? Var verið að ræna krónum Jóns og Gunnu til að hjálpa ráðherranum að komast kænskulega að orði, þegar hann var að rægja íslenzku krónuna?
Menn ættu að fara vel yfir greinar þessara aðila til að kanna, hvað þarna var verið að matreiða ofan í okkur Íslendinga allt á okkar kostnað!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.