Hótanavaldi hinna voldugu beitt gegn smáþjóðum

 

Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hristir nú brandinn og boðar refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar fyrir lok þessa mánaðar.

Sigmundur Davíð ræðir við æðstu ESB-menn  þennan þriðjudagsmorgun, þ.e. Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB. Einnig fundar hann með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Yfirlýsing Damanaki kemur í kjölfar fundar sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna sem

  • "ræddu meðal annars um makríldeiluna í dag, en Bretar og Írar höfðu fyrir fund þeirra hvatt til þess að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum."
  • „Við getum ekki beðið til næsta árs, við verðum að grípa til aðgerða núna. Hvað varðar til hvaða aðgerðum við grípum nákvæmlega þá munu frekari upplýsingar verða gefnar út fyrir lok þessa mánaðar,“ sagði Damanaki á blaðamannafundi í kvöld (Mbl.is).

Og þetta er haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðamanni forsætisráðherra:

  • „Sigmundur Davíð á fund með Herman van Rompuy í fyrramálið og ég geri ráð fyrir að þetta verði meðal annars rætt. Við munum gera Barroso grein fyrir afstöðu Íslendinga, sérstaklega þeirri afstöðu okkar að við teljum þessar refsiaðgerðir allt of víðtækar og að þær standist ekki EES-samninginn. Þær séu ólögmætar og við munum ekki sitja þegjandi undir því. Ég geri ráð fyrir að þetta komi fram á morgun“ (Mbl.is).

Hér hefur því greinilega dregið til tíðinda, og verður fróðlegt að sjá, hvort harkan sex verði látin ráða í samskiptum stórveldabandalagsins við þessar tvær norrænu smáþjóðir.

  • Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur "ekki trú á því að ESB grípi til einhverra aðgerða öðruvísi en að frekari viðræður eigi sér stað áður. Þar að auki hef ég miklar efasemdir um að refsiaðgerðir af því tagi sem menn hafa rætt um innan sambandsins fáist einfaldlega staðist. Ég held að það séu ekki lagaforsendur fyrir þeim,“ segir hann (Mbl.is),

en fer ekkert í grafgötur um, að hér er verið að beita hótunum fyrst og fremst með þessu tali um refsiaðgerðir.

Stórveldum fer það kannski vel að eigin áliti að hóta öllu illu, þar til í ljós kemur, að þau eru eins og hver önnur pappírstígrisdýr.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ákvörðun fyrir lok mánaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvenær skildi verða farið í að athuga með skaðabætur vegna árásar á fjármálakerfi Íslands í formi hryðjuverkalaga. Þessi ákvörðun þeirra sem að henni stóðu olli okkur ómældum skaða sem ekki hefur verið rætt neitt um á opinberum vettvangi svo ég viti til. var þetta ekki ólögleg aðgerð og lítilmannleg. Ég bara spyr?

Eyjólfur G Svavarsson, 16.7.2013 kl. 09:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, ég er sammála þér, Eyjólfur, um þessa ólögmætu, lítilmannlegu aðgerð. Einn stjórnmálamaður öðrum fremur hefur haldið hér uppi merkinu fyrir okkur Íslendinga, það er Guðni Ágústsson, fyrrv. ráðherra, með greinum sínum um málið, í Mbl. og eflaust í fleiri fjölmiðlum.

Jón Valur Jensson, 16.7.2013 kl. 09:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hótanavald? Er það alþjóðlegt leyfi útvaldra þjóða til að hafa í hótunum, svona eins og neitunarvald?Er ekki eðlilegra að tala um hótanir eða kúgun ríkja eða ríkjasambanda gagnvart smáþjóðum. Nú eða bara valdbeitingu í krafti stærðar og aflsmuna.

Bara svona þanki. Annars eigum við ekki að hlusta á svona hótanir og leyfa þessu hyski að eiga næsta leik. Þetta er póker. Fáum að sjá höndina þeirra og setjum svo fram ásana. Þrýstingur örfárra skoskra og noskra sjómannaforkólfa dikterar ekki viðskiptum milli frjálsra manna. Ef það er tilfellið þá er ESB sprungið í loft upp og frumskógarlögmálið í gildi.

Stöndum í lappirnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.7.2013 kl. 00:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður þanki, nafni. En oft gengu stórveldin fram í krafti máttar síns og valds eingöngu, án tillits til mannréttinda og þjóðaréttar.

Er alveg sammála þér um það sem þú segir í seinni málsliðnum.

Jón Valur Jensson, 17.7.2013 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband