Vilja Danir Ísland í Evrópusambandið?

Frú Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, talar ekki fyrir munn danskra þegna, þegar hún segir "það alltaf [hafa] verið ósk Danmerkur að Ísland gangi í ESB," en þau orð lét hún falla eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra okkar, í dag. Málið hefur aldrei verið borið undir dönsku þjóðina.

Sigmundur kvaðst sjálfur "ánægður með heimsóknina. „Við ræddum Evrópusambandið og stöðu Íslands þar,“ sagði hann. Þau ræddu meðal annars aukna áherslu á norðurslóðamál, norræna samvinnu og vest-norrænt samstarf." (Mbl.is / Ritzau.)

Mörg innfjálg orð eru látin falla á fundum þjóðaleiðtoga. Hér ber að greina hismið frá kjarnanum. Ríkisapparatið er ekki þjóðin. Kjörnir pólitíkusar eru ekki þjóðin. Þjóðin ein er þjóðin.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Danir vilja Ísland í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Kratadrottningin Helle Thorning Schmidt hefur komið flokknum þerra niður í sama afhroðs fylgið og íslenski systurflokkurinn þeirra fékk í nýafstöðnum kosningum.

Danir eru sannarlega frændur okkar og vinir en hún getur samt ekkert leyft sér að tala fyrir hönd Dönsku þjóðarinnar !

Auk þess er þetta ekki mál sem að aðrir þjóðarleiðtogar eiga að skipta sér af, slíkt eru freklega afskipti af okkar innanríkismálum og fengum við nú nóg af afskiptum dana af þeim hér í "den" Þannig að danskir ráðamenn ættu að hafa sig hæga.

Gunnlaugur I., 25.6.2013 kl. 01:10

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Når man lyver til folket så bliver man tyndere,
tynd som et skelet i skabet.
Hvis man kæmpe skal imod Samfylkingens syndere,
så skal man ha’ noget i gabet.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.6.2013 kl. 17:40

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Flestir Danir sem ég þekki, hrósa Íslendingu fyrir að hafa haft vit á því að álpast ekki inn í samkunduna í Brussell. Helle er mjög úr sambandi við dönsku þjóðina.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.6.2013 kl. 17:42

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Danir geta verið alveg ágætlega skemmtilegir og ljúfir heim að sækja, en það skalt þú vita að virðing þerra til þín er engin.   Og hvernig skyldi standa á því? 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.6.2013 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband