Evrópusambandið vill fá að vita hvað gera beri við sína Íslandsviðræðustarfsmenn; óhreinskiptni ríkisstjórnarinnar

Aðferð ríkisstjórnarinnar gengur ekki -- að lognmollast til að "setja aðildarviðræður í hlé" -- og hugnast hvorki kjósendum ríkisstjórnarflokkanna né andstæðingum. Engin svör berast, hvort Þorsteini Pálssyni verði sagt upp störfum og öllu "samninga"-nefndarliðinu með honum eða hvort haldið verður áfram að ausa peningum í þá.

En Evrópusambandið vill fá að vita, hvað það sjálft á að gera við sína eigin starfsmenn, sem stóðu í þessu -- hvort þá megi nota til annarra verkefna eða hvort ríkisstjórn Íslands ætli að ljúka þessu "hléi" sínu, eins og hléum lýkur yfirleitt. 

Snýst málið um hugleysi ríkisstjórnarflokkanna, eða toga einhverjir þar í spotta, t.d. síngjarnir sveitarstjórnarmenn sem vilja áframhald IPA-styrkjanna?

Við viljum heiðarlegan ENDI á þessar innlimunarviðræður! 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESB telur sig þurfa frekari skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um þetta viðræðumál er ágætlega skrifað í Staksteinum Mbl. í dag.

Ennfremur er Hjörtur J. Guðmundsson blm. með góðan pistil um málið á leiðaraopnu blaðsins.

Jón Valur Jensson, 21.6.2013 kl. 11:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í pistli Hjartar kemur m.a. fram, að "Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sem setið hefur í viðræðunefndinni vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið, benti ítrekað á það í reglulegum greinarskrifum sínum í Fréttablaðinu undanfarin ár að ríkisstjórn sem væri klofin í afstöðu sinni til inngöngu í sambandið,eins og sú sem sat á síðasta kjörtímabili, gæti í raun ekki lokiðviðræðunum um málið enda þyrfti hún smám saman að samþykkja endanlegan samning.

Erlendir fræðimenn hafa einnig rætt málið á hliðstæðum forsendum í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að gera hlé á viðræðunum við Evrópusambandið. Þannig segir Steven Blockmans hjá hugveitunni Centre for European Policy Studies (CEPS) í nýlegri skýrslu um Ísland og Evrópusambandið að ef haldið yrði áfram með viðræðurnar yrði umsóknarferlið flókið og stirt í höndum ríkisstjórnar sem andvíg væri inngöngu í sambandið. Benjamin Leruth, doktorsnemi við Edinborgar-háskóla, tekur í sama streng í umfjöllun um niðurstöður þingkosninganna hér á landi. Hann segir að jafnvel þó viðræðurnar héldu áfram yrðu þær „gríðarlega flóknar“ ef ríkisstjórnin sem stæði að þeim samanstæði af tveimur stjórnmálaflokkum sem andvígir væru inngöngu í Evrópusambandið. Þess má geta að báðir þessir fræðimenn eru annars mjög jákvæðir fyrir inngöngu Íslands í sambandið. [...]"

Jón Valur Jensson, 21.6.2013 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband