Frederik Reinfeldt verður ekki kápan úr því klæðinu að blekkja okkur

Sigmundur Davíð forsætisráðherra hitti forsætisráðherra Svíþjóðar, Reinfeldt, að máli í dag, í enn einni heimsókn ESB-sendisveina hingað. Nefndi Reinfeldt, að 9% Svía vilja evru!? eða reyndi hann þegja um þá staðreynd (nýleg er sú skoðanakönnun), og freistaði hann þess í staðinn að agitera fyrir Evrópusambandinu, eins og hann hefur gert í ESB-vænu Silfri Egils, í viðtölum við ráðamenn hér og í fjölmiðlum jafnan?

  • Á fundinum ræddu forsætisráðherrarnir um traust og gott samstarf Íslands og Svíþjóðar, bæði tvíhliða og á alþjóðavettvangi. Einnig var rætt um stöðu efnahagsmála  í Evrópu og stöðu evrusvæðisins, en Svíar standa utan evrusamstarfsins, þó sænska krónan sé tengd gengi evrunnar. Jafnframt var rætt um áherslur á alþjóðavettvangi, m.a. hlé á viðræðum við Evrópusambandið, aukna áherslu á Norðurslóðamál, norræna samvinnu og vest-norrænt samstarf. (Mbl.is.)

En það er sama hvað Reinfeldt reynir og reynir, honum verður ekki kápan úr því klæðinu að kasta ryki í augu okkar -- og ekki heldur um evruna! Nægir eru vitnisburðirnir úr Evrópusambandinu sjálfu, bæði í fréttum af viðhorfum heilla þjóða þar og af ummælum fræðimanna, eins sjá brátt má sjá hér.

Engin skandinavísku landanna hafa tekið upp evruna – Svíar höfnuðu því árið 2003 í þjóðaratkvæðagreiðslu með 56 prósentum atkvæða, og nú er fylgið við upptöku hennar sem sagt hrokkið niður í 9%! Ennfremur hafa Bretar engan áhuga á henni – hvers vegna skyldum við hafa það? Atvinnuleysið er nær þrefalt meira á evrusvæðinu en hér.

Lengi hefur verið reynt að narra okkur til að elta Eista, Letta og Litháa inn í Evrópusambandið (þjóðir sem höfðu þó litlu sem engu að tapa í fiskveiðimálum og eru því alls ekki sambærilegar við okkur, enda stendur þeim ógn af rússneskum stórveldissinnum). En ekki bendir þetta til mikillar hrifningar meðal nefndra þjóða af evrunniMikill meirihluti Letta andvígur upptöku evru -- þ.e.a.s. 62% þeirra! (36% vilja taka hana upp). Þeir eru samt "skuldbundnir til að taka hana upp samkvæmt aðildarsamningi sínum við Evrópusambandið. Ekki er gert ráð fyrir þjóðaratkvæði um evruna." Þjóðin fær sem sagt engu að ráða um málið!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði gjarna mátt spyrja Reinfeldt þenna: "Vilt þú, herra minn, að íslenzka þjóðin verði neydd til að taka upp þessa evru, sem þínir eigin landsmenn hafna þó svo eindregið?!"

Sjá einnig þessar áhugaverðu greinar:

Skandínavísku þjóðirnar hafa hafnað evrunni

Portúgalar eru áhugasamir um hvernig hægt sé að losna við evruna

Svíar sömdu um undanþágu frá evrunni (Gústaf Adolf Skúlason 20. maí sl.; hann hefur lengi verið búsettur í Svíþjóð og hefur auk bloggvefja ritað fjölda greina í Morgunblaðið).

Evran hrikalegustu mistök heimsins að mati leiðandi sænsks krata. Íslenskir ESB-sinnar út úr hól við umræður meginlandsins. (Gústaf Adolf Skúlason 7/5.)

Tilraunin með evruna að mistakast segir Nóbelsverðlaunahafi.

Þjóðaratkvæði um úrsögn Ítalíu og Bretlands úr Evrópusambandinu?

Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ráðherrar ræddu skattamál og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmi um forræði Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum: Danska ríkisstjórnin, segir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra, "á ekki annars úrkosti" en að fylgja Evrópusambandinu að málum í fiskveiðideilu þess við Færeyinga!!! Nánar hér: Ríkisstjórn Danmerkur tilneydd að fylgja ESB að málum í fiskveiðideilum við Færeyinga!

Það eins gott að við erum sjálfstæð hér og fullvalda, ekki undir Dönum! -- og ekki undir beinu boðvaldi Evrópusambandsins!

Jón Valur Jensson, 20.6.2013 kl. 01:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnar eru með evru svo það er ekki alskostar rétt að engin norðulandaþjóð hafi tekið upp Evruna. Ekki traustvekjandi að gera slíka villu.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2013 kl. 10:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, ég gleymdi mér!

Laga þetta strax, og þakka þér!

Jón Valur Jensson, 20.6.2013 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband