Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með þetta á hreinu - eða hvað?!

Allgóð tíðindi berast nú frá nýjum ráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni. Hann segir, að lykillinn að því að sækja um í Evrópusambandinu sé þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Íslendingar vilji það, en "persónulega sé ég ekki á næstu árum að ástand í Evrópu og heiminum verði með þeim hætti að íslensk þjóð muni óska eftir inngöngu í Evrópusambandið," segir hann í Bændablaðinu (Segir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna ekki á dagskrá að óbreyttu, bls. 28-29; blaðið fæst ókeypis víða, m.a. í Nóatúnsverzlunum og á sundstöðum).

"Það er mat begggja stjórnarflokka og meirihluta landsmanna að okkar hag sé betur borgið utan sambandsins. Ef það breytist þá er það okkar stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til," segir hann. Hins vegar bendir hann þarna á það, hvaða leið Malta annars vegar og Sviss hins vegar hafi farið í þessum efnum, og verður það atriði gert hér að umræðuefni síðar.

  • Spurður hvort hann sé með þessu að segja að eins og staðan sé í dag miðað við skoðanakannanir og úrslit þingkosninganna sé mjög ólíklegt að slík þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin á kjörtímabilinu svarar Sigurður: „Eins og ég segi þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í heiminum til þess að íslenska þjóðin vilji sækja um aðild, já.“ (Mbl.is, Bbl.)

Laukrétt hjá ráðherranum, og fyrst og fremst ber stjórnarflokkunum að efna kosningafyrirheit landsfunda sinna nú á þessu ári, þar sem báðir hétu því að vinna að því, að hætt yrði við Össurarumsóknina.

Varðstaða eða fullveldisstaða mun vera boðuð fyrir utan Alþingi í dag við þingsetningu, sem hefst eftir guðsþjónustu (13.30) í Dómkirkjunni. Þingmenn ganga þangað kl. 13.25 og úr kirkju til þings kannski innan við hálftíma seinna. Varðstaðan, með ESB-andstöðuspjöldum uppi við, snýst um að minna stjórnarflokkana á loforð sín og á andstöðu 70% þjóðarinnar við það að fara inn í Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://jaisland.is/umraedan/ny-konnun-61-vill-klara-adildarvidraedur-vid-esb/#.UbCVKOdWxBE

Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2013 kl. 13:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gamlar fréttir frá ykkur, Sl.+H., af könnun mð villandi spurningum.

Jón Valur Jensson, 6.6.2013 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband