29.5.2013 | 19:06
Er Ísland ennþá "umsóknarríki"? Hvað segja utanríkisráðherra, Sigmundur Davíð og Bjarni?
Einn aðalforkólfur ESB-brigðastefnu VG, Árni Þór Sigurðsson:
- "Og það er ekki út frá stjórnarsáttmálanum hægt að segja að viðræðunum við Evrópusambandið sé beinlínis hætt og alls ekki hægt að draga þá ályktun að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki.
Hvernig lízt nýjum utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, á þessa athugasemd Árna Þórs í viðtali hans við Mbl.is? Hvert er svar ráðherrans og beggja flokksforingja nýju stjórnarinnar við þessari spurningu: Er Ísland ennþá ESB-"umsóknarríki" í þeirra augum? Ef svo er, hafa þeir þá ekki ýmislegt að útskýra fyrir kjósendum sínum?
Eins er eðilegt að endurtaka hér nokkrar spurningar frá í fyrradag:
- Verða "samninga"nefndamennirnir teknir af launalista ríkisins sem slíkir? ÞAÐ er mælikvarði á það, hvort þetta verður STÖÐVAÐ.
- Verða IPA-mútustyrkirnir stöðvaðir?
- Verður Evrópusambands-áróðursstofunum (báðum) lokað, að kröfu landsfundar Sjálfstæðisflokksins, eða verður einhver sýndarmennska og hráskinnaleikur hér í gangi næstu fjögur árin og framtíð lýðveldisins látin vega léttara en áróðurs- og innlimunarstefnu-hagsmunir Brusselvaldsins?
- Brestur fréttamenn ímyndunarafl og frumkvæði til að spyrja núverandi ráðamenn þessara sjálfsögðu spurninga?
Nefndir ráðherrar munu ekki endalaust komast upp með að þegja við slíkum sjálfsögðum spurningum. Þeim ber að gera hreint fyrir sínum dyrum og ástunda í það minnsta engar brusselskar refjar hér gagnvart kjósendum sínum.
Jón Valur Jensson.
Segir ESB-stefnuna óskýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:14 | Facebook
Athugasemdir
„Samtök um rannsóknir á ESB“: Ekki er vísindahyggjan mikil: komist strax að niðurstöðu án þess að rannsókn hafi farið fram!
Þessi samtök eru greinilega áróðurssamtök kostuð af andstæðingum ESB. Í mínum huga eru „vísindi“ sem þessi einskis virði.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2013 kl. 21:44
Ófimlega heldurðu hér á spöðunum, Guðjón, og bætir svo við órökstuddu níði, sem þér er hreint ekki sæmandi. Þessi Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland eru ekki kostuð af einum né neinum til þessara vefsíðuskrifa, ekki frekar en þín vefsíða, sem kostar ekki krónu hjá Mogganum -- við fáum allir að nota þjónustuna án endurgjalds, og sérhver pistils- eða greinarhöfundur hér á Fullveldisvaktinni skrifar kauplaust á síðuna, þannig hefur það verið frá upphafi. En þú telur ekki eftir þér að smyrja ljótri, rakalausri ásökun á hendur okkur í þessum samtökum og á einhverja ónafngreinda "andstæðinga ESB", ásökun sem hlýtur að vera tilbúin í þínum eigin lygaranni, eða var einhver annar að ljúga þessu að þér? Komdu þá með það út úr þínum skúmaskotum. Og þú skalt reyna að haga þér vel hér framvegis, ekki vera með neinar mannorðsmeiðingar.
Varðandi þá glannalegu fullyrðingu þína, að hér (í pistlinum) sé "komist strax að niðurstöðu án þess að rannsókn hafi farið fram," hver er þá sú "niðurstaða", sem þú ræðir hér um? Í pistlinum er einfaldlega bent á fulla nauðsyn þess að ganga eftir því við núverandi stjórnvöld, að þau taki af öll tvímæli um stefnu sína og hvernig þau ætli að framfylgja henni. Munu þau áfram (og t.d. 1. júlí) líta á Ísland sem ESB-"umsóknarríki" EÐA EKKI? Verða "samninga"nefnda-mennirnir, Stefán Haukur, Þorsteinn Pálsson & Co., teknir af launalista ríkisins sem slíkir EÐA EKKI? Verður Evrópusambands-áróðursstofunum (báðum) lokað og IPA-styrkirnir stöðvaðir EÐA EKKI? Kjósendur stjórnarflokkanna eiga heimtingu á því að fá þessu svarað sem allra fyrst fremur en einhvern tímann síðar að geðþótta ráðherra.
Hitt er svo allt annað mál, að þessar fyrirspurnir eru ekki við þinn evrókratíska smekk, þú vilt auðvitað engan veginn að verið sé að snerta við þessu, í þeirri von (ef ég þekki þig rétt) að kannski megi halda þessari stjórnarskrárandstæðu Össurarumsókn dormandi, þar til einhver hluti stjórnmálastéttarinnar gefi sig í hnjánum fyrir stórveldinu og hefji "ferlið" á ný á fullu.
Treysta máttu því, að hér verður staðinn vörður um allt það, sem varðar sjálfstæði Íslands gagnvart hinu skelfilega misheppnaða Brussel-stórveldi. Og hér verður aldrei skrifað að þínum evrókrataóskum.
Jón Valur Jensson, 30.5.2013 kl. 03:41
Er það níð að efast?
Var Tómas hinn efagjarni að níða Jésúm?
Eitthvað gengur ekki upp í rökræðu við ykkur teljið vita allt betur en aðrir.
Eg leyfi mér að telja þið hafið rangt fyrir ykkur varðandi ESB. Hræðsluáróðurinn er veri en enginn áróður.
Guðjón Sigþór Jensson, 31.5.2013 kl. 12:41
Var þessi setning þín sett fram sem EFI:
"Þessi samtök eru greinilega áróðurssamtök kostuð af andstæðingum ESB." ?
Nei, þessi ófyrirleitna setning hefur á sér allt snið og yfirbragð grófrar fullyrðingar. Kanntu ekki að skammast þín, Guðjón minn, -- ekki einu sinni að draga í land, þar sem við á? Finnst þér gaman að lesendur þurfi almennt að vorkenna þér?
Jón Valur Jensson, 31.5.2013 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.