Framkvæmdastjórn ESB kastar grímunni með beinum hótunum við smæstu eyþjóð N-Atlantshafs

Þar kom að því að voldug framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti að leggja til refsiaðgerðir gegn Færeyingum vegna síldveiðiáætlunar þeirra. Með hótunum um valdbeitingu sýnir stórveldi smáríki krepptan hnefann, og það hlakkar í áhrifamönnum þar, að þessi aðgerð verði til þess að hræða bæði Færeyinga og Íslendinga til uppgjafar í makríldeilunni, en ef ekki, þá skuli viðskiptabanni skellt á þessar þjóðir vegna makrílveiða þeirra í sinni eigin fiskveiðilögsögu!

  • ... Haft er eftir Ian Gatt, framkvæmdastóra Samtaka skoskra uppsjávarsjómanna, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag, að ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins væri fyrsta skrefið í þá átt að refsa Færeyingum vegna síldveiða þeirra. Hins vegar ættu þær refsiaðgerðir einnig að ná til makríls enda væru tegundirnar tvær gjarnan veiddar samhliða.
  • Líkt og Lochhead [sjávarútvegsráðherra Skotlands] lýsti Gatt vonbrigðum sínum með að enginn frekari árangur hefði orðið í því að beita Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna makrílveiða þeirra. „Í tilfelli Íslands hvetjum við framkvæmdastjórnina til þess að óska eftir tafarlausum fundi með nýrri ríkisstjórn Íslands og reyna að koma viðræðuferlinu aftur af stað,“ sagði hann. Tækist það hins vegar ekki yrði að grípa til refsiaðgerða án tafar enda hefðu allar aðrar leiðir verið reyndar án árangurs. ... [Mbl.is, mun meira þar, sjá tengil neðar!]

Nú ríður á, að næsta ríkisstjórn okkar hafi bein í nefinu og láti ekki kúga sig til eins eða neins. Slíkt yrði seint eða aldrei fyrirgefið.

250084_10152309591040260_1300656966_n_2

Sjá einnig nýlega grein hér: ESB vanvirðir rétt Færeyinga rétt eins og Íslendinga. Þar á Tryggvi Helgason, flugmaður á Akureyri, gott innlegg, minnir á þakkarskuld okkar Íslendinga við Færeyinga og brýnir okkur til samstöðu með þessari góðu frændþjóð sem lifir ekki síður en við af gjöfum hafsins. Látum þá ekki standa uppi stuðningslausa, og nýtum viðskiptasambönd okkar til að rjúfa ofstopafullt viðskiptabann Evrópusambandsins, um leið og þess fer að gæta.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESB hyggst refsa Færeyingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hvað finnst þér að eigi að gera við þjóðir sem virða ekki rétt annarra á nýtingu flökkustofna, skammta sér sinn eigin kvóta og stunda rányrkju á stofninum ?

Óskar, 14.5.2013 kl. 00:34

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Aum er sú stefna að ráðast á smáríkin, ESB ræður ekki yfir sjávarlögsögu Færeyinga eða Íslendinga en vill með valdi framfylgja fiskveiðistefnunni að útrýma 80% fiskistofna (eru búnir að því hjá sjálfum sér). Færeyingar studdu af reisn við hrjáða Íslendinga eftir bankahrun. Þeir eru vinir okkar og okkur ber að hjálpa þeim.

Gústaf Adolf Skúlason, 14.5.2013 kl. 00:40

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Íslendingar og Færeyingar stunda EKKI rányrkju á síldar- og makrílstofnunum.

Sjálftekinn veiðikvóti ESB-ríkja á makrílnum -- eða ætlunarverk þeirra í þá átt, þótt makríllinn haldi sig meiripart veiðitímans í norðurhöfum -- er þeim hins vegar til skammar og miðast við að gína áfram yfir stofni sem hefur sjálfur fundið sér betra ætissvæði í okkar fiskveiðilögsögu.

Og Óskar þessi, góðir lesendur, er þekktur fyrir undirgefni við flest í boðskap ESB-valdsins, hvort sem það varðar Icesave eða fullveldisrétt lýðveldisins og önnur hagsmunamál okkar Íslendinga gagnvart því stórveldi.

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 14.5.2013 kl. 00:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað finnst þér Óskar um að 500 milljón manna ríkjasamband neyti aflsmunar og hóti efnahagseinelti við 50.000 manna þjóð af því að hún fellir sig ekki við afarkosti þeirra? Hér er ekki verið að semja um neitt heldur heimta að menn lúti í öllu kröfum sambandsins vegna stofna sem það hefur engan eignarétt á eða yfirráð yfir. Þetta er svo yfirgengilegur fasismi að það á ekki að hlusta á þessa fábjána. Látum bara reyna á það hvort þeir ætla að láta verða af hótunum sínum. Ég er ekki viss um að viðskiptamenn innan sambandsins gúteri að láta segja sér hverja þeir megi versla við og hverja ekki. Svona hótanir bitna ekki síður á viðskiptum í sambandinu, og ekki mega þeir nú við meira klúðri.

Það er svo eins og lélegur brandari að heyra þá tala um verndunarsjónarmið, eitt mesta rányrkjubandalag veraldar.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2013 kl. 00:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við þetta mætti bæta, að þetta Evrópusamband má gjarnan vara sig á því að reyna ekki öðru sinni í alvarlegu máli að brjóta á okkur regluákvæði EES-svæðisins!

Jón Valur Jensson, 14.5.2013 kl. 00:52

6 Smámynd: Óskar

Færeyingar og reyndar Íslendingar líka vilja ekki semja um þessa flökkustofna heldur taka úr þeim það sem þeim sýnist langt utan við öll skynsamleg mörk. Fullkomlega eðlilegt að aðrir aðilar málsins hafi ekki endalausa þolinmæði hvort sem það er ESB eða eitthvað annað. Svo snýst þetta meinta viðskiptabann eingöngu um að Færeyingar séu ekki að selja þessar stolnu afurðir í Evrópusambdanslöndum.

Óskar, 14.5.2013 kl. 01:29

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, "stolnar afurðir" -- frá Evrópusambandinu efalaust?!!!!!

Þú verður fljótur að gera þig óvinsælan meðal Íslendinga með þessu móti, ESB-málpípa eins og þú ert út í gegn.

Jón Valur Jensson, 14.5.2013 kl. 01:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo ertu fjarri því að vera dómbærari en okkar fiskifræðingar á það, hver séu "skynsamleg mörk" veiðisóknar í makrílinn, Óskar! Hann veldur nú þegar fæðuskorti í hafinu, m.a. í Faxaflóa, og því full ástæða til að láta HANN ekki komast upp með AFRÁN á seiðum og smáfiski.

Jón Valur Jensson, 14.5.2013 kl. 01:51

9 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fullkomin hræsni myndi þetta kallast.

Ef viðskiptaþvinganir verða settar af ESB vegna "óábyrgra veiða úr aameginlegum stofnum" ættu ESB þjóðir að líta sé nær með rányrkju og eyðingu stofna í Miðjarðarhafi.

Óskar Guðmundsson, 14.5.2013 kl. 08:52

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég átta mig ekki alveg á því hvað norsk-íslenski síldarstofninn kemur ESB við?

Kolbrún Hilmars, 14.5.2013 kl. 14:29

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt !

Jón Valur Jensson, 14.5.2013 kl. 16:47

12 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Kolbrún og Jens: Sammála !

Breskir fiskkaupendur eru nú ekki aldeilis hressir með gang mála.   Ok, gefum okkur e-t bann á okkur, sem ég tel harla ólíklegt, þá flytjum við fiskinn til Kína :)  Þar með verður e-ð minna um "fish and chips" eða hvað það nú er, sem Bretar vilja eta.   Efast um að ríkjandi kynslóð þeirra, muni eða ok, vilji muna, hvernig  "þorskastríðin" enduðu !  Og eins og í Skuggasveini:Jón sterki:  "Sástu hvernig ég tók´ann?

Hilmar Sigurðsson, 14.5.2013 kl. 17:38

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað varðar makrílinn, þá er hann allt annað mál og allt annar fiskistofn en síldin hér á norðurslóðum.

Viðskiptabann á íslendinga OG færeyinga átti upphaflega að vera refsing fyrir makrílveiðarnar.   Sem sumir vilja meina að þessar tvær utan-ESB þjóðir séu að stela makríl frá ESB þjóðum.   Og Noregi!  Leikur Noregur tveim skjöldum í makrílmálinu?  

Því vaknar að sjálfsögðu önnur spurning; eru norskir einnig með puttana í þessu ESB síldveiðibanni gagnvart færeyskum?

Kolbrún Hilmars, 14.5.2013 kl. 17:55

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslendingar gætu verið með í plottinu gegn færeyingum líka. Eg hef enga trú á að Íslendingar samþyggji einhliða kvóta færeyinga á síld. Hva? Viljiði ekki bara gefa Færeyingum allan síldarkvótann? Við getum bara sleppt því að víða síld. Ekkert sjálfsagðara.

Varðandi svokallaðar ,,refsiaðgerðir" varðandi ofveiðar færeyinga á síld - að þá snúast þær aðallega um að hindranir verði settar á sölu færeyinga ofveiddri síld inná EU markað en samkvæmt orðum forsvarsmanns færeysks sölu- eða útgerðaraðila, þá fór um helmingur færeyskrar síldar inná EU markað í fyrra.

EU hlýtur að vera í full frjálst af því hvort það kaupir ofveidda síld af Færeyigum eða ekki. Eg er bara ekki að sjá óskaplegheitin þarna.

Almwnnt um efnið, að þá eiga margir íslendingar augljóslega erfitt með að skilja viðskiptahagsmuni og álit og standard landa í samskiptum útávið. Þeir eiga afar erfitt með að skilja að óábyrg hegðun gagnvart lífríkinu eru litin alvarlegum augum meðal siðmenntaðra þjóða og þá ekki komi til merkilegra eða drastískra aðgerða per se - þá skaðar óábyrg hegðun landa eða hagsmunasamtaka ss. LÍÚ heildarhagsmuni landsins og lýðsins er landið byggir. það er bara þannig sem þetta virkar og EU eða ekki EU, Ísland eða ekki Ísland, breytir engu um það.

Margir íslendingar virðast enganvegin skilja hverni ríki virkar. Það er bara: Ég, ég, ég. Me, me, me. Skilja ekki heildarhagsmuni og heildarmyndir, langtímahagsmuni o.s.frv.

Þessvegna eru íslendingar rislítil þjóð og lítil reisn í flestum hennar gjörðum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.5.2013 kl. 01:31

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópusambandið getur ekkert kennt okkur í verndun fiskistofna -- ferill þess er hrikalegur í því efni, sbr. innlegg Gústafs hér ofar. ESB hefur heldur ekkert yfirvald í fiskveiðilögsögu Færeyja, og fyrirhuguð veiði af hálfu færeyskra mun ekki ganga af stofninum dauðum frekar en stóraukin þorskveiði Norðmanna og Rússa í Barentshafi. Færeyingar hafa engan hag af því frekar en Íslendingar að ganga of harkalega að makrílstofninum.

Ómar Bjarki skrifar hér sem ESB-áhangandi og málpípa sem fyrri daginn, skrif hans ber að skilja í því ljósi; svo endar hann á því að svívirða eigin þjóð í orðum -- gamalkunnugt mynztur hjá þessum mest niðurþumlaða Eyju-commentator.

Jón Valur Jensson, 15.5.2013 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband