ESB vanvirðir rétt Færeyinga rétt eins og Íslendinga

Evrópusambandinu nægir ekki að sýna eyðþjóðum í N-Atlantshafi yfirgang í makrílveiðimálum, heldur gildir það sama gagnvart Færeyingum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Ólögmætt virðist framferði Damanaki, sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins, og hefur mótmælabréf þess efnis verið sent til hennar.

  • "Fram kemur á vefsíðu [sjávarútvegs]ráðuneytisins [færeyska] að Damanaki hafi haldið því fram að Færeyingar hafi yfirgefið samningafund þar sem til stóð að semja um veiðarnar „eða yfirgefið samningaborðið“ eins og hún hafi orðað það. Ráðuneytið segir að fulltrúar Færeyinga hafi alls ekki yfirgefið samningaborðið heldur hafi fulltrúar Evrópusambandsins og annarra aðila viðræðnanna í raun útilokað Færeyinga frá þeim með því að yfirgefa fundinn og halda viðræðunum áfram annars staðar án þeirra.
  • Fram kemur á vefsíðunni að slíkt framferði gangi gegn alþjóðalögum og er Evrópusambandið að lokum hvatt til þess að viðurkenna mikilvægi sanngjarnrar stýringar á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum." (Mbl.is.)

Íslendingar ættu að veita sérhverju slíku hrokatilfelli Brusselbossa sérstaka athygli og láta sér að kenningu verða. Stórveldin í Evrópu hafa sjaldan eða aldrei sett hagsmuni smáþjóða þar ofar sínum eigin. Svo mun ekki verða, ef ein slík bætist þar við og fær 0,06% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði í Brussel, sem fer m.a. með æðsta löggjafarvald í sjávarútvegsmálum. Smáþjóðin, sem hér um ræðir, er raunar ekki Færeyingar, heldur Íslendingar!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Voru útilokaðir frá frekari viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þakka þér, Jón Valur, fyrir þitt ágæta framtak að vekja máls á þessu.

Færeyingar eiga sinn fulla rétt til þess að veiða fisk í sinni lögsögu, rétt eins og Íslnedingar hafa fullan og óskoraðan rétt til þess að stunda veiðar í sinni lögsögu.

Og hverjir voru það nema Færeyingar sem komu Íslendingum til hjálpar í hremmingunum hér um árið. Færeyingar eiga það fyllilega skilið að Íslendingar styðji við þá, heilshugar, í málum sem þessum.

Tryggvi Helgason, 11.5.2013 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband