9.4.2013 | 23:13
Píratar: enn einn ESB-flokkurinn! - Þá er nú Regnboginn ólíkt betri
Í einkaviðtali Sjónvarpsins við fulltrúa Pírataflokksins, Smára McCarthy, nú í kvöld kom m.a. fram, að þetta er enn einn svikuli smáflokkurinn sem vill halda áfram s.k. aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hann sagðist andvígur því, að flokkar tækju afstöðu í þessu máli, þjóðin ætti að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samt tekur hans flokkur afstöðu í alls konar málum! Á hann að vera skoðanalaus í svo afgerandi máli?! Raunar er hann ekki hlutlaus, heldur tekur afstöðu með hinni ólögmætu Össurarumsókn frá árinu 2009, þeirri sem í var fólgið a.m.k. tvöfalt stjórnarskrárbrot og var þar að auki án umboðs frá þjóðinni; og 14%-flokkarnir (Samfylking og VG, sem í gær höfðu samtals 14% fylgi) unnu þá beinlínis og af hörku gegn því, að sjálf umsóknin yrði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Að Pírataflokkurinn leggist þannig á sömu sveif og kapítalíseruðu tækni- og evrókratarnir í Samfylkingu og útfrymum hennar, "Bjartri framtíð" og "Lýðræðisvaktinni", þ.e.a.s. að stefna landinu áleiðis inn í stórkapítals-efnahagsheild Evrópusambandsins, er líklega frétt fyrir suma ofursósíalistana og anarkistana sem héldu að Pírataflokkur væri eitthvað fyrir þá. Þeir myndu gera betur í því að styðja Regnbogann, flokk Atla Gíslasonar, Bjarna Harðarsonar, Jóns Bjarnasonar og kvennanna sem skipa fremstu sætin á J-listanum í Kraganum (sjá tengil hér neðar).
Sá flokkur, Regnboginn, berst einarðlega fyrir því að viðhalda fullveldi og sjálfstæði Íslands. Hér skal honum spáð hraðvaxandi fylgi (og margt hefur breytzt hratt síðasta hálfa mánuð í flokkafylginu). Regnboginn er ekki aðeins augljós valkostur allra vinstri sinnaðra andstæðinga innlimunar í 500 milljóna Evrópusambandið, heldur má jafnvel ætla, að sumir mið- og jafnvel hægri menn skoði vel þennan valkost, m.a. með hliðsjón af frambjóðendum hans í viðkomandi kjördæmi og af hugsanlega vanhæfum eða ótraustverðum frambjóðendum sumra stóru flokkanna.
Jón Valur Jensson.
Konur leiða Regnbogann í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hárrétt hjá þér Jón Valur.
Þetta er enn eitt ESB framboðið sem reynir fyrir sér í felulitunum.
Sami óæti ESB grauturinn sem ausið er úr Samfylkingarpottinum og nú borin fram á að minsta kosti fjórum öðrum skrautlegum grautardiskum !
En þetta er allt sami grauturinn og fólk þarf að sjá í gegn um plottið !
Við skulum varast þessa úlfa eins og Þorvald Gylfason og fleiri sem klæða sig í þessar Brusselsku sauðagærur !
Regnboginn er virkilega valkostur núna líka fyrir mið og hægri menn sem sjá flokksforystu Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks hlaupa undan ESB sinnaðri fjölmiðlamafíunni og eru því á harða hlaupum burt frá ESB andstöðu grasrótarinnar í þessum flokkum !
Það leggst ekki mikið fyrir þessa kappa !
Regnboginn er svarið !
Gunnlaugur I., 9.4.2013 kl. 23:30
Ágæti Gunnlaugur, veiztu til þess, að það séu nokkurs staðar teikn á lofti um, að einhverjir frambjóðendur Framsóknarflokksins séu "á harða hlaupum burt frá ESB-andstöðu grasrótarinnar"? Endilega upplýstu um það hér, það þarf þá nauðsynlega að koma fram, ef rétt er og staðfest, og þá er líka hægt að beita viðkomandi aðhaldi með skrifum og í fjölmiðlum. ––B.kv. -Jón V.J.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 9.4.2013 kl. 23:35
Gunnlaugur áttu einhverja mynd af þessum "Brusselsku sauðagærum" ?
Guðni Karl Harðarson, 9.4.2013 kl. 23:38
PS. Það er sem sé vel vitað um brigðulleik Bjarna formanns og Hönnu Birnu varaformanns í Sjálfstæðisflokki, hvað snertir trúnaðinn við einbeitta ESB-andstöðu landsfundar flokksins í vetur. Varaformanninn kalla ég nú þegar Evrópusambandsstofu-Hönnu Birnu að því gefna tilefni. Aðrir frambjóðendur flokksins eru hins vegar flestir (ekki allir) traustverðari sem alvöru-sjálfstæðismenn.
Jón Valur Jensson, 9.4.2013 kl. 23:39
Góður Guðni Karl ! -- og kær kveðja.
Jón Valur Jensson, 9.4.2013 kl. 23:40
Sælir hér.
Já því miður get ég rökstutt þetta mál. Forystumenn Framsóknar forðast eins og heitan eldinn að tala um samþykktir síðasta Landsfundar um að slíta eigi aðildarviðræðunum og að þjóðinn sé best borgið utan ESB. Þeir steinþegja líka um skýrar samþykktir Landsfundarins sem var beint gegn áróðri ESB stofu hérlendis.
ESB sinnaðir fjölmiðlar hafa stjórnað og hertekið kosninga baráttuna telja Framsóknar forystunni trú um það að öll þeirra fylgisaukning sé til komin vegna verðtryggingarinnar og skuldamála heimilanna. Þessu eru þeir greinilega farnir að trúa sjálfir og því eru ESB málin komin í felur, sem reyndar væri algerlega ástæðulaust. En máttur fjölmiðlanna er mikill við að stjórna umræðunni.
Síðan skoðaði ég kosningaprófið á DV og þar sem ég var reyndar munstraður á Frosta Sigurjónsson hjá Framsókn. Þegar ég fór hinns vega að skoða svör ýmsissa annarra frambjóðenda Framsóknar til ESB málsins sem að nú lýtur fyrir að skoða gæti inn á þing þá brá mér illilega. Vegna þess að svör þeirra sumra vor á þá leið að það ætti að halda aðlögunarferlin áffram á fullri ferð eftir kosningar eins og enginn væri þar morgundagurinn !
Endilega skoðið þetta sjálf !
Því segi ég það að Regnboginn kemur sterkur inn og á hárréttum tíma.
Gunnlaugur I., 10.4.2013 kl. 00:00
Ég tek undir þessi lokaorð þín hér, Gunnlaugur, en endilega gefðu okkur vefslóðina á þessa umfjöllun á DV, og velkomið er þér að nefna nöfn þeirra framsóknarmanna sem þar hafa svikið lit, þ.e.a.s. brugðizt landsfundi sínum í þessu afgerandi mikilvæga máli.
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 00:16
Já endilega takið prófið það er margt vitlausara.
Slóðin er: www.dv.is/kosningar2013/prof/
Bendi ykkur á að skoða sérstaklega afstöðu Willums Þórs Þórssonar sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Suð vestur kjördæmi.
Afstaða hans til ESB umsóknarinnar er langt í frá eins og stefna flokksins er í þeim málum sem mörkuð var á Landsfundi þeirra í vetur.
Ég hef alls ekki skoðað alla en hvet ykkur til að skoða afstöðu sem flestra frambjóðenda til ESB málanna og annarra kosningamála.
Gunnlaugur I., 10.4.2013 kl. 00:43
Þessi umræða er algerlega út í hött.
Ég er Pírati en ég hef líka alltaf persónulega verið ESB efasemdarmaður. En það gefur mér ekki réttinn til þess að taka ákvörðun varðandi þetta mál fyrir aðra.
Píratar vilja að allt sé uppi á borðinu og að aðgengi að upplýsingum sé greitt. Vel upplýstur almenningur á að hafa lokaorðið í þessu máli og þannig er það bara. Þeir sem halda því fram að þeir viti betur og séu í stakk búnir til að taka ákvörðun fyrir alla þjóðina í svona stóru máli eru haldnir ranghugmyndum og mikilmennskuhugmyndum um sjálfan sig.
Slíkur hugsunarháttur er það sem hefur komið okkur um koll svo oft áður, að taka óupplýstar ákvarðanir í flýti. Það er öllum fyrir bestu að tekin verði vel upplýst ákvörðun til þess að ljúka þessu máli fyrir fullt og allt því ef klipt verður á viðræður núna munu ESB sinnar aldrei róast og halda áfram að sóa tíma og orku í þessar umræður.
Vel upplýst ákvörðun í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu er það sem Píratar vilja.
Skrifar Þórður Sveinsson, eurosceptic Pírati.
Þórður Sveinsson, 10.4.2013 kl. 01:10
Norðmenn "fengu" tvisvar undirskriftir Brusselmanna og ríkisstjórna sinna á "samning" við ESB, en þjóðin hafnaði þeim í bæði skiptin, að plöggunum skoðuðum, en samt héldu ESB-dindlar áfram að jagast í þessu máli, rétt eins og Noregskonungur gafst ekki upp gagnvart mis-samvinnuþýðum höfðingjum okkar á 13. öld fyrr en þeir seldu Ísland allt undir konungsvaldið, þ.e. gerðu landið að skattlandi hans.
Að "fá samning" er því ekkert lausnarorð til að losna við umræðu og deilur, og hvaða hræðsla er þetta við að takast á við þessi kvikindi sem sækja á fullveldi okkar og sjálfstæði og vilja koma fiskimiðum okkar undir stjórn ESB?
Segðu okkur svo eitt, til að fá raunverulega afstöðu þína meira á hreint: Getur þú í alvöru kyngt grundvallarreglu Evrópusambandsins um jafnan aðgang ESB-borgara (og landa) að fiskimiðunum?
Viltu nota hér tækifærið til að fordæma þá reglu og lýsa þá menn þjóðsvikara sem vilja láta stjórnmálastétt Íslands samþykkja hana?
Hættu að látast. Skoðaðu, ef þú ert ekki búinn að því, "aðildarsamning" Norðmanna, Svía og Finna 1994 (HÉR) og ákvæðin þar um algeran forgang ESB-laga þaðan í frá. Sjá hér: Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópusambandið.
PS. Vinstrivaktin handa þér: Á móti hverjum einum, sem nú er mjög áhugasamur um að Ísland gangi í Esb, eru nálega fjórir og hálfur sem eru mjög andvígir því.
Og meira lesefni: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!
ESB vann beinlínis gegn íslenzkri þjóð frá upphafi til enda í Icesave-atganginum - viðurkennt af áhrifamönnum hér!
Barroso “forseti” talar um “heimsveldi” sitt (empire). Það gerði einnig forveri hans í embættinu: "Wir müßen Großmacht werden!" – stórveldisdraumur Evrópubandalagsins (Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins 1985–1995).
OG ... Auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af ESB!
Og rúsína handa þér í pylsuenda: Evrópubandalagið leggur snörur sínar. Hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð!
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 02:23
Um hug Breta til að komast í fiskveiðar hér var Ingibjörg Sólrún látin vita ar ráðherra í Lundúnum, er hún var þar sem utanríkisráðherra.
Um hug Spánverja, mikilla "sjóræningja" á fiskimiðum margra landa, ekki sízt 3. heimsins, en líka hér fyrir vestan og norðan okkur, geturðu lesið þetta (þú treystir eflaust Rúv-heimildum):
Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009).
Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009).
Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009).
Sbr.: Stein [aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknarsetursins]: Algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (30. ág. 2009; þar koma spænskir sjómenn við sögu).
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 02:28
... Ingibjörg Sólrún látin vita af ráðherra í Lundúnum ...
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 02:29
Það er hikstalaus niðurstaða mín, að það er ekki verjandi fyrir þig að leggjast á sveif með Össurarumsókninni og þar með umboðslausa Samfylkingarliðinu um það mál að halda áfram þessum óumbeðnu viðræðum.
Sendum þær út í hafsauga, flokkarnir hafa ekki umboð til að sækja um inntöku landsins í þetta valdsækna stórveldi, sem beitti sér fjandsamlega gegn okkur bæði í Icesave- og makrílmálinu í þokkabót.
En ef þú og þínir píratar viljið halda þessu áfram, megið þið gjarnan kalla ykkur ESB-sleikjur opinberlega, það er kannski kominn tími til? Eruð þið ekki með gagnsæi og upplýsingum til almennings?! Gildir það þá ekki um ykkar aulaafstöðu í þessu máli líka?!
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 02:36
"Regnboginn ólíkt betri" - rétt fyrir ykkur marga hér - en sjáum hvað kemur úr kjörkössunum
Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 11:52
Árni Þór Þorgeirsson, 10.4.2013 kl. 13:48
Þið viljið HALDA ÁFRAM STEFNU ÖSSURAR OG JÓHÖNNU, að sækja um inntöku í stórveldið. Þið ættuð að skammast ykkar og ekki sízt gagnvart mörgum sósíalískum og anarkískum fljótfærnis-stuðningsmönnum ykkar. Væntanlega hrynur fylgi þeirra af ykkur þegar það vitnast, að þið eruð engu skárri en Samfylkingin, "Björt framtíð", "Lýðræðisvaktin" og Vinstri græn, sem öll hafa þessa stefnu, ólíkt Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki (þó með ótraustverða forystumenn) og Regnboganum, sem bezt hentar róttækum vinstri mönnum sem vilja ekki inntöku Íslands í samband gamalla kapítalískra stórvelda, sem þar munu ráða lögum og lofum frá 1. nóv. 2014. Sjá nánar um atkvæðavægi þeirra og áhrif hér: Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu.
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 13:57
Svo viljið þið taka fullkomna áhættu á því, að Evrópusambandið sveigi með hundruðum milljóna áróðursfjár nægilega margt fólk hér til að hallast að sér, að það nægi til að merja einfaldan meirihluta með ESB-innlimun.
Og þið farið hvergi fram á aukinn meirihluta til þess -- að t.d. a.m.k. 60-80% kosningabærra manna þyrftu að greiða þeirri innlimun/inntöku (accession) atkvæði sitt og þar með umbylta stjórnarfarinu frá fullvalda lýðveldisstjórnskipulagi.
Þið takið hvergi afstöðu með lokun hinnar svívirðilegu Evrópu[sambands]stofu (raunar tveimur, í Reykjavík og á Akureyri), sem er beint brot á 88. grein landráðalaganna.
Þið eruð þannig reiðubúin til að vera jafn-meðfærilegt handbendi Samfylkingar og "Björt framtíð" hefur reynzt henni á þingi, í ESB-málum rétt eins og þegar Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall greiddu atkvæði gegn vantrausti á ríkisstjórnina, á sama tíma og hún naut innan við 30% trausts þjóðarinnar.
JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 10.4.2013 kl. 14:10
Það er rétt hjá JVJ að þetta meinta afstöðuleysi Pírata í þesssu stóra máli eru gríðarleg vonbrigði og í raun er þetta hreinn vesældómur.
Það er í raun alls ekki hægt að kalla þetta afstöðu- eða hlutleysi leysi eins og þau reyndar sjálf reyna að skýla sér á bak við.
Því að þetta er svo sannarlega skýr afstaða þeirra með ESB umsókninni og bein afstaða gegn okkur og því fólki sem berjumst fyrir því að losa þjóðina undan þessari óværu.
Það kemur alltaf sterkar og skýrara í ljós að eina vörnin gegn þessari lymskulegu ESB herleiðingu íslenskra stjórnmála er að fólk þjappi sér saman um framboð Regnbogans um land allt !
Gunnlaugur I., 10.4.2013 kl. 14:29
Það lítur ekki út fyrir að það sé svigrúm til málefnalegrar umræðu við samtök um "rannsóknir" á ESB í þessu máli. Sé ekki alveg hvernig einn einstaklingur getur gengið undir nafninu "samtök" né að samtök sem kennir sig við rannsónir sé gagngert í því að vera með áróður. Ef þið hræðist málefnalega og lýðræðislega úrlaustn á þessu máli þá eru þið ekkert skárri en það sem þið hræðist í Brussel. Sjálfur er ég á móti því að ganga í ESB en ég er ekki á móti lýðræði eða málefnalegri umræðu. Persónulega vil ég leysa þetta mál þannig að það fái örugga lendingu og þar að leiðandi sé útrætt. Svo að það sé hægt að halda áfram og nýta tíman í eithvað uppbyggilegra en sandkassa pólitík, eða reyna að komast í meistaradeildina í nöldri.
Árni Þór Þorgeirsson, 10.4.2013 kl. 16:59
Hvílík vitleysa að fólk skuli eyða púðri í að sverta önnur framboð með ásökunum um að þau sólundi dýrmætum tíma sínum í að taka pólitíska afstöðu til málefna sem þau fá engu ráðið um ef lýðræði á að ríkja, það er bara þjóðin ein sem hefur lokaorðið í þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt mál. Ef að eitthvað framboð vill hætta viðræðum eru viðkomandi að brjóta á lýðræðisrétti fólks með slíkri afstöðu.
Fullveldisvaktin...my ass, hagsmunasamtök þeirra sem vilja passa fullvaldið hjá fáum útvöldum sem eiga hagsmuni að gæta.
Jón Páll Garðarsson, 10.4.2013 kl. 18:14
Ruglinnlegg er þetta frá þér, Árni Þór Þorgeirsson. Þú getur lesið þér til um Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland hér, á höfundarsíðu þeirra, þ á m. um fjölda félagsmanna og um stjórn þeirra.
Innlegg þitt ber greinilegt merki um rangfærsluviðleitni þess, sem af einhverjum hagsmuna-, flokkadráttar- eða öðrum miður góðum ástæðum vill koma höggi á verðugan andstæðing. Enginn sparkar í hundshræ, og víst er, að ekki eru þeir, sem ofurveikir eru fyrir Evrópusambandinu, ánægðir með að þurfa að lesa ýmsar afhjúpanir staðreynda um það ríkjabandalag á þessum síðum. Lesendur síðunnar (sem eru margir í dag) geta sjálfir kynnt sér hin margvíslegu greinarefni, sem hér er að finna, og þurfa ekki á hjálp Árna Þórs að halda til þess.
Hræðsluna og sandkassapólitíkina getur Árni því eignað sjálfum sér, því að ekki ber neitt á tilraunum hjá honum til að hrekja þær staðreyndir, sem hér hafa verið leiddar í ljós, né að vefengja í alvöru þá nauðsynlegu greiningu á stefnu "pírata", sem hér hefur verið innt af hendi. En viðkvæmni hans fyrir sannleikanum í því efni á sér eflaust sínar skýringar.
Ekki bætir Jón Páll Garðarsson um betur með sínum ómálefnalegu lokaorðum. Eigum við ekki öll þeirra hagsmuna að gæta, að lýðveldið og þjóðin haldi sínu fullveldi? -- öll nema kannski þeir, sem sjá sér einkahagsmuni í einhverju öðru.
Og það er rangt hjá Jóni Páli Garðarssyni, að "það er bara þjóðin ein sem hefur lokaorðið í þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt mál," því að það er EKKI það, sem Samfylkingin ákvað 2009, hún vildi EKKI bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, heldur ráðgefandi, en Alþingi færi þar með lokaorðið. Ef Þóra Arnórsdóttir væri þá forseti, hefði Alþingi ugglaust lokaorðið, en Ólafur Ragnar Grímsson væri hins vegar líklegur (ef hann yrði þá ennþá forseti) til að vísa málinu til þjóðarinnar. Á atbeina eins manns í óvissri framtíð er hins vegar erfitt að þurfa að treysta sem eina fjöregg fullveldis þjóðarinnar.
Hins vegar er það ekki vilji Samfylkingaraflanna og heldur ekki ESB-sinnanna, sem sátu í "stjórnlagaráði", að þjóðin geti átt lokaorðið eftir á -- ef þeim tekst að troða okkur í Evrópusambandið -- þ.e.a.s. þeir settu beinlínis þá reglu í 67. gr. síns stjórnarskráruppkasts, að á grundvelli 65. og 66. gr. þar (um þjóðaratkvæðagreiðslur) "er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt." (Auðk. hér, jvj.)
Það var sem sé haft þar billegt ákvæði til að auðvelda ESB-sinnum innlimun Ísands í Brussel-stórveldið, en um leið bundið svo um hnútana, að þjóðin gæti EKKI haft neitt frumkvæði að ávörðun um að ganga út úr því ríkjasambandi!
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 18:44
Lokaklausan endurtekin hér, leiðrétt og með viðauka:
Það var sem sé haft þar billegt ákvæði til að auðvelda ESB-sinnum innlimun Ísands í Brussel-stórveldið, þ.e. í formi 111. greinar* stjórnarskráruppkastsins, en um leið bundið svo um hnútana, að þjóðin gæti EKKI haft neitt frumkvæði að ákvörðun um að ganga út úr því ríkjasambandi!
* Þ.e.a.s. hinnar alræmdu greinar með fullveldisframsalsheimildinni.
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 18:49
Hér ertu að tala um nauðgun á stjórnlagafrumvarpinu sem var framkvæmd af illa innrættum pólitíkusum. Slíkt breytir ekki skoðun minni og er ég hvorki af né á um inngöngu í ESB, hallast þó frekar af. Ég er stuðningsmaður þess að þjóðin geti kastað þessari gömlu dönsku skrá frá sér og tekið upp lýðræði í landinu.
Jón Páll Garðarsson, 10.4.2013 kl. 19:28
Af þeim sökum finnst mér mun meir ámælisvert er stjórnmálaflokkur tekur framyfir hendur þjóðarinnar, hvort sem slíkt er framkvæmt í gjörðum eða í kjafti.
Jón Páll Garðarsson, 10.4.2013 kl. 19:30
Enn talar þú, Jón Páll Garðarsson, í nafni vanþekkingar. Hvergi var ég að tala hér um "um nauðgun á stjórnlagafrumvarpinu sem var framkvæmd af illa innrættum pólitíkusum," heldur um plaggið sjálft frá stjórnlagaráði, óbreytt, eins og það var lagt fyrir atkvæðagreiðslu 20. okt. sl., þ. á m. í umræddum greinum 65-67 og 111. Þú ert að ræða þarna mál, sem er ekkert til umræðu hér!
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 20:38
Regnboginn er flokkur fólks sem ekki hefur selt sína hugsjón og réttlætiskennd.
Það er annars sorglegt ef Birgitta blessunin og hennar lið lætur eyðileggja pírata-framboðið ágæta, með blóðsugum eins og Lýðræðisvaktina, sem hengir sig á þá sem fá fylgi! Því ekki fær Lýðræðisvaktin fylgi ein og sér!
Við þurfum ekki fleiri skrýtnar, gagnslausar, lífsreynslulitlar og heilaþvegnar "hagfræði"-háskóla-ó-tæknilærðar skrúfur í stjórnmálin! Nú er komið að þeim sem eru heiðarlegir, og þekkja raunheima-lífið, atvinnulífið, launakjör almennings og alvöru tæknina. Þeim sem þora að segja frá raunveruleikanum án stuðnings frá háskóla-elítunni ofmetnu og elítukeyptu!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2013 kl. 20:54
Ertu að segja mér það í fréttum, Anna, að "Lýðræðisvaktin" hans ESB-Þorvaldar Gylfasonar og Pírataflokkurinn ætli að sameinast um framboð?
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 22:32
Hér er ný Regnbogafrétt um framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, með ungan mann fremst í fylkingu, en gamlan sóknarprest í heiðurssæti.
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 22:54
Tökum saman nokkur aðalatriði um Pírataflokkinn og Evrópusambandið:
1. Pírataflokkurinn vill -- rétt eins og ESB-Samfylkingin, "Björt framtíð" ESB-Guðmundar Steingrímssonar og Róberts Marshall og "Lýðræðisvakt" ESB-Þorvaldar Gylfasonar -- "halda áfram aðildarviðræðunum" (= aðlögunarviðræðum).
2. Pírataflokkurinn vill EKKI láta loka 230 milljóna áróðursbákninu rangnefnda "Evrópustofu" (sjálft nafnið er áróður; þetta er Evrópusambandsstofa og raunar tvær!), rétt eins og nefndir ESB-dindilflokkar.
3. Pírataflokkurinn lætur (eins og blaðrarar fyrrnefndra flokka) eins og þjóðin fái absolút að ráða málinu, en það er í ósamræmi við línurnar í því Samfylkingarstýrða verkferli, sem þeir (P.) eru að gangast inn á með því að vilja "halda áfram aðildarviðræðunum"!
4. Pírataflokkurinn gagnrýnir ekki Evrópusambandið fyrir fjandsamlegt athæfi þess við Íslendinga í Icesave-málinu (sjá ofar, kl. 02:23) né í makrílmálinu. Ætla mætti, að pírötum sé líka ósárt um hvalveiðar, selveiðar og hákarlaveiðar Íslendinga, sem ESB mundi banna (sjá ofar). En það sem verra er: Píratar virðast líka sofandi í því meginmáli, að framkvæmdastjórn ESB fengi æðstu yfirráð yfir okkar sjávarútvegsmálum eftir inntöku landsins í það stórveldi -- en megi það aldrei verða!
Ólíkt Pírataflokknum gagnrýnir Regnboginn óspart Evrópusambandið og áróður handbenda þess hér á Íslandi, Bjarni Harðarson var t.d. starfsmaður Heimssýnar, Jóni Bjarnasyni var hent út úr ríkisstjórninni vegna einurðar hans í fullveldismálum og vörn fyrir þjóðarhagsmuni í ráðuneyti sínu, Anna Ólafsdóttir Björnsson var starfsmaður Heimssýnar, og Atli Gíslason berst líka fyrir sjálfstæði lands og þjóðar auk annarra góðra mála.
Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 23:11
Dálítið merkilegt endurtekið lýðræðistalið í bæði Árna Þór og Jóni Páli að ofan, orðin 'lýðræði' og 'lýðræðisréttur' koma fyrir ótal sinnum, þar sem þeir meta ofbeldi á lýðræðinu sem lýðræði. Og svo er það 'lokaorðið' sem Þórður telur þjóðina verða að fá í þessu ofbeldismáli gegn sömu þjóð. Ekki orð um að hinu mikla 'lýðræði' þeirra var nauðgað 16. júlí, 09, og allar götur síðan.
Og þar liggur hundur hins mikla 'lýðræðis' þeirra grafinn. Það er líka skýringin á kröfu andstæðinga um að ofbeldið gegn þeim verði stoppað og fáráðsumsókn Jóhönnu og Össurar dregin til baka strax. Það þarf ekki að kjósa um að stoppa ofbeldi. Það á bara að stoppa. Vona að ég hafi notað orðið 'ofbeldi' í það minnsta eins oft og þeir kölluðu það 'lokaorð' og 'lýðræði' að fá að kjósa um það.
Líka merkilegt að það eru 3 sýnilega nýskráðir menn að ofan (píratar?) undir 3 nöfnum að berjast fyrir þessu ólýðræði. Og enginn þeirra með skrifaða pistla.
Elle_, 11.4.2013 kl. 00:01
Kærar þakkir fyrir mjög gott innlegg um málin hér, Elle!
Það var gott að rekast á þig á ferð í dag.
Elle var einn helzti baráttumaður (kona) gegn Icesave-svívirðunni og sat í stjórn Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, sem er með vefsetur HÉR!
Jón Valur Jensson, 11.4.2013 kl. 01:08
Jón Valur. Ekki voru allir þrælar landsins ríkisfjölmiðla-upplýstir síðustu áratugina, og þess vegna fyrirgefst þeim sem ekki þekktu innsta kjarnann.
Fjölmiðlar eru ábyrgir fyrir upplýsingaskortinum upp í gegnum tíðina. Lýðræðisvaktin virðist ekki geta komist langt, án þess að hengja sig á raunveruleg hugjónaframboð, því miður.
Píratar hafa vonandi sjálfstæða hugsjón til að hafna svona baktjalda-lotteríis-tilboði Lýðræðisvaktarinnar.
Mér finnst pírata-flokkurinn eiga samleið með flokki heimilanna, eftir síðustu umræðu. En stjórnmála-rýni á Íslandi eru vandasamari spá-efni heldur en veðurspádómar "heilögu" spámannanna í beinni á rúv!
Hvers vegna spár, ef þær standast ekki, og rætast ekki, án klíkuborgaðs stimpils frá "háskóla-viskunni"?
Hugvitið og brjóstvitið er það eina sem er raunverulegt fyrir einstaklingana! Það verða allir að treysta á sinn eigin guðsmátt, án stuðnings frá elítunni trúarbragða-dómarastýrðu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.4.2013 kl. 19:57
...leiðrétting: hugsjónaframboð...
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.4.2013 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.