Brezki sjálfstæðisflokkurinn með 17% fylgi

UK Independence Party, sem berst fyrir því að Bretland segi skilið við Evrópusambandið, heldur áfram að bæta við sig miklu fylgi, kominn í 17%, en Íhaldsflokkurinn sokkinn niður í 28% og Frjálsir demókratar í 8%. Verkamannaflokkurinn fengi nú 38%

Skoðanakönnun Guardians, sem gerð var dagana 2.–4. apríl, náði til 1.948 einstaklinga. Hún staðfestir enn andstöðu Breta við Evrópusambandið. Þegar frá eru taldir óvissir, myndu rúml. 60% Breta skv. nýlegri skoðanakönnun Financial Times kjósa úrsögn úr Evrópusambandinu, en tæpl. 40% áframhald þar (sjá hér: Bretar að fá upp í kok af Evrópusambandinu – aðeins 33% vilja að landið verði þar áfram!).

En á það eftir að fara svo, að Brezki sjálfstæðisflokkurinn verði stærri hlutfallslega en Sjálfstæðisflokkurinn íslenzki? Og hvað veldur vantrúnni á þann síðarnefnda? Ýmsir vinstri menn og álitsgjafar á þeirra vegum hafa haldið því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi goldið þess á síðustu vikum, að landsfundur hafi gengið of langt í Evrópusambands-andstöðu sinni og því flýi margir flokkinn, m.a. til Framsóknarflokks.

En þessi tilfærða ástæða stenzt ekki, því að Framsóknarflokkurinn tók upp alveg sömu stefnuna um að hætta viðræðum við ESB, og samt er hann að stórauka fylgi sitt. Það er hin slysalega ímynd D-listans – að flokksforystan hefur gefið til kynna, að hún viti ekki, í hvorn fótinn hún á að stíga – sem veldur því, að stefnan fram undan virðist óljós hjá þingmönnum flokksins og bein áhætta í því fólgin að kjósa hann, og hafa menn þar í huga hin sögulegu svik forystunnar við fyrri landsfund og grasrótina í Icesave-málinu. Staðfesta flokksins hefur látið á sjá – ólíkt hinum nýja systurflokki hans sem sækir nú stöðugt fram í Bretlandi! – og eðlilega skapast þá stemming fyrir því að leita á aðrar slóðir, út fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Breski sjálfstæðisflokkurinn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bara svipað og hér á landi.

Rafn Guðmundsson, 7.4.2013 kl. 14:50

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Jón Valur

Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn, hinn íslenski, staðfastur.  Maður gat með vissu vitað hver stefna forystunnar var og hvert skyldi haldið í veigamiklum málum.  Í dag er því ekki þannig farið, því miður.

Sjálfstæðismenn flýja sökkvandi skipið og eru tilbúnir að ljá Framsókn atkvæði sitt vegna þess að þar er í forustu maður sem hefur sýnt staðfestu alveg frá fyrsta degi og ekki látið undan hótunum og yfirgangi annarra.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að öllu jöfnu að vera með 45 - 47% fylgi í skoðanakönnunum, ef hann hefði öfluga og staðfasta forustu, eins og hann hafði áður fyrr.

Meðan engin breyting verður þar á er ekki von á góðu.

Breski Sjálfstæðisflokkurinn aftur á móti er á góðu róli og á bara eftir að bæta við sig fylgi.  Í forustu þess flokks er fólk sem veit hvað það vill, Bresku þjóðinni til gagns.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.4.2013 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband