Umboðslaus gulrótarráðherra lofar öllu fögru í Fréttablaði sínu

Spurning er ekki hvort, heldur hve oft hann lýgur í þessari grein í dag. Dæmi 1: "Í fimmta lagi er lýðræðislegt að ljúka samningum. Meirihluti Alþingis samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB." – En þetta var gert með beinni þvingun við þingmenn VG, forystunni nánast mútað með ráðherrastólum og óbreyttir þingmenn beittir flokksaga þvert gegn yfirlýstri stefnu þeirra fyrir kosningar 2009. Þetta er frekar landsdómsmál en lýðræði.

 

Þar að auki hefur ALDREI verið lýðræðislegur vilji meirihluta fólks í yfir 15 skoðana-könnunum frá 2009 að Ísland "gangi í" Evrópusambandið; andstaðan er nú 70%. 

 

Þá segir ráðherrann það að ljúka aðildarviðræðunum "ein(u) leiðin(a) til þess að útkljá Evrópumálin," eins og maðurinn og þetta þráhyggjumál hans eigi sér enga framtíð, ef þetta er ekki gert 2013–15 frekar en t.d. 2025 eða 2045. Ef hann á við, að þá loks hætti deilur um þetta mál, þegar þjóðin "sjái samning", þá er það ekki rétt; Bretar deila um málið og andstaða magnast; ESB-sinnar í Noregi héldu áfram róðrinum þrátt fyrir höfnun þjóðarinnar á ESB-"aðild" 1972 – hömuðust enn og fengu aðra þjóðaratkvæðagreiðslu 1994, en þrátt fyrir höfnun þjóðarinnar líka þá hafa ESB-innlimunarmenn haldið áfram þvargi sínu og reynt áfram eins og rjúpan við staurinn, þótt þeir láti að vísu lítt á sér bera nú, þegar andstaða þjóðarinnar er nær alger.

  

Í sama Fréttablaði fréttir gulrótarráðherrann, að hans flokkur nýtur nú 9,5% fylgis og fengi 6 þingmenn, en VG jafnmikils fylgis og Píratar, 5,6%, og næðu 4 þingmönnum. Þykist þessi ráðherra enn hafa "lýðræðislegt" ríkisstjórnarumboð, með 15,1% fylgi flokkanna, til að krefjast framhalds þessara viðræðna sem hann þvingaði upp á Alþingi í þókknun sinni við Brusselvaldið? Heldur hann að fólk sjái ekki í gegnum þetta?

  

3. lygi: "Í þriðja lagi myndu slit á viðræðunum endanlega skera á þann möguleika að taka upp evru – ef þjóðin svo kýs." – Af hverju ENDANLEGA? Hann getur reynt að sækja um aftur 2025! – eða er hann virkilega að segja okkur, að evran, sem nú er rétt komin yfir fermingaraldur og strax að breytast í vandræðaungling, verði þá ekki lengur til?!

  

Ráðherrann: "Aðild að ESB snýst um að koma á traustari umgjörð um efnahagslífið þannig að verðbólga og vextir geti lækkað og stöðugleiki komist á. Varanlega." – Hefur stöðugleiki komizt varanlega á á Spáni, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Írlandi, Belgíu, Portúgal? Atvinnuleysi var enn að aukast í evrusvæðinu skv. nýjustu tölum, í 12% og hefur aldrei verið meira, en 10,9% í Evrópusambandinu öllu, "og eru þar 26,3 milljónir manna án vinnu" (Ruv.is). Er það "varanlegur stöðugleiki" gulrótarráðherrans?

   

Greinilega var þetta skrök, en um leið ÞEGIR Össur um, að "aðild að ESB snýst um" það fyrst og fremst að koma æðstu löggjafarréttindum yfir þessu landi í hendur hinna tveggja löggjafarsamkundna ESB, Evrópusambands-þingsins í Strassborg og Brussel og ráðherraráðsins í Brussel. Í því fyrrnefnda yrði atkvæðavægi okkar 1/125, í því síðarnefnda 1/1666 (0,06%), og lög þaðan, m.a. um fiskveiðimál, myndu hafa forgang fram yfir íslenzk lög um sama efni. Nánar hér: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1291104/. Með því að þegja þetta mál í hel er ráðherrann að yppta öxlum yfir hinni óbætanlegu fórn: missi íslenzks fullveldis, æðstu ráða okkar í annarra hendur. Já, þetta er í alvöru satt: Við erum með þvílíkan ráðherra hér við æðstu völd í utanríkismálum.

 

En vitaskuld þráir gulrótarráðherra að komast í hóp gúrkuráðherra í Brussel. InLove

 

En evrugyllingar- og krónuníðs-ráðherrann er ekki alveg viss, hve miklu hann getur skrökvað um eftirfarandi mál: "Í dag nemur Íslandsálagið á krónuna um 130-230 milljörðum á hverju ári," segir hann. Þetta var ekki þýzk nákvæmni! Og engin rök fylgdu fullyrðingunni. Menn eiga ekki að skrökva. Sjálfur formaður flokks hans átti í gærkvöldi vart nógu sterk orð til að dást að því, hve Íslendingar hefðu staðið sig vel í því að auka útflutningstekjur sínar og auka ferðamannastrauminn hingað eftir bankakreppuna. Össur og Árni Páll geta þakkað það sveigjanleika krónunnar, þeirri leiðréttingu á gengi, sem hvorki Spánverjar, Grikkir, Írar né Kýpurbúar hafa átt völ á.

 

PS. Hér er enn ekki lokið upptalningu á skröki ráðherrans í dag. –Framhald! 

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband