28.3.2013 | 20:44
Samfylkingin hefur misst gríðarlegt traust á þessu kjörtímabili (m/viðauka um vantraust o.fl.)
Frá kosningunum 2009 hefur hlutfallslegt fylgi þess flokks, sem einn þvingaði ESB-innlimunarumsókn upp á Lýðveldið Ísland, þ.e. Samfylkingarinnar, minnkað um heil 57%. Hún fekk 29,8% atkvæða 2009, en fengi nú 12,8% skv. nýbirtri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Á sama tíma hefur fylgi andstæðs flokks, Framsóknarflokksins, aukizt hlutfallslega um 92,6%, var 14,8% í kosningunum 2009, en er nú skv. fyrrnefndri könnun 28,5%.
Fylgi Vinstri grænna skv. könnun Félagsvísindastofnunar er aðeins 8% og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna því einungis 20,8%! Þetta er fólkið sem telur sig hafa umboð til að stjórna landinu, jafnvel til að leiða okkur á ný undir evrópskt ofurvald!
Merkilegt var, að Jón Bjarnason sat hjá við atkvæðagreiðslu um vantraust á þessa ríkisstjórn fyrir skemmstu og Atli Gíslason mætti ekki! hvað gekk þeim til?
Undanvillingarnir tveir úr Samfylkingu, Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall í "Bjartri framtíð", greiddu svo vitaskuld atkvæði með sinni ESB-vænu ríkisstjórn!
Afstaða þjóðarinnar sést aftur á móti annars vegar af því, sem fram kom hér á undan, og hins vegar af því, að í MMR-könnun, sem birt var nýlega, eftir að vantraustið var fellt, var einmitt spurt um traust á ríkisstjórnina, og þar fekk hún 31% stuðning (eflaust frá Sf-, VG- og "Bjartrar framtíðar"-fólki), en 69% treystu henni ekki. Slá hefði átt upp þeirri vantraustsyfirlýsingu í fréttum, í stað þess sem Rúvarar gerðu að tala um sigur Jóhönnustjórnar!!
Jón Valur Jensson.
Framsókn með 28,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Breytt 29.3.2013 kl. 00:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.