Aðeins þriðjungur félagsmanna í SI vill aðild að Evrópusambandinu

Þetta sýnir þeirra eigin skoðanakönnun (Samtaka iðnaðarins), sem Capacent Gallup var að birta. Meirihlutinn er á móti "aðild".

Samt hafa ýmsir leiðtogar þessara samtaka verið að agitera fyrir innlimun landsins í stórveldið. Ætti að láta slíka ganga í gegnum yfirheyrslupróf um það, hvað þeir í alvöru kunna í fræðunum um fullveldisframsal. Halda þeir t.d., að Íslendingar hefðu nokkurn tímann getað fengið sína eigin 200 mílna fiskveiðilögsögu í krafti æðsta löggjafarvalds í höndum gömlu stórveldanna í Evrópu? Samanlagt verða FJÖGUR stærstu ríkin (af 27), Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Ítalía, með 53,64% atkvæðavægis í ráðherraráðinu (æðsta lagasetningarvalds Esb-ríkja í sjávarútvegsmálum) frá 1. nóv. 2014. Sex þau stærstu (að viðbættri Ítalíu og Póllandi) verða með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%!

Voldug öfl innan ýmissa þessara áhrifamestu ríkja hafa með sínum hætti tjáð þær beinhörðu vonir sínar að komast í fiskimið okkar Íslendinga. Það á einkum við um Breta og Spánverja, en jafnvel við strendur Svíþjóðar eru Ítalir nú þegar að veiðum. Við Bretland hafa Spánverjar náð til sín gríðarmiklum veiðum, og í skozkum og enskum sjávarútvegi hafa nú þegar glatazt 100.000 störf í beinu framhaldi.

Það, sem hinni stóru þjóð Breta tókst ekki – að verjast forræði ESB á fiskimiðum sínum né að vinna sitt mál gegn Spánverjum í ESB-dómstólnum í Lúxemburg – það mun Íslendingum ekki heldur takast.

JVJ. 


mbl.is Meirihlutinn andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband