ESB- og Icesave-sinnar "Bjartrar framtíðar"

ESB-hjáleiguflokkurinn með "bjarta framtíð" fyrir ESB heldur áfram að kynna framboðslista sína. Á mynd með nýrri Mbl.is-frétt eru Guðm. Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir, formenn BF. Önnur mynd birtist af Heiðu í morgun hér á Moggabloggi: Þar var hún í kröfugerðahópnum "Áfram Ísland!" sem hvatti eindregið til þess (og kostaði tugmilljónum til) að menn merktu með JÁi við Buchheit-samninginn í apríl 2011. Sem betur fór, var ekki farið að ráðum hennar og félaga hennar, fólks eins og Vilhjálms Þorsteinssonar, Margrétar Kristmannsdóttur, Sveins Hannessonar, Guðmundar Gunnarssonar í Rafiðnaðarsambandinu, Benedikts Jóhannessonar í Vísbendingu, Harðar Torfasonar söngvara né Árna Finnssonar, formanns "Náttúruverndarsamtaka Íslands").

Heiða skipar samt 2. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún er ennfremur titluð stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins.

Í 2. sæti á nýtilkynntum framboðslista "Bjartrar framtíðar" í NV-kjördæmi er G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri og frístundabóndi í Borgarbyggð, fyrrverandi framsóknarmaður, en gerðist svo eindreginn ESB-maður, að framtíð sína sá hann í Bjartri framtíð.

JVJ. 


mbl.is Framboðslistar Bjartrar framtíðar samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eru þetta rannsóknir á ESB? Er þetta ekki ómerkilegur rógburður um konu sem er ekki sammála bloggara hér að ofan? P.s. og það er bara ekkert að því að hún hafi talið heppilegra að semja um Icesave. Minni á að það voru nú aðeins feiri en hún. Svoa c.a. 35% þjóðarinnar eða meira.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2013 kl. 16:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki eitt einasta niðrandi orð var notað hér á vefsíðunni um Heiðu Kristínu Helgadóttur, formann Bjartrar framtíðar, aðeins upplýst um það, að hún var meðlimur Áfram-hópsins, sem stofnaður var til að berjast fyrir því, að Íslendingar segðu JÁ í seinni Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslunni, -- en mikil er viðkvæmni þín, Magnús Helgi! Ætli þú hafir ekki sjálfur brúkað ýmis skammaryrðin um andstæðinga Icesave-greiðslustefnunnar, meðan þú barðist sem mest fyrir því, að við skyldum borga og ættum að borga!

Heiða Kristín lagði eins og aðrir í Áfram-hópnum nafn sitt við áróðursauglýsingar hópsins. Á einni þeirra (sjá HÉR!) er því haldið fram, að ef Ísland VINNI dómsmálið, verði kostnaður okkar 135 milljarðar króna!! -- og það svo borið saman við 306 milljarða króna meint tap okkar, ef Ísland verði dæmt "til að borga lágmarkstrygginguna" og 456 milljarða króna meint tap okkar af því að verða dæmd "til að greiða viðbótartryggingu vegna mismununar".

Án efa hafði Heiða Kristín naumast neitt vit á þessu, og varla hefur hún fundið upp á þessum fráleita talnaleik, sem verður sennilega að skrifast á "talnaspekinginn" Benedikt Jóhannesson, en er ekki fullkomlega leyfilegt að spyrja, þótt kvenmaður eigi í hlut: Þurfti Heiða Kristín samt að skrifa upp á þessi fífldjörfu orð í auglýsingu með Áfram-hópnum: "Athugið að möguleikinn "EKKI BORGA NEITT" er ekki til nema við segjum JÁ" -- þ.e.a.s. "já" við Icesave-samningi Buchheits!!!

Málinu var einmitt þveröfugt farið. Með því að segja NEI þurftum við EKKERT að borga, það staðfesti EFTA-dómstóllinn.

Heldur þú, Icesave-sinni, að þetta fari nú loksins að komast inn í þína höfuðskel?

Og segðu okkur svo: Af hvaða góðri ástæðu eigum við að treysta dómgreindarmati flokksleiðtoga á borð við þessa?

Jón Valur Jensson, 6.3.2013 kl. 21:34

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvaðan ætluðu Heiða Kristín Helgadóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP, Margrét Kristmannsdóttir í Pfaff og SVÞ, Sveinn Hannesson í SI og Guðmundur Gunnarsson í Rafiðnaðarsambandinu að taka þá vexti, sem greiða hefði þurft skv. Icesave-III-samningnum, þ.e. um 63,6 milljarða króna í beinhörðum gjaldeyri til 1. marz sl., ef þjóðin hefði samþykkt samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011? Hefði hún skorið meira af heilbrigðiskerfinu?

Jón Valur Jensson, 6.3.2013 kl. 21:44

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 6.3.2013 kl. 21:46

5 Smámynd: rhansen

þetta er i góðu lagi ..það verður ekkert nema listarnir !!

rhansen, 8.3.2013 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband