4.2.2013 | 19:49
Back in the EUSSR
Einhver hefur sagt, að eini munurinn á ESB og gamla Sovét er að ESB sé betri að markaðsfæra sig. Sá munur er núna farinn. Nú á að "þjálfa" starfsmenn þingsins til að fara á netveiðar og veiða "antiESBsinna", sem drekkja á með "ESB-áróðri" til að skjóta umræðum á kaf svo þær nái ekki til hefðbundinna fjölmiðla. Sennilegast eru ESB búrókratarnir hræddastir við að geta ekki sjálfir stjórnað umræðunum í sjónvarpssal og að eitthvað af líflegri umræðu fólksins nái inn á skjáinn.
Aðgerðirnar eru sagðar eiga að stöðva lýðræðisfall ESB og minnkandi kosningaþáttöku almennings í kosningum til Evrópuþingsins, sem á rúmum 30 árum hefur fallið með meira en 20%, frá 63% kosningaþáttöku árið 1979 niður í tæplega 42,9 % árið 2009. Með sama hraða verður þáttakan ekki meiri en rúm 20% upp úr miðri þessari öld. Hvort þingið og ESB verða þá til skal látið ósagt en öruggt má telja að slagorðið "Meiri Evrópa" mun ekki bæta þá ímynd, sem 27 miljónir atvinnulausra eða hungraðir Grikkir, Portúgalir, Spánverjar m.fl. hafa af ESB í dag.
Hvað kemur næst? Skyldukosning inleidd í ESB og vopnaðir verðir við kosningastaði svo hægt sé að setja þá í fangelsi, sem ekki villja gefa ESB "lýðræðislegt" andlit? /GS
Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Fullt nafn samtakanna er: Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland (smellið hér!) Athugasemdir skrifist hér, vinsamlegast, undir fullu nafni, og gæti menn fyllstu kurteisi. Rakalaust persónuníð ekki liðið hér.
Efni
Nýjustu færslur
- Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurs...
- FÁKEPPNI í fjölmiðlun: ESB-maðurinn Helgi Magnússon, sem á Fr...
- Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum...
- Löngu tímabær þingsályktunartillaga komin fram um að draga t...
- Kolbrún Bergþórsdóttir þæfist við í sínum ESB-predikunum sem ...
- Óhjálpfús Björn Bjarnason við leitina að sannleikanum um EES
- Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnússonar, ESB-innli...
- Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu...
- Gott til upprifjunar: Afstaða þingmanna til umsóknar um að Ís...
- Ein EU Liebesgedicht
- Skýrslan um EES-samninginn og áhrif hans virðist í mörgu till...
- Skýrsla 3ja manna nefndar utanríkisráðherra um meinta kosti o...
- Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna...
- Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði vir...
- Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helm...
Færsluflokkar
- Auðlindir og orkumál
- Bloggar
- Bretland (UK)
- Dægurmál
- English, blogs in
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, sjávarútvegur
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Hermál, varnarmál
- Innflytjendamál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Norræn málefni
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling í stjórnmálum
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Spurt er
Tenglar
EVRÓPUSAMBANDIÐ
- NEI við ESB vefsetur samtaka gegn ESB-aðild Lítið á fróðlega vefsíðuna!
- Nei við ESB Facebókarsíða samtakanna
- EVRÓPUSTOFA - Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu Viðtal við JVJ á Bylgjunni (Í Bítið) 27. jan. 2012
Mínir tenglar
- Fréttaknippi Mbl.is um ESB-mál Fjöldi frétta um fullveldismálin og hið ágenga stórveldi, sambræðslu gamalla nýlenduvelda umfram allt
- Evrópuvaktin, öflugur vefur færra manna Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson reka þessa vefsíðu, sem fylgist afar vel með öllum hræringum ESB-málefna
- ESB og almannahagur Mjög athyglisverð vefsíða Páls H. Hannessonar félagsfræðings sem hefur lengi starfað fyrir verkalýðshreyfinguna og sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB.
- Heimssýn, heimasíðan
- Moggablogg Heimssýnar
- Vinstrivaktin gegn ESB Mjög góður vefur
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- zumann
- halldojo
- gunnlauguri
- maeglika
- hhraundal
- bassinn
- ragnhildurkolka
- asthildurcesil
- benediktae
- bjarnihardar
- westurfari
- alyfat
- eggertg
- einarbb
- ea
- vidhorf
- bofs
- falconer
- gmaria
- alit
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustaf
- halldorjonsson
- diva73
- hjorleifurg
- isleifur
- jaj
- fiski
- islandsfengur
- ksh
- krist
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- tibsen
- viggojorgens
- postdoc
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- ornagir
- arnarstyr
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- diddmundur
- egill
- bjartsynisflokkurinn
- sunna2
- esbogalmannahagur
- gudjonelias
- gudjul
- hreinn23
- coke
- gustafskulason
- heimssyn
- kliddi
- thjodfylking
- johanneliasson
- jonbjarnason
- prakkarinn
- jvj
- koala
- kristjan9
- lifsrettur
- maggiraggi
- predikarinn
- ragnargeir
- undirborginni
- seinars
- thflug
- skolli
- doddidoddi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála því að gagnrýna netnjósnir og skoðananjósnir og áróðursáætlanir ESB, en þessi "Einhver", sem hér er í upphafi vitnað í (og telur "að eini munurinn á ESB og gamla Sovét [sé] að ESB sé betri að markaðsfæra sig. Sá munur [sé] núna farinn") hefur greinlega ekkert vit á því grimma alræðisfyrirbæri sem Sovétríkin voru og er engan veginn ívitnunarverður.
Jón Valur Jensson, 4.2.2013 kl. 21:27
Sæll Jón, maðurinn er Arnold Alhert (sjá slóð hér http://www.jewishworldreview.com/1111/ahlert110711.php3#.URAwOKV4s1o) Hann setti fram spurninguna You know what the European Union really is? It's the Soviet Union with better PR. Hann skrifar þetta í grein s.l. haust um þróunina á evrusvæðinu.
Það er rétt, að ekki hefur - guði sé lof - þróast upp í neitt slíkt vopnaskak eins og Sovét var enn þá, þótt ástandið í Grikklandi sé allt annað en glæsilegt með vopaðri lögreglu gegn venjulegu fólki t.d. í verkföllum. Uppbygging ESB og undanþrenging lýðræðisins ásamt kúgun landa evrusvæðisins í Suður Evrópu gefur engar sérstakar vonir um framhaldið á þeirri braut. Enda hefur David Cameron, Fredrik Reinfeldt m. fl. tekið upp hanskann fyrir lýðræðið, sem er mjög jákvætt en spurning, hvort það sé orðið of seint að grípa í taumana eða ekki.
Gústaf Adolf Skúlason, 4.2.2013 kl. 22:17
Það er sama hver "heimildarmaðurinn" er, það er allsendis fráleitt (og óvirðing við tugmilljónir fórnarlamba Moskvukommúnismans) að jafna Evrópusambandinu við Sovétríkin. Þú sérð það sjálfur, ef þú hugsar málið. Við höfum ekkert gagn, nema síður sé, af svona sögulega vitlausum samlíkingum.
Jón Valur Jensson, 4.2.2013 kl. 22:37
Ég skil hvað JVJ er að meina en er ekki sammála. Auðvitað er mikill munur á hvernig alræðis- og helstefna Sovét kommúnismans þróaðist og svo hvernig ESB valdið, enn sem komið er hefur byggt upp sitt miðstýringar vald. En í grunninn er þetta sömu skrifræðis- og sérfræðinga báknin sem auðveldlega gætu þróað ESB valdið að svipuðu ólýðræðislegu, óskilvirku og ómanneskulegu kerfi eins og Sovétríkin sannarlega voru. Það var ekki fólkið sem starfaði í þessum kerfum Sovétsins sem að var svona slæmt, það sama á við um fólkið sem starfar í EU kerfinu.
Það sem er slæmt og tekur síðan völdin af fólkinu er þegar kerfin sjálf vaxa fólkinu yfir höfuð og þau taka yfir öll völd.
Gunnlaugur I., 4.2.2013 kl. 23:07
Það er nú enginn að óvirða fórnarlömb kommúnismans þótt verið sé að bera saman ESB veldið við Sovét látna, en sum fórnarlömbin sem lifðu af gera sjálf þennan samanburð sbr. Vladimir Bukovsky http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1280793/ Yfir 70 miljónir létu lífið af völdum rússnesku kommúnismatilraunarinnar.Að sjálfsögðu vill enginn að sagan endurtaki sig en hins vegar er engu líkar en að ESB með miðstýringu sinni og ólýðræðislegu skipulagi hafi tekið upp frakkann, sem Moskva fór úr.
Gústaf Adolf Skúlason, 4.2.2013 kl. 23:27
Bendi einnig á veggmynd, sem hangir í húsi þingsins í Brussel með textanum We can all share the same star. EUROPE4ALL, þar sem stjarnan sem allir eiga að deila í sátt og samlyndi inniheldur ekki færri en fimm hamar og sigð merki Sovétkommúnismans. Svo samkvæmt ESB-áróðri, þá telja þeir sig ekki vera að móðga nein fórnarlömb Sovétkommúnismans með merkinu sbr: http://blogs.telegraph.co.uk/news/danielhannan/100185609/you-thought-the-whole-eussr-thing-was-over-the-top-have-a-look-at-this-poster/
Gústaf Adolf Skúlason, 4.2.2013 kl. 23:48
"Það var ekki fólkið sem starfaði í þessum kerfum Sovétsins sem var svona slæmt," skrifarðu, Gunnar, en þetta er rangt hjá þér. Það voru menn sem höfðu tamið sér það siðlausa princíp, að tilgangurinn helgaði meðalið. Til þess þarf illsku. Þetta voru menn sem drápu ekki aðeins keisarann, heldur konu hans og börn, það ætti að segja þér nokkuð, en þeir murkuðu einnig lífið úr verkfallsfólki í kröfugöngu og stráfelldu með vélbyssuskothríð trúað fólk sem í helgigöngu vildi fá aftur sína helgimynd af Maríu mey, og þetta var allt í valdatíð Leníns, og svo bætist Stalínisminn ofan á! Lestu Moskvulínuna (1999) eftir Arnór heitinn Hannibalsson (ofangreint t.d. á bls. 188), áður en þú telur þig vita betur en það sem ég skrifaði hér, og þú munt finna ótalmörg önnur miklu ljótari dæmi um illsku bolsévismans (t.d. í Svartbók kommúnismans), ekki aðeins einhvers "skrifræðis- og sérfræðinga-bákns," heldur einstaklinganna sem gerðust tannhjól í kerfinu, í GPU (síðar NKVD, KGB), hernum, kommúnistaflokknum og öðrum stofnunum sovétkerfisins.
Dæmi um illskuhugsunina að baki verkum sovétleiðtoganna: "Við þá er ekkert annað að gera en að skjóta þá," -- sagði hver um hverja? - Jú, Lenín, ítrekað, um sósíaldemókrata og hvaða tökum ætti að taka þá (Moskvulínan, s. 30, og mörg önnur dæmi eru í bókinni um fjöldamorðshvatningar hans). Þetta var allt komið af stað í tíð Leníns, jafnvel reynt að útrýma heilu stéttunum: embættismönnum keisarans, kapítalistum og menntamönnum öðrum en þeim sem aðhylltust byltinguna -- og síðar "kúlökkum" (sjálfseignarbændum) og heilu þjóðabrotunum með því að svelta t.d. milljónir Úkraínumanna til bana.
Jafnvel í tíð Brezhnevs var enn beitt algerri kúgun, andófsmenn og trúaðir settir á geðveikrahæli og annað eftir því, og Gulag-kerfið er hér enn ónefnt frá Stalínstímanum sem spannaði um þrjá áratugi.
Engin lýðræðisréttindi voru í Sovétríkjunum, öllu stjórnað með alræði kommúnistaflokksins og fámennisræði í forystu hans. Þá stundaði sovétveldið innrásir og íhlutun í önnur ríki, í Evrópu, Asíu og Afríku og lagði jafnvel með landvinningastyrjöld stórt land undir sig svo seint sem 1979-89 (Afganistan, þrátt fyrir yfirlýsta griðasáttmála!) nánast á síðasta áratug tilveru hins illa veldis sovétkommúnismans.
Samlíking við Evrópusambandið er því út í hött, sem betur fer, en það dregur ekkert úr nauðsyn þess að lítil, sjálfstæð þjóð eins og Íslendingar verji sitt fullveldi og standi gegn augljósri yfirráðastefnu þess nýja stórveldis gagnvart okkar stóru lögsögu hér í norðvestri.
Jón Valur Jensson, 5.2.2013 kl. 01:33
Já ljót eru dæmin og sporin hræða og fyllilega er ég sammála, að Íslendingar verji fullveldi sitt bæði til lands, lofts og sjávar. Og síst tel ég mig vita meir eða betur en þú um öll ódæði kommúnismans. Ég hef hitt Eistlendinga, sem hafa sagt mér mjög svo ófagrar sögur um örlög ættingja, sem enduðu í höfninni í Tallin eða voru numdir brott og enduðu sem uppfyllingarefni undir járnbrautarteinum í Síberíu. Þess vegna vill ekki nokkur manneskja i fá þennan óskapnað yfir sig aftur. Bara það, að ESB skuli sýna hamarinn og sigðið við hlið hins kristna kross á opinberu veggspjaldi sínu í Brussel, segir sitt um muninn á söguskoðun ESB og því, sem þú lýsir hér að ofan. (Við grein Daniel Hannan i Telegraph komu 1166 athugasemdir og ekki voru þær allar hneykslun á samlíkingu ESB við miðstýringaveldi kommúnistaflokksins í Moskvu.) Ég er þér fyllilega sammála, að varlega verður að fara í samlíkingar og fáni/stjörnumerki ESB í dag hefur á engan hátt sömu merkingu og hamarinn og sigðið en ég vona, að þú sjáir, skiljir og virðir að margir óttast, að stofnun sem þrengir undan lýðræði og núna segir opinskátt, að hún ætli að njósna um skoðanir fólks á netinu til að finna fólk sem gagnrýnir þróun ESB (líka þá sem minnast Sovéts) í því skyni að hindra útbreiðslu slíkra skoðana, noti aðferðir sem líkjast einræðisstíl í stað lýðræðislegra skoðanaskipta. Kommúnisma, nazisma, fasisma þekkjum við sem einræði. Það hlýtur að vera i á grundvelli virðingar við fórnarlömb þessa einræðis, sem við verjum frjálsa skoðanamyndun og lýðræðisleg vinnubrögð. Yfirlýst stefna ESB um myndun alríkis og yfirlýsingar ráðamanna ESB um að lögmæt kjörin þjóðþing aðildarríkjanna séu "sérhagsmunir" sem ESB þarf ekki að taka tillit til ásamt yfirlýsingum Barroso um mikilvægi þess að ESB nái yfirburðastöðu í heiminum eru meira í ætt við einræði en það lýðræði, sem við viljum vernda. Fleiri þjóðir ættu að fara að fordæmi David Camerons, sem dregið hefur strik í sandinn fyrir hönd Breta, í stað þess að vera að ljúga að þjóð sinni og véla af henni fullveldið eins og ríkisstjórn Íslands gerir.
Gústaf Adolf Skúlason, 5.2.2013 kl. 07:56
Margt rétt og gott hjá þér hér, Gústaf, en ... það eru ekki aðeins einræðisríki sem beita njósnum og ófrægingarherferðum til að standa vörð um hagmuni sína, það hafa líka ýmis lýðræðisríki gert. Og sem stórveldi mun ESB gera það sama.
Jón Valur Jensson, 5.2.2013 kl. 12:06
Ástæðan fyrir því að lýðræðisríki beita að mörgu leyti svipuðum aðferðum og hin umræddu alræðisríki, er að lýðræði í dag er ekki lýðurinn að ráða, heldur fulltrúar. Í raun svolítið eins og að kjósa sér einvald sem fólkið getur skipt út fyrir annað, sé það ósátt.
En hvað ef kjörna einvaldið a) vinnur markmisst að skoðanamótun almennings (sbr umrædda frétt) og b) tryggi að almenningur viti ekki um allar framkvæmdir þess?
Það sem við erum dags-daglega hvött til að meðtaka þegjandi og hljóðalaust sem lýðræði og frelsi er AFAR frjálslega túlkuð skilgreining á þeim hugtökum!
Talandi um að halda upplýsingum frá fólki, samhliða útbreiðslu áróðurs:
http://www.access-info.org/en/european-union/6-european-union-key-problems
Þessi grein fjallar um það hvernig tillögur að lagabreytingum á gegnsæi evrópskra stofnana og yfirvalda - sem var stórt atriði í upphafi sambandsins - stefna að minnkuðu aðgengi að opinberum upplýsingum:
"The proposed reforms to the access rules presented by the European Commission in 2008 would reduce the right of Europe's citizens to know about decision-making, the exercise of power, legislative initiatives and the spending of public funds in Brussels."
Og varðandi samanburðinn milli ESB og Sovétríkjanna, þá finnst mér persónulega vera fullur réttur til þess, þrátt fyrir að aðferðir ESB séu ívið minna blóðugar og ekki jafn augljós kúgun.
Í dag er óþarfi að siga hermönnum á ósátta borgara. Í dag er óeirðalögreglunni beitt... og hún notar táragas, gúmmíkúlur og háþrýstivatn.
...því ef að enginn deyr, þá er allt í himnalagi, er það ekki? ÞÁ er það ekki kúgun, eða hvað?
Diddi, 5.2.2013 kl. 13:38
Takk Diddi fyrir þína góðu athugasemd. Mér er í fersku minni, þegar BBC sendi sjónvarpsmenn, sem filmuðu þegar þingmenn komu til starfa á föstudagsmorgni, skrifuðu nöfn sín á töflu í komusalnum og snéru við og gengu út. Þeir skráðu mætingu til að fá borgað þann daginn, þótt þeir væru ekki viðstaddir og fengu borgað tvöfalt með ferða og gistikostnaði. Þegar BBC sýndi þetta kom reiðialda frá almenningi um að svona mætti nú ekki fara að hlutunum. ESB ræddi málið og gerði viðunandi breytingar til að þetta endurtæki sig ekki: Settar voru nýjar reglur um hvort og hvernig fjölmiðlafólki yrði hleypt inn í húsið. Eftir þetta þurfti fjölmiðlafólk að skrá sig með góðum fyrirvara og ekki sleppt inn nema í fylgd starfsmanna, sem vakti hvert fótspor.
Annað dæmi úr raunveruleikanum var, að landbúnaðarráðuneyti aðildarríkjanna tilkynntu áður hverjir fengju landbúnaðarstyrki ESB en þegar mikið svindl kom í ljós, að styrkirnir fóru m.a. til vel efnaðra óðalseigenda án búa og alls konar vitleysisverkefna m.a. kannabisræktunar, þá breytti ESB lögunum og bannaði ráðuneytum að birta nöfn styrkþeganna.
Tvö lítil dæmi úr raunveruleikanum. Þriðja dæmið er um afsögn Framkvæmdastjórnar Santes ár 1995 til þess að koma í veg fyrir að einn af meðlimum hennar yrði dregin fyrir dóm vegna mútuhneykslis. Fjórða... nei ég hætti hér en af nógu er að taka. Já það er svo sannarlega hægt að breyta lýðræðinu í zombílýðræði, þar sem almenningi er haldið fyrir utan allar ákvarðanir alveg eins og hægt er að breyta fólki sjálfu í zombís. Þess vegna er mikilvægasta reglan nr 1: Hugsa sjálfstætt. Þegar fólk úr austurblokkinni, sem var virkt í andspyrnuhreyfingu gegn ofurríkinu sjálft skýrir mál sitt með samanburði á lá USSR, þá vel ég að trúa þeim. Mörgum finnst eins og fyrrum Tékkaforseta Vaclav Klaus þetta vera hreint absúrd, að hann skuli þurfa að byrja á því að kenna vesturlöndum lýðræði nýkominn úr klóm USSR.
Gústaf Adolf Skúlason, 5.2.2013 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.