Holland: Ríki eiga að geta yfirgefið ESB, evruna og Schengen

images

Hollenska ríkisstjórnin segir að leyfa eigi ríkjum í Evrópu að ganga úr stofnunum í Evrópu eftir að hafa tekið þátt í starfi þeirra að meðtöldu ESB, evrusvæðinu og Schengen. 

Í bréfi til þingsins í vikunni skrifar Mark Rutte forsætisráðherra, að breytingarnar krefjist breytinga á Maastricht sáttmálanum, þar sem engar leiðir eru til um að yfirgefa evruna og Schengen.

Mark Rutte hafði áður á Efnahagsþinginu í Davos sagt, að ESB ætti ekki að vera eins og "Hótel Kalifornía" í lagi Arnanna (The Eagles), þar sem "hægt var að bóka sig út - en þú getur aldrei komist burt."

Eftir ræðu forsætisráðherra Breta David Cameron um aukið lýðræði og vald til baka til þjóðþinga eru skoðanir skiptar í Evrópu. Annars vegar þeir, sem vilja sífellt aukin völd til ESB og hins vegar þeir, sem vilja flytja völdin aftur til fólksins.

 Meira er hægt að lesa hér 

Skärmavbild 2013-02-01 kl. 18.08.18

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bara flott - esb verður bara betra og betra að mínu mati

Rafn Guðmundsson, 2.2.2013 kl. 15:16

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Lönd hafa alltaf getað yfirgefið EBE/ESB, hvort sem það hefur verið tiltekið sérstaklega í sáttmálum eða ekki. Grænland yfirgaf EBE eftir þjóðaratkvæði þar um. Í Lissabon-sáttmálanum er sérstakt ákvæði um að lönd geti yfirgefið sambandið og kveðið á um  hvernig skuli semja um útgöngu. Ef slíkt ákvæði vantar varðandi evru og Schengen þá hættir viðkomandi land einfaldlega að virða samninginn. Aðildarlönd eru sjálfstæð og fullvalda ríki!

Sæmundur G. Halldórsson , 2.2.2013 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband