"Evrópa er að deyja" Ellefu menningarvitar telja sósíalisma bjarga ESB og evrunni.

salman2_1004928cEllefu menningarvitar í Evrópu skrifuðu nýverið í norska Aftenposten grein undir fyrirsögninni "Evrópa er að deyja." Meðal þeirra er Salman Rushdie, sem er á aftökulista múslíma fyrir bók sína The Satanic Verses, Umberto Eco og heimspekingarnir Bernard-Henry Lévy og Julía Kristeva.

"Sú Evrópa, sem foreldrar okkar byggðu samkvæmt nýrri hugmynd eftir stríð færði fólki sérstakan friðarkost, velferð og lýðræði. Þessi Evrópa er enn á ný að leysast upp beint fyrir framan augum okkar."

"Við vorum vön að segja sósíalismi eða upplausn. Í dag er valkosturinn stjórnmálabandalag eða upplausn. Eða til að vera nákvæmari: alríki eða hrun - með félagslegri eymd, óöruggum vinnumarkaði og flóðbylgju uppsagna og fátæktar." 

Ellefumenningarnir telja, að Evrópa sem hugmynd, draumur og verkefni sé að glatast.  

"Það ríkir upplausnarástand í Aþenu, vöggu vestrænnar menningar." Evrópubúar líta niður á grísku bræðraþjóðina, svelti Grikki og ræni fullveldi, sem áður var sameiginlega barist fyrir. Upplausnarástand ríkir á Ítalíu, sem nú er í flokki PIGS-landanna Portúgals, Írlands, Grikklands og Spánar en á þau lönd líti samviskulausar og minnislausar fjármálastofnanir til með fyrirlitningu.

Þar sem endalaus evrukreppa valdi hruni Evrópu krefjast greinarhöfundar sameiginlegrar stjórnunar á gjaldmiðlinum. Annars muni gjaldmiðillinn geta tórað í tuttugu ár eða þar til hann hrynur vegna kreppu og stríðs.

Ekkert sé handan hins myrka sjóndeildarhrings og Evrópa sé að deyja. 

Byggt á grein í Svenska dagbladet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ein Volk, ein Reich, ein Führer?

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2013 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband