9.11.2012 | 10:47
Norðmenn vilja frekar fríverzlunarsamning við ESB en EES-samninginn
Það rétt merst hjá Norðmönnum, að rúmur helmingur, 53%, styður EES-samninginn. Hins vegar segjast 45% frekar vilja fríverslunarsamning en EES-samninginn á móti 29% sem kjósa fremur aðildina að EES (Mbl.is, norsk könnun). Þetta er mjög íhugunarvert fyrir okkur Íslendinga.
Hér er í 1. lagi lýst eftir meintum ávinningi þess að hafa þennan EES-samning! Endilega tilfærið einhver rök fyrir því, tölum studd, ef þið getið!
En í 2. lagi hefur þessi samningur verið notaður lymskulega sem gervirök fyrir þeirri fölsku fullyrðingu, að "full ESB-aðild" væri betri!!!
Í 3. lagi er svo uppi hættuleg viðleitni sumra, jafnvel með þátttöku Bjargar Thorarensen lagaprófessors, um að sumt af (yfirvofandi) innfærslum ESB-laga hér í gegnum EES-samninginn sé svo alvarlegs eðlis, þ.e. gangi svo nærri fullveldisréttindum okkar (t.d. með því valdi sem ESB fengi hér til að leggja sektir á Íslendinga skv. nýrri fjármálafyrirtækja-tilskipun), að nauðsynlegt sé að setja inn í stjórnarskrá okkar heimild til fullveldisframsals.
Þarna tekur Björg algerlega rangan pól í hæðina. Þessi nýjasta fjölþreifni ESB eftir valdíhlutun í Noregi og á Íslandi, auk Liechtensteins, er ekki í neinu samræmi við það meginprincíp sem heita átti að væri tekið í gagnið með EES-samningnum, þ.e. um tvíhliða ákvörðunarferli. Ísland og Noregur vilja ekkert hafa að gera með þessa nýju tilskipun, hún á hér ekki heima frekar en ýmislegt annað frá Brussel. Þegae fjölþreifni ESB er komin á þetta stig, er komin full ástæða til að segja skýrt NEI og alls ekki að breyta stjírnarskránni á fyrrnefndan veg, enda væri það hættulegt fordæmi fyrir því að ganga lengra. Nú hins vegar er algerlega komið í veg fyrir það með gildandi stjórnarskrá, að stjórnvöldum hér leyfist að draga þjóðina inn í Evrópusambandið, því að 2. gr. hennar og margar aðrar kveða allar á um, að allt æðsta löggjafarvald á Íslandi skuli fólgið í innlendum valdstofnunum: Alþingi, forsetaembættinu og hjá þjóðinni sjálfri. En í ESB hins vegar er æðsta löggjafarvald yfir öllum ríkjunum fólgið í valdstofnunum ESB: ESB-þinginu og ráðherraráðinu. Þetta stendur skýrt í öllum aðildarsáttmálum, þótt pólitískir analfabetar viti ekkert af því og aðrir, ESB-snatarnir, láti ávallt sem ekkert sé vitað um "aðildarsamninginn væntanlega"!
Jón Valur Jensson.
Flestir vilja frekar fríverslunarsamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.