ESB-Þorgerður Katrín gegn Þorkatli lýðræðis- og fullveldissinna

Án raka segir hún fráleitt að slíta aðildarviðræðum. Þó var umsóknin stjórnarskrárbrot, þjóðin ekki spurð, og við bættist: "Innlimunarferlið sem ESB hefur nú dregið okkur í með fulltingi [ríkisstjórnari]nnar er fyrir löngu komið langt út fyrir ramma þeirrar samþykktar sem Alþingi veitti fyrir "aðildarviðræðum" í upphafi. Og við, þjóðin, höfum aldrei verið spurð. Eða erum við kannski ekki þjóðin? A.m.k. virðist enn gæta nokkurs misskilnings þar um eins og hér um árið, því ekkert fáum við að tjá okkur um það fullveldisafsal sem þarna er í vændum og hinar nýju stjórnarskrártillögur galopna fyrir með 111. grein."

Þarna er Þorkell Á. Jóhannsson, flugmaður í Akureyri, í mjög fréttnæmri grein í Mbl. í dag að ræða um ESB í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna og þá fullveldisframsals-heimild sem ESB-sinnum tókst að troða í gegn í "stórnlagaráðinu" svokallaða. Eins og hann bendir á, fengu kjósendur ekkert að tjá sig um það fullveldisframsal, og er óhætt að fullyrða, að 66% Íslendinga voru ekki að greiða atkvæði með því. Það sést af þeirri staðreynd, að á báða bóga gerðist það, að menn svöruðu ýmist JÁ eða NEI við 1. spurningunni, þó að nei-menn væru ekki endilega andvígir ÖLLU innihaldi plaggsins og þó að já-menn væru með sama hætti ekki endilega sammála ÖLLU í því. Þar við bætist, að margir voru hreinlega illa upplýstir um þessa grein sérstaklega, m.a. af því að ekkert var fókuserað á hana í spurningunum.

Það er borðleggjandi staðreynd, að á tveimur krítískum stundum hafa Samfylkingar- og ESB-taglhnýtingar á Alþingi VILJANDI KOSIÐ AÐ HALDA ÞJÓÐINNI FRÁ ÁHRIFUM Á ÞEIRRA ILLA ESB-INNLIMUNARFERIL: þ.e.a.s. við umsóknina sjálfa, þegar breytingatillaga var borin fram af stjórnarandstöðu um að umsóknin yrði borin undir þjóðaratkvæði, en þá tillögu FELLDI stjórnarmeirihlutinn; og í 2. lagi var ekki við það komandi, að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis tæki inn spurningu um 111. greinina um fullveldisframsal, og breytingatillaga sem stefndi í þá átt í þingumræðunni á eftir var einnig FELLD -- svo hræddur er þessi ESB-leiðitami lýður á Alþingi við að þjóðin fái að skoða það mál sérstaklega og greiða um það atkvæði. "Gott og vel," gæti þá einhver sagt; "þar með hafa þessir ESB-þjónar líka svipt sig tækifærinu til að geta sagt þessar ákvarðanir sínar njóta almenningshylli eða hafa á sér mark þjóðarumboðs." Svo er nefnilega ekki, og allan tímann frá umsókninni hafa ALLAR skoðanakannanir sýnt andstöðu þjóðarinnar við að fara inn í Evrópusambandið. Engin tilviljun þess vegna, að Samfylkingarstóðið vill ekki bera þessar áfanga-ákvarðanir sínar undir þjóðina!

Nefndur Þorkell hefur átt margar snjallar greinarnar í Morgunblaðinu, og með góðfúslegu leyfi hans birtast hér tilvitnanir í hans afar öflugu grein í Mbl. í dag, um stjórnlagaráðs-tillögurnar og hinar undarlegu kosningar sl. laugardag, þegar valfrelsi þjóðarinnar um innihaldið var margfalt minna en það sem þjóðinni var bannað að segja álit sitt á.

Hér er beint framhald textans frá Þorkatli (hér efst í færslunni):

Fráleitt verður séð að þetta framlag með stjórnarskrártillögunni sé í samræmi við vilja þjóðfundarins, sem lagði þó til það veganesti sem Stjórnlagaráði bar að vinna með. Fullveldisafsal var sannarlega ekki meðal áhersluatriða þar,* hvað þá að slíkt skyldi gert kleift án samþykkis aukins meirihluta þjóðarinnar. 

* Sbr. orð Ásmundar Einars Daðasonar (hér neðar á vefsíðunni):  Þjóðfundurinn 2010 var afdráttarlaus í afstöðu sinni til fullveldis Íslands og sagði bæði í upphafsorðum og niðurstöðum að stjórnarskráin ætti að vera sáttmáli sem tryggði fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson tók saman.


mbl.is Telur fráleitt að hætta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband