Tóbaksmútuhneyksli afhjúpar gjörspillta framkvæmdastjórn ESB

images

Heilbrigðisráðherra framkvæmdastjórnar ESB, Möltubúinn John Dalli var rekinn úr framkvæmdastjórninni s.l. þriðjudag á meðan rannsóknardeild ESB Olaf athugar bakgrunninn að mútukæru á hendur honum frá sænska tóbaksfyrirtækinu Swedish Match.

Skv. sænska Aftonbladet, sem náði tali af honum nýlega, neitar Dalli öllum ásökunum.

Sagan byrjaði í maí, þegar annar Maltverji að nafni Silvio Zammit hafði samband við Swedish Match og bauð fyrirtækinu, að hann mundi fyrir einar 60 miljónir evra (513 miljónir SEK eða tæpa 10 miljarði íslenskar krónur) geta fengið Dalli til að hætta við nýjar tóbaksreglur, sem banna bragðefni í reykingar og munntóbak. 

Svíþjóð er með undanþágu fyrir framleiðslu SNÚS (munntóbaks), sem er mjög vinsælt og framleitt í ýmsum brögðum. Verði hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar að veruleika, verður Swedish Match að taka a.m.k. tvær af vinsælustu tegundum sínum af markaðinum.

Tilheyrir sögunni að Silvio Zammit og John Dalli eru búnir að þekkjast og starfa saman lengi, m.a. var Zummit kosningastjóri Dalli áður fyrr.

Samkvæmt Patrik Hildingsson, upplýsingastjóra hjá Swedish Match, hafði Zammit mörgum sinnum samband við fyrirtækið og sagðist vera fulltrúi Zammit og bað um 60 miljónir evra til að Dalli mundi stöðva nýju tóbaksreglurnar, svo Swedish Match gæti haldið áfram að framleiða allar tegundir tóbaks. Það sem Zammit reiknaði greinilega ekki með, er að enn finnast heiðarlegir Svíar í Svíþjóð. Swedish Match kærði Zammit til rannsóknardeildar ESB Olaf, sem nú hefur sent málið til dómstóla á Möltu og látið Dalli víkja á meðan rannsókn stendur yfir.

Christoffer Fjellner Evrópuþingmaður sagði í viðtali við sænska útvarpið, að kæra sænska fyrirtækisins bæri merki um hugrekki og hann liti það mjög alvarlegum augum, að "spillingin teygir sig alla leiðina inn í framkvæmdastjórn ESB. Ég óttast, að það finnist fyrirtæki, sem hafa valið að borga mútur til að fá fram lagabreytingar sér í vil. Svona getum við ekki haft hlutina í Evrópu."

"Ég vonast til, að þetta sé byrjunin á allsherjaruppgjöri við spillinguna, sem grasserar í öllu ESB-kerfinu", sagði Christoffer Fjellner./gs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband