Getum við öll deilt sömu stjörnu?

IMG_61011

Daniel Hannan skrifar í The Telegraph, að á skriftstofu framkvæmdastjórnar ESB í Brussel hangi mynd af stjörnu með textanum:

"Við getum öll deilt sömu stjörnunni. Europe4all."

Hannan skrifar: "Kíktu vel á þessa kynningarmynd. Sérðu eitthvað sérstakt? Við hliðina á merkjum kristni, gyðinga, jainisma o.s.frv. er eitt af hræðilegustu merkjum som manneskjan hefur búið til: hamarinn og sigðið."

Hannan rekur síðan, hvernig merki sovésku byltingarinnar þýddi fátækt, þrældóm, pyndingar og dauða fjölda manns í þrjár kynslóðir.

"Fyrir hundruð miljóna Evrópubúa þýddi merkið erlent hernám. Ungverjaland, Litháen og Moldóva hafa bannað notkun þess og mörg fyrrum kommúnistaríki vilja að það sé meðhöndlað á sama hátt og merki Nazismans."

"Samt sem áður er merkið með á mynd hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins...Að hægt er að ganga fram hjá því daginn út og inn í göngum Brussels athugasemdalaust er ógeðslegt."

Fyrirsögn greinar Daniel Hannan er:

"Þú hélst að allt tal um "EUSSR" væri yfirdrifið? Kíktu á myndina."

Og hvað hefur nú þetta að gera með nýja bankaeftirlitð? Niðurleggingu sjálfstæðs efnahags aðildarríkja ESB og fjárlög ríkja lögð í hendur framkvæmdastjórnarinnar. Fer ekki að líða á löngu að við fáum 5 ára framleiðsluáætlun frá Brussel eins og USSR sendi undirsátum sínum.

gs


mbl.is Samið um bankaeftirlit á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afhverju er ekki bara hakakrossinn þarna líka?

Hann er jú trúartákn eins og zíonistamerkið sem er þarna.

Varla mismunar ESB trúarbrögðum... ?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2012 kl. 11:27

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já, víst er það merkilegt að undanskilja hakakrossin fyrst ESB er nú svona "allra mála" stjarna. Eitt er þó víst, að allir eru ekki sáttir við stjörnuhringinn og hafa sömu tilfinningar til ESB fánans eins og þess rauða með hakakrossinum.

PS. ég var að opna blog í mínu nafni, þetta er fyrsta opinbera færslan, er að læra á kerfið :-)

Gústaf Adolf Skúlason, 19.10.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband