Fjármálastöðugleikaáætlanir ESB sundra Evrópu í norður og suður

Ríkisstjórnin er dugleg að strá skattapeningum í alls konar gæluverkefni. Nú síðast í "sérfræðingahóp um fjármálastöðugleika". Að venju er setið á löngum fundum og mikið magn af orðum framleitt og prentað á pappír. Í þetta sinn á 50 síðna þykkri skýrslu á ensku. Hvað kostaði þessi vinna? 

Spyrja má fyrir hvern ríkisstjórnin er að vinna? Erlenda kröfuhafa eða íslenskan almenning?

Nú er lagt til, að lögin sem björguðu þjóðinni frá gjaldþroti verði afnumin og í þeirra stað sett "væntanleg tilskipun" ESB. Þetta er í sama véfréttarstíl og "skýrsla" Seðlabankans um að íslenska krónan sé ónýt og eina leiðin fyrir Íslendinga til að lifa af sé að fleygja krónunni og taka upp evru.

Sem mundi mótsvara 7 þjóðargjaldþrotum á sjö dögum eins og gamall vitur maður ættaður frá órólega svæðinu sagði.

Reynslan af stöðugleika evrunnar hefur sýnt sig og sannað: löndin í suður Evrópu eru mörg eins og Grikkland þegar gjaldþrota. Gjaldþrota bönkum er haldið gangandi með peningaprentun á meðan búrókratarnir koma bankabandalagi, skattabandalagi, fjármunabandalagi og öðrum nauðsynlegum bandalögum í gegn í bandalagi bandalaganna. Lesist leggi niður síðustu leifar sjálfsforræðis aðildarríkjanna og steypi fjárlögum evruríkjanna í ein sameiginleg fjárlög með nýjum allsherjar fjármálaráðherra evrusvæðisins.

Áætlunin er sú sama og hjá keisaranum í Róm. Hann sem drottnaði yfir öllum þegnum risasvæðis síns með reglunni: gjaldið keisaranum það sem keisarans er.

Búrókratarnir í Brussel eru fyrirmynd Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra litlu eyjunnar, þar sem allir gera allt vitlaust: fólk fellir Icesave, veiðir makríl, neitar að ganga í ESB, stendur á stjórnarskránni, er illa við að borga skatta og notar krónu sem gjaldmiðil.

Slíkir þverhausar þurfa náttúrulega mörg og mikil sérfræðiálit helst frá útlöndum, alla vega frá gáfuðu fólki, sem skilur dýrðarljómann hjá ESB. Jóhanna Sigurðardóttir vill, að eftirmenn hennar fái störf í hásætum hirðarinnar í Brussel svo þeir geti leiðbeint þverblindum íslenskum almúganum í betliraðirnar til Brussel.

Því þannig virkar kerfi fjármálastöðugleikans og innlánatryggingarkerfis ESB, að enginn ræður lengur sinni för og verður að sækja um leyfi fyrir matarpening yfir daginn hjá þeim, sem vitið og valdið hafa og engin lög ná yfir vegna þess hversu óskeikulir þeir eru enda valdið frá himnum komið en ekki sauðsvörtum þorska- og álmúganum.

Best að leggja þetta plagg með öllum hinum dýru orðunum í kringlótta gatið og sturta niður./gs 


mbl.is Vilja afnema ábyrgðaryfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú er lagt til, að lögin sem björguðu þjóðinni frá gjaldþroti verði afnumin og í þeirra stað sett "væntanleg tilskipun" ESB.

Það er rétt að útskýra þetta aðeins. Í skýrslunni segir:

...láta  innlánatryggingarkerfi í samræmi við væntanlega tilskipun ESB/EES  koma í stað  ábyrgðaryfirlýsingar  ríkisins á innlánum í íslenskum bönkum, sem hefur verið í gildi frá því í október 2008 og taðfesta forgang tryggðra innlána við skilameðferð

Með þessu er ekki verið að leggja til neina stefnubreytingu. Þvert á móti er verið að leggja til að ákvæði neyarlaganna um forgang innstæða verði staðfest. Hins vegar er lagt til að yfirlýsing stjórnmálamanna verði felld úr gild. Það ætti að verða mjög auðvelt í framkvæmd þegar pólitísk loforð eru annars vegar...

Hvað varðar tilkipun um innstæðutryggingar, þá var henni breytt með nýrri tilskipun árið 2009 sem þarf að innleiða hér miðað við það sem gildir samkvæmt EES samningnum. Hinsvegar get ég tekið undir þá skoðun að það sé alls ekki tímabært að ráðast í heildarendurskoðun innstæðutryggingakerfisins hér á landi þar til gerð hefur verið heildstæð áætlun um hvernig eldri tryggingasjóðurinn skuli gerður upp varðandi eftirstöðvarnar af hruninu þannig að sem fæstir lausir endar liggi inn í framtíðina og reikningurinn lendi ekki á skattgreiðendum. Jafnframt er ljóst að sú hugsun sem liggur til grundvallar að hönnun evrópska innstæðutryggingakerfisins hingað til er einfaldlega óraunhæf útfærsla. Hún gengur ekki upp í neinum raunveruleika þar sem á hana reynir af alvöru.

En bara til að taka af tvímæli, þá er ekkert plagg sem þarf að afnema.

Yfirlýsingin um ríkisábyrgð á innstæðum hefur aldrei verið formlega skjalfest.

Hún er hvergi til nema í formi fréttatilkynningar.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2012 kl. 21:40

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þakka þér Guðmundur fyrir góða athugasemd, ég hef ekki ábyrgðaryfirlýsinguna frá því í október undir höndum, sem er skiljanlegt ef hún er ekki einu sinni til skjalfest. Ert þú að meina yfirlýsinguna um Brusselviðmiðunina eða annað og er hún ekki tengd setningu neyðarlaganna?

Sammála þér með breytingu kerfisins og eldri tryggingarsjóð og sér í lagi með óraunhæfa útfærslu ESB kerfisins. Það þarf að koma skipulagi á peningakerfið eftir alla þessa útreið eins og tillögur Betra Peningakerfis benda á.

Gústaf Adolf Skúlason

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 17.10.2012 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband