Ísland þarfnast Frosta Sigurjónssonar á Alþingi

Núna er skýringin komin á kjördæmishrókleik Framsóknarflokksins með flutning formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í annað kjördæmi.

Frosti Sigurjónsson er mættur til leiks. 

Það er fagnaðarefni að menn eins og Frosti Sigurjónsson gefa kost á sér í stjórnmálin og Framsóknarflokknum er töluverður fengur af góðum dreng sem Frosta.

Frosti Sigurjónsson er kunnur landsmönnum eftir vasklega framgöngu í baráttu þjóðarinnar fyrir hagsmunum sínum meðal annars í Icesave. Að undanförnu hefur Frosti Sigurjónsson verið ötull talsmaður betra peningakerfis á Íslandi og mun þeirri hreyfingu vera mikill fengur af Frosta á þing, þar sem þar fer maður, sem kann peningamálin og fjármálakerfið. 

Ég óska Framsóknarflokknum innilega til hamingju með þennan liðsstyrk og þér Frosti óska ég alls góðs gengis á komandi Alþingi. 

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Frosti vill leiða Framsókn í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál segi ég nú bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2012 kl. 12:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er besta frétt mánaðarins,hreint út sagt.

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband