Guðlaus ríkisstjórn kemur ekki í veg fyrir góðar hugmyndir sjálfstæðismanna

Af fregnum af fundi formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll fyrr í dag komu fram góðar tillögur Bjarna Benediktssonar um höfnun hugmynda stjórnlagaráðs og útskýring á eðli aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Sú uppljóstrun fyllir mælinn, að ríkisstjórnin hafi reynt að hætta við guðsþjónustu við þingsetningu. Skulu allir þeir þingmenn, sem komu í veg fyrir þá aðför að þingi og þjóð, heiður hafa fyrir að stöðva gjörninginn. Vonandi verður þetta athæfi ríkisstjórnarinnar geymt en ekki gleymt í þjóðarsálinni.

Það er góð tillaga að kjósendur greiði atkvæði gegn því, "að vinna stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 20. okt. n.k." Það er forkastanlegt af ríkisstjórninni að fyrirmuna löglega kjörnum fulltrúum landsmanna á Alþingi, sjálfum þingmönnunum, að taka málið efnislega fyrir á Alþingi, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar, að marktækar tillögur um breytingar á stjórnarskránni verða að vera frá Alþingi komnar!!!

Megi þingmenn stjórnarflokkanna fjúka út í veður og vind í næstu kosningum.

Gott mál – og löngu tímabært – er að útskýra inngöngu í ESB sem stærra mál en upptöku evru. "Afsal valds Íslendinga yfir stjórnun fiskveiða og færsla valds til miðstýringarinnar í Brussel" eyðileggja framtíðarmöguleika þjóðarinnar og sjálfstæði hennar. Kannski vill formaðurinn útskýra fyrir þjóðinni, að hann sé á móti frekari samþjöppun valds í Brussel í sambandsríki svo flokksbróðir hans Illugi Gunnarsson viti, hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þeim málum? Hér dugir ekkert hálfkák - einungis skýr skilaboð.

Ísland hefur ekkert í Evrópusambandið að gera sem stefnir í stór- og hernaðarveldi. Formaður Sjálfstæðisflokksins nær eyrum þjóðarinnar á þessum nótum og veitir ekki af eftir mistök sín sem meðflutningsmanns Icesave-tillögu verstu ríkisstjórnar lýðveldisins. Margir kjósendur hafa enn ekki fyrirgefið Bjarna Benediktssyni né þingmönnum sjálfstæðismanna þau mistök.

Það er til ein regla í viðskiptum: Ef þú svíkur loforð þitt þarftu að bæta viðskiptavininum það 12 sinnum til að endurheimta fyrra traust.

Fundur dagsins vekur þær væntingar, að ef formaður flokksins heldur sig við að kynna niðurstöður sjálfstæðrar hugsunar, gæti svo farið að bæði hann og Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fyrri virðingu og traust hjá kjósendum. Til að ná því markmiði þarf flokksforystan þó að eyða mun fleiri hitaeiningum og verða stærri megafónn svo hugmyndir sjálfstæðismanna heyrist á landsvísu.  

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Mun hafna tillögu stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband