19.9.2012 | 17:37
ESB splundrar Evrópu - Fjórða ríkið á dagskrá.
Sú framtíðarsýn, sem 11-menningarnir frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Póllandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemburg, Danmörk, Portúgal og Austurríki leggja upp í nýrri lokaskýrslu hópsins "Framtíð Evrópu" er lokahnykkurinn á áætlun um að stofna ríki ríkjanna, 4:a ríkið undir stjórn Þýzkalands.
Með tali um aukið lýðræði innan ESB eins og t.d. að leyfa Evrópuþinginu að leggja fram lagatillögur, stjórnmálafylkingum Evrópuþingsins að setja fram forsetaframbjóðendur, sem kosnir verða í almennum kosningum, ætla ríkin 11 að afnema síðustu þjóðlegu einkennin og mótstöðuna fyrir myndun 4.a ríkisins.
Með "Framtíð Evrópu" bindur Þýzkaland nánustu bandamenn til sín, sem tryggir meirihluta við atkvæðagreiðslur og endanlega yfirtöku á ESB. Rætist þá gamall draumur Þjóðverja um að halda Bretum utanvið allar mikilvægar ákvarðanir og ekki síst öll VIÐSKIPTI.
Með lokaskýrslunni er teningunum kastað og ekki aftur snúið með ríkishugmynd, sem gefur Þýzkalandi á ný möguleikann á að byggja upp her og herveldi í áður óþekktum stíl. Þessi skýrsla mun splundra ríkjum ESB í fylgifiska Germaníu og þá, sem enn reyna að halda í þverrandi en raunverulegt lýðræði.
Spor sögunnar hræða og full ástæða að óttast, hvað framtíðin beri í skauti sér með endurvakningu og endurvæðingu þýzkrar vopnaframleiðslu og herafla.
Kannski er það núna, sem árangurinn af ráðstefnu nazista á stríðsárunum með iðjöfrum Þýzkalands er að koma í ljós?
Yfirskrift ráðstefnunnar var:
"Hvernig tryggjum við sigurinn, ef við töpum stríðinu?"
gs
Kjörinn forseti skipi evrópska ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Góður! Og þú ert að blogga hér um mjög alvarlega frétt.
Þetta höfum við þó lengi séð fyrir.
Það gerðu þeir úti í Brussel og Strassborg raunar líka, hversu ólíkindalega sem Esb-taglhnýtingar íslenzkir láta.
"Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, Rv. 1998, s. 103.)
Jón Valur Jensson, 19.9.2012 kl. 19:13
Sjá einnig HÉR um hernaðarbröllt Þjóðverja og Brusselmanna þessa dagana.
Jón Valur Jensson, 19.9.2012 kl. 19:20
Þakka þér Jón góð orð og einnig tilvitnun í Ragnar Arnalds. Ég er fullkomlega sammála og gleðst yfir þeirri góðu meiningu, að "Sjálfstæðið er sívirk auðlind"!
Mér sýnist augnablik sannleikans vera runnið upp og menn kasta af sér grímunni og tala feimnislaust um ríki ríkjanna og að Þjóðverjar fái að byggja upp her að nýju. Það áttu þeir samt ekki að fá að gera samkvæmt uppgjafarskilyrðum í stríðslok seinni heimsstyrjaldarinnar.
+++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Kkv.
Gústaf Adolf Skúlason
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 19.9.2012 kl. 21:24
Fín grein :)
Raunin er alltaf að koma betur í ljós.
A/B skipting ESB; Afskipti af fjárlögum hvers annars; löggæsluríki (ríki í ríkinu) osfrv.
Allt það sem andstæðingar ESB hafa varap hvcað mest við og fylgjendur reynt að tala niður.
Umræða hér um ESB (á íslandi) er enn á byrjunarreit enda drifin áfram af blokkunum yst á hvorum kanti (með vs mólti) og enn hefur engin óvilhöll fræðsla og/eða umræða farið fram.
Eitt hefur t.d. algjörlega gleymst, m.a. í foráttuheimsku Ömma Blanka um ESB of Shengen.... Bretar eru ekki í nema 2 af 3 hlutum Shengen og eru því enn með egin landamæragæslu og vegabre´faeftirlit. Þeir gerðu sé nefnilega grein fyrir því sem fæsti hafa gert hér... nefnilega að Bretland (eins og Ísland) er EYJA. Það skiptir akkúrat engu máli hvort vegabréfaskoðun taki 15-20 mínútur ef að lágmarkstíminn til og frá landinu er (með mætlingu, innritun, flugi og móttöku erlendis/hérlendis) 5-6 klukkutímar.
Nei, hér er enn allt eins. Pólitískussarnir enn sauðheimskir og Do-eröarnir fáir á þingi en flestir í einkageiranum.
Það eina jákvæða sem væri að ganga í svona löggæsluríki væri að vald pólitískussanna hér heima myndi minnka verulega.... en verst að þeir færu bara og drykkju sig fulla á okkar kostnað í Brussel í staðinn :/
Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.