Sannleikann segja Nigel Farage og félagar um fráleitt ofríki Evrópusambandsins gagnvart Íslandi

Þingmenn Brezka sjálfstæðisflokksins harma tilraunir Evrópusambandsins til að tryggja sér ítök á Íslandi í „gegnum samblöndu af fjármunum, diplómatísku ráðabruggi og blygðunarlausum hótunum,“ að sögn hins einarða Nigels Farage, leiðtoga flokksins. Flokkurinn (UK Independence Party) "hafnar lögmæti valds Evrópusambandsins til þess að setja hvers kyns lagasetningu og þar af leiðandi greiðum við atkvæði gegn öllum tillögum framkvæmdastjórnar sambandsins að lagasetningu," segir hinn sami Nigel Farage í samtali við blaðamann Mbl.is.

Sl. miðvikudag voru greidd atkvæði um refsiaðgerðir ESB gegn ríkjum sem sambandið telur stunda ósjálfbærar fiskveiðar. 659 greiddu atkvæði með þessari árás á íslenzkt fullveldi í eigin efnahagslögsögu, 8 sátu hjá, og aðeins 11 greiddu atkvæði gegn þessu. Af þeim ellefu voru níu þingmenn Brezka sjálfstæðisflokksins. Við eigum því hauk í horni í Nigel Farage og félögum hans í þeim flokki. Svo sannarlega er kominn tími fyrir Íslendinga að ljá eyra hinum bráðsnjöllu, leifturhvössu og unaðslega áheyrilegu ræðum þessa merkilega manns á Evrópusambandsþinginu. Hann telur ekki eftir sér að segja æðstu ráðamönnum þar til syndanna fyrir þeirra margvíslegustu óknytti og yfirgang.

Sjáið hér sannleikann sagðan hreinan og tæran í orðum vinar okkar, Nigels:

  • „Í þessu tilviki var ennfremur ánægjulegt fyrir okkur að lýsa yfir stuðningi okkar við Íslendinga sem sjálfstæða og fullvalda þjóð og við sjálfsagðan og óafsalanlegan rétt íslensku þjóðarinnar til þess að stunda fiskveiðar í eigin efnahagslögsögu."

Óafsalanlegur er sá réttur, eins og hann segir, en svikarar okkar á meðal vilja afsala honum til stórveldis.

Við svikurum er oft hægt að sjá, en það fer í verra, þegar skilningslausir eða óupplýstir sakleysingar gerast nytsamir málstað svikara, jafnvel sumir hverjir þvert gegn eigin vilja. Eru það mikil og þung örlög þjóða, ef og þegar atkvæði eða atfylgi slíkra ríður baggamun til að hnekkja réttarstöðu þeirra eigin landa.

Evrópusambandsinnlimunarsinnar í s.k. stjórnlagaráði, sem störfuðu þar í umboði 30 lögbrota-þingmanna, voru nægilega öflugir til að koma þar í gegn fisléttu, áróðurshljómandi ákvæði um fullveldisframsal til Evrópusambandsins (það er það eina, sem þeir meina með 111. grein sinni), ákvæði sem fer fram hjá flóknum, margvíslegum fyrirstöðum núverandi stjórnarskrár gegn fullveldisframsali. Tókst þeim að narra þar með sér alla aðra í "ráðinu"! Er það makalaus vísbending um vanhæfi þessa illa undirbúna hóps til stjórnarskrárgerðar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ánægjulegt að styðja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hræsni og "sannleikur"!

Sjálfstæðisflokkurinn er með það á hreinu bak við tjöldin, að hann ætlar í ESB-verkalýðsbaráttu-lausa ESB-þrælasambandið. Samfylkingin er bara blekkingar-framlenging á Sjálfstæðisflokknum.

Spillingin blómstrar.

Sumir segjast vera hættir að styðja spillingar-Sjálfstæðisflokkinn, en tala samt alltaf fyrir þann flokk!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2012 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband