Teknókratinn Maríó Monti er búinn að finna lausnina á evru-, skulda-, stjórnmála- og þjóðfélagskreppu ESB:
Banna stjórnmálamönnum að tala um evruvandann.
Þessar hugmyndir hafa heyrst áður en Monti vill, að stjórnmálamönnum verði fyrirskipað, hvað leyfilegt er að segja á opinberum vettvangi. Í ræðu í Fiesoli á Ítalíu líkti Monti evrunni við "kórónu" á dómkirkjunni og óttast að umræðustíllinn á evrusvæðinu eyðileggi alla bygginguna.
" Við verðum ef til vill að ræða í Evrópuráðinu, hvort það sé ekki tímabært að koma með reglur um opinberar yfirlýsingar þeirra, sem vilja láta kalla sig leiðtoga í Evrópu."
Monti lagði til, að stjórnmálamönnum yrðu lagðar sérstakar reglur um, hvað má segja og ekki segja, svo hægt sé að bjarga evrusvæðinu.
Monti er ekki sá fyrsti, sem telur að þessi leið geti bjargað evrusvæðinu. Þegar þýzki stjórnmálamaðurinn Alexander Dobrindt lýsti þeirri persónulegri skoðun sinni, að Grikkland yfirgæfi evrusvæðið þegar árið 2013, reiddist Angela Merkel og lýsti því yfir, að þýskir stjórnmálamenn mættu ekki tala þannig, að möguleikar ykjust á Grikkland færi.
Allar götur frá stofnun ESB og upptöku evrunnar hafa ráðamenn ESB í Brussel blásið á þá, sem bent hafa á að evran er stjórnmálaverkefni en ekki efnahagslegt og þess vegna dæmt að mistakast. Einnig hafa þeir, sem bent hafa á, að hugmyndin um bandaríki Evrópu getur ekki gengið upp vegna gjörólíkra aðstæðna í Evrópu samanborið við USA. Ráðamenn ESB hafa úrskurðað allt tal af þessu tagi sem "andevrópskan áróður" og sakað alla, sem ekki hafa trúað á verkefnið um að vera óvinir fólksins í ESB.
Á meðan ESB brennur, evrusvæðið liðast sundur og þjóðfélagsleg átök magnast um álfuna alla, ætla teknókratarnir að banda vandamálunum frá sér með því að banna opinbera umræðu um þau. Einungis má flytja hallelújaræður um ágæti evrunnar og ESB.
Hvað er langt síðan svona hugmyndir réðu ríkjum í Evrópu? Vill einhver fá þá ógnaröld aftur? /gs
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.