Framsókn veitir þjóðinni brautargengi í baráttunni gegn svikum VG og ESB-aðlögun

Vigdís Hauksdóttir, hinn góði fulltrúi meirihluta þjóðarinnar í baráttunni fyrir sjálfsforræði Íslands, samkvæm sjálfri sér í hugsun og athöfnum, ein af skærum stjörnum Framsóknarflokksins, sem staðið hefur staðföstum fótum á landsins grund í baráttunni gegn erlendri ásælni og svikulli ríkisstjórn í Icesave, ESB-aðlögun og nú síðast makríldeilu, hefur fullkomlega rétt fyrir sér, þegar hún bendir á hræsni Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.

Stór orð innanríkisráðherrans um lýðræði og möguleika landsmanna að kjósa um afstöðuna til aðildarumsóknar ríkisstjórnarinnar til ESB reyndust tóm og nakin blekking, þegar tækifæri gafst á Alþingi til að kjósa um málið, vegna frumvarps Vigdísar Hauksdótturs.

Það virðist ekki duga fyrir ráðherra VG að svíkja kjósendur einu sinni. Aftur og aftur þegar tækifæri gefast til að efna orðin endurtaka þeir svikin, sem stöðugt stækka og rista dýpra í samfélaginu. Er nú svo komið, að grasrót VG er orðið ljóst, að forvígismenn flokksins ná ekki út fyrir ráðherrasetuna og búnir að hengja sig aftan í Brussel-elítu Samfylkingarinnar.

Eins gott fyrir ráðamenn VG að kasta þykjustu lýðræðisgrímunni og segja bara hreint út: Við viljum að Ísland gangi í ESB og við vinnum að því 24 tíma á sólarhring.

Hverslags afstaða er það til málefnis að segja að það sé rangt hjá öllum öðrum en aðeins "rétt" í eigin hendi? Eða hvenær verður það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að gefa kjósendum "leyfi" til að segja álit sitt?

Er ekki bara alveg eins gott fyrir Ögmund að hoppa í pakkann með menntaklíku Samfylkingarinnar sem segja við landsmenn: "þið fáið að tala, þegar við erum búin að troða Íslandi inn í ESB?"

Er til meiri hræsni en að láta eins og maður sé á móti aðild á sama tíma og maður vinnur að aðild? Að plata landsmenn til að halda að þeir fái að segja sitt álit á meðan unnið er að því að taka landið frá þeim? 

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Vigdís sakar Ögmund um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband