4, 12, 50 og 200 mílna fiskveiðilögsaga: áfangasigrar í krafti fullveldis íslenzka ríkisins

Hálf öld er liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur. Þá stækkaði hún um nær 220%, var þá orðin tvöföld stærð landsins, en með 200 mílna lögsögunni 1975 varð hún 7½-föld stærð landsins. Þetta gaf FULLVELDIÐ okkur.

Vopnum beittum við til að tryggja okkur þennan gríðarmikilvæga ávinning hins sjálfstæða ríkis, togvíraklippunum, sem halaklipptu brezka landhelgisbrjóta 82 sinnum með stórskaða fyrir þá.

Ekki er að spyrja að því, að stæðum við nú í sömu sporum og þá, með 12 mílna fiskveiðilögsögu, eins og við höfðum 1958-1972, og værum í núverandi Evrópusambandi, þá ættum við ekkert forræði þessara mála -- það væri allt í Brussel, samkvæmt hinum rómaða Lissabon-sáttmála !

Ömurlegt er hlutskipti þeirra manna sem mæla með framsali fullveldis okkar til evrópsks stórveldis. Á þjóðveldisöld hefði ugglaust mörgum þótt við hæfi að dæma baráttumenn fyrir slíku í eina hörðustu refsinguna: skóggang, þ.e. ævilanga útlegð, eða að öðrum kosti fjörbaugsgarð, þriggja ára útlegð.

Þarf að fara að endurskoða hegningarlögin?

Jón Valur Jensson. 


mbl.is 40 ár frá stækkun fiskveiðilögsögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig væri að skella bara togvíraklippum á ESB umsóknina?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2012 kl. 21:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góð hugmynd, Guðmundur!

Jón Valur Jensson, 1.9.2012 kl. 21:57

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er óhætt að segja að við höfum áður lifað á ólgutíma eins og núna og stórum og miklum tímamótum sem Þjóð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2012 kl. 02:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt mælir þú, Ingibjörg.

En í Sjónvarpinu var verið að fjalla um útfærsluna í 50 mílur í fréttatímanum nú kl. 19 og þ. á m. um togvíraklippurnar. Eftir umfjöllun fréttamanns bætir þulurinn svo við, eins og til að "leiðrétta" þann fyrrnefnda, en flytjandi sjálf(ur) sögulega skekkju í máli sínu: "Og þorskastríðin voru að sjálfsögðu tvö, ekki þrjú, svo að því sé til haga haldið" (!).

En þetta var vitaskuld rangt. Dr. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur talaði jafnvel um mörg þorskastríð, að meðtöldum þeim erjum sem áttu sér stað á miðöldum, en á 20. öld eru þau hins vegar talin þrjú: 1958-61, 1972-3 og 1975-6.

Um þetta fjallar m.a. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í bók sinni Þorskastríðin þrjú: saga landhelgismálsins 1948-76, Reykjavík : Hafréttarstofnun Íslands, 2006,171 s. m. myndum. Eftirmáli er þar eftir þjóðréttarfræðinginn Tómas H. Heiðar (s. 157-168) og einnig styttri formáli.

Jón Valur Jensson, 2.9.2012 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband