Atvinnuleysi innan ESB eykst jafnt og þétt og hefur aldrei mælst hærra en í síðustu mælingu hagstofu ESB Eurostat. Verst sett eru ungmenni Grikklands, Spánar, Portúgals og Ítalíu með yfir helming án atvinnu á Grikklandi og Spáni.
Tölur Eurostat sýna aðeins hið opinbera skráða atvinnuleysi. Raunverulegt atvinnuleysi er mun hærra og hafa sumir nefnt allt að 25 miljónum manna í því samhengi. Það eru 75 atvinnulaus Íslönd í 27 ríkjum ESB.
Það er ótrúlegt að fylgjast með íslenskum aðildarsinnum banda þessum hörmungum frá sér eins og um vorþey sé að ræða. Hin skelfilega gríma kreppunnar læsir atvinnuleysisklónum í fólk, sem ekkert vill annað gera en sjá sjálfu sér og sínum farborða. Persónulegar hörmungar stundum með sjálfsmorði sem einu útgönguleiðina, sem fólk grípur til í hreinni örvæntingu eins og sést í stórauknum mæli í Grikklandi og á Spáni.
Allar innbyrðis félagslegar mótsetningar herðast og deilur brjótast út og ekki er víst að táragas dugi til og seilst verði í vopnin. Engu er líkara en að tíminn fyrir seinni heimstyrjöldina sé að byrja endurtaka sig.
Íslenskir "jafnaðarmenn", sem í dag eru mest samsettir af menntafólki án tengsla við vinnandi stéttir, virðast vera kaldir og hjartalausir. Þeir afneita með öllu, að til sé kreppa innan ESB. Hvað þá evrukreppa. Sjá þeir ekki örvæntingu fólksins? Sjá þeir ekki hungur barnanna? Hvaðan kemur blinda þessarra krata og hroki yfir öðrum? Er það fjarlægðin sem orsakar það? Eða er það blind hlýðni við "leiðtogann" og "flokkslínuna" sem er orsökin?
Víst er, að þessi raunveruleikafirring er allri þjóðinni til skaða vegna valdastöðu þessarra afneitunarsinna. Sem betur fer þekkir þjóðin sína vitund og hlýðir ekki blindingjum eins og sýndi sig í Icesave./gs
Mesta atvinnuleysi síðan 1995 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.