Enginn meiri frestur til Grikklands. Fá lán til grískra og írskra smáfyrirtækja.

Michael Fuchs formaður þingflokks Kristilega demókrataflokks Angelu Merkels sagði í viðtali við BBC, að Grikklandi verði ekki gefinn frekari frestur til aðlögunar að kröfum þríeykisins: AGS, ESB og SE: "Við höfum þegar veitt miklu meiri frest en gert var ráð fyrir í upphafi." Fuchs gaf í skyn, að "allir séu nú undirbúnir" fyrir að Grikkland yfirgefu evrusvæðið. Hann bætti því við, að kanslari Þýzkalands Angela Merkel væri sammála þessu.

Irish Time skrifar um það í vikunni, að grískir bankar séu verstir innan evrusvæðisins að lána út fé til smáfyrirtækja. Þétt á eftir koma írskir bankar samkvæmt nýrri skýrslu Seðlabanka Írlands, sem bankasamtök á Írlandi hafa mótmælt. Írsk smáfyrirtæki eiga helmingi oftar á hættu að fá neitun láns en gengur innan evrusvæðisins (sjá frétt hér fyrir neðan). Eitt af hverjum fjórum fyrirtækjum er neitað um lán á Írlandi í samburði við eitt af 28 í Þýzkalandi. Útlán dragast saman jafnt og þétt í takt með að evrukreppan dýpkar./gs


mbl.is Grikkir vilja meira „andrými“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband