Nú hriktir í VG og stjórnarmeirihluti um ESB-umsókn fallinn. ÞÖGGUN ríkir hjá ritstjórn Fréttablaðsins!

Þessa menn er verið að setja í einangrun í VG: Steingrím J., Árna Þór, Björn Val og Þráin. Gegn þeim fjórum eru hinir átta þingmenn flokksins sem vilja endurskoða í grunninn ESB-umsóknina eða kasta henni fyrir róða. Allar þingkonur flokksins eru komnar í andófssveitina: Álfheiður Ingadóttir, Þuríður Backman, Lilja Rafney og Guðfríður Lilja, auk Katrínar og Svandísar, sem komust í fyrirsagnir á sannleiksleitandi fréttastofum um helgina.

Þetta eru mikil tíðindi, og um þessi mál skrifaði undirritaður rétt í þessu í ýtarlegri grein, sem hér skal vísað til: "Endurskoðunarstefnan" gagnvart Esb-umsókn styrktist mjög um helgina. Sannleiksfælið Esb-Fréttablaðið virðist ekki hafa frétt af því! -- Þetta síðastnefnda kemur til af ALGERRI ÞÖGGUN Fréttablaðsins í dag um þetta mál.

Vonandi verður þetta til þess, að við losnum við ESB-innlimunarumsóknar-óværuna af íslenzkum þjóðarlíkama og það sem allra fyrst.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti snýst gegn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband