Við verðum að undirbúa okkur fyrir komandi Evrópustorm

Þannig hefst grein, sem skrifuð er af íhaldsþingmanninum Dominic Raab í Telegraph 4. ágúst. "Við verðum að undirbúa okkur fyrir komandi Evrópustorm" er viðvörun Raab til samlanda sinna í Bretlandi.

"Grikkland vantar tugi miljarða evra til að halda sér á floti, Spánn er tilbaka á hættusvæðinu og loforð Hollande um skatta á hærri tekjur og fyrirtæki ásamt lægri ellilífeyrisaldri geta grafið Frakkland dýpra í gröf ríkisskulda. Kosningar í Hollandi í næsta mánuði kynda undir skoðanir um að hætta stuðningi við gjaldþrota evruríki á sama tíma og 200 þýzkir hagfræðingar hafa varað Merkel kanslara við "þjóðnýtingu" slæmra evrópskra skulda.

Hinn fjárhagslegi og pólitíski raunveruleiki beinir sjónum að endurskipulagningu eða sundurliðun evrusvæðisins. Hver sem útkoman verður, þýðir hún fjárhagslega áhættu fyrir Bretland, sem einnig tengist pólitískum möguleikum. Hvernig eigum við að undirbúa okkur?" spyr Dominic Raab.

Dominic Raab segir, að stærsta hættan fyrir Breta sé dómínóáhrifin ef eitthvert ríki evrusvæðisins fari úr því eða verði gjaldþrota." Í ár ná skuldir breskra banka 448 % af þjóðarframleiðslunni. Sameiginleg binding breskra banka til Írlands, Spánar, Ítalíu, Portúgals og Grikklands eru um 190 miljarðar breskra punda - stærri en sambærileg binding þýskra banka. Skattgreiðendur hafa ekki efni á nýrri skuldbindingarumferð og geta heldur ekki afborið slíkt eftir Libor-skandalinn."

Dominic Raab telur, að vegna stöðugra breytinga á meginlandinu munu pólitísk tækifæri skapast fyrir Bretland til að hefja úrsagnarferil Breta eða a.m.k. að endursemja um betri kjör. Dominic bendir á að 54 % vilji, að Bretar gangi úr ESB en aðeins 20 % séu því mótfallnir. Hann leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu í tveimur áföngum: þá fyrri til að veita stjórnmálamönnum umboð til endursamninga og þá síðari til að samþykkja nýjan samning eða úrgöngu úr Evrópusambandinu. 

"Það eru engar áhættulausar útkomur í stöðinni á þessum óvissutímum. Besti undirbúningurinn fyrir komandi Evrópustorm er að halda sér að þeim fjárhagslegum og pólitískum verkfærum, sem Bretland getur stjórnað." /gs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband