4.8.2012 | 09:26
Frakkland á leiðinni í hyldýpið
Eftir að fregnir berast af lækkun lánshæfileika 15 ítalskra banka kemur röðin næst að Frökkum. Franskir bankar eru þungt settir vegna evrukreppunnar í Suður-Evrópu og lánakjör þeirra geta ekki haldið áfram án þess að vextir hækki. Hagnaður bankanna hrynur, t.d. tilkynnti Société Général-bankinn um 42% minni hagnað á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alcatel-Lucent kynnti um tap upp á 254 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi.
Stóraukið rekstrartap stórra iðnaðarfyrirtækja í bílaiðnaði og öðrum greinum leiðir í byrjun til uppsagna fólks í tugþúsundatali. Peugot tapaði nettó strax undir einum milljarði evra á fyrri helming ársins og segir upp 8000 í Frakklandi í fyrstu uppsagnarlotunni. Saint-Gobain, eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði glerafurða og annarra sérefna, missti 34% af tekjum á fyrstu sex mánuðunum miðað við sama tíma í fyrra. Hjá Renault lækkuðu tekjurnar yfir 1,25 milljarða evra. Sementsframleiðandinn Lafarge tapaði heilum 72% af hagnaði og ætlar að segja upp yfir 5000 manns í Frakklandi. Flugfélagið Air France-KLM tapaði 895 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi í ár.
Samtímis hefur franska ríkisstjórnin þurft að endurskoða og skera niður allar tölur um hagvöxt, sem eru í augnablikinu um 0,3%. Ekki er ólíklegt að þessar tölur breytist hratt komandi mánuðina, þegar kreppan nær tökum á frönsku efnahagslífi. Ríkisstjórn Hollande segist vilja koma hjólunum í gang en há skuldastaða Frakklands nær brátt 90% af þjóðarframleiðslu og verður ekki aukin nema með ærnum vaxtahækkunum, sem setja þá Frakkland í sömu stöðu og Ítalíu og Spán. Aukinn kostnaður vegna atvinnuleysis eykur heldur ekki svigrúm ríkisstjórnarinnar til að koma með nýjar endurbætur. Hollande hefur hækkað skatta til að auka tekjur ríkisins í stað þess að draga niður útgjöldin. Það mun leiða til minni neyslu og samfara minni tekjum heimilanna verður útkoman vel þekkt: neikvæð hringiða beint í hyldýpið.
Hrun bílaiðnaðarins kemur til með að kosta minnst hálfa milljón manns atvinnuna, segir Bloomberg og bendir á erfiðleikana hjá Peugeot, Citroën og Fíat. EF það reynist rétt, þá hafa samtals 800 þús. manns misst atvinnu í greininni síðan 2007.
gs
Lánshæfi 15 ítalskra banka lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.