Traustið á ESB í sögulegu lágmarki

Síðasta skoðanakönnun framkvæmdastjórnar ESB EUROBAROMETER um eigið ágæti Evrópusambandsins sýnir, að á fimm árum hefur traust almennings á stofnunum ESB hrunið frá 57 % niður í 31 %. Frá síðustu mælingu haustið 2011 er fallið 3 %. Á sama tíma hefur framtíðarviðhorf almennings, sem árið 2007 var jákvætt hjá 52 % viðmælanda hrunið niður í 31 %. Neikvætt viðhorf til framtíðarinnar hefur tvöfaldast frá 14 % ár 2007 til 28 % ár 2012. Samkvæmt könnuninni vilja 52 % enn hafa evrópskt myntbandalag með einum gjaldmiðli evrunni á meðan andstaðan hefur aukist verulega og 40 % eru á móti ESB og evrunni. Þá er traust fyrir þjóðþingum og ríkisstjórnum einnig í sögulegu lágmarki skv. könnuninni.

71 % töldu efnahag eigin þjóðar vera alslæman á meðan 27 % töldu efnahaginn vera í góðu lagi. Mest var óánægjan 100 % í Grikklandi en minst 15 % í Svíþjóð. Á Spáni er 99 % óánægja, 97 % í Portúgal, 96 % á Írlandi, 93 % í Ungverjalandi, 92 % á Ítalíu, 91 % í Búlgaríu, og 90 % í Rúmeníu með Serbíu, Lettland, Litháen, Króatíu, Frakkland, Kýpur, Tékkóslóvakíu og Bretland á eftir. Ánægðastir með eigin efnahag eru 83 % Svía, 82% Lúxembúrgara, 77 % Þjóðverja, 68 % Finna ásamt Austurríki, Danmörku, Möltu, Hollandi, Eistlandi og Belgíu.

Flestir eða 45 % upplifa verðhækkanir/verðbólgu, sem mikilvægasta atriðið að glíma við í augnablikinu, 21 % atvinnuleysi, 19 % efnhagsástand eigin lands, 15 % eigin peningastöðu og 15 % heilbrigðis- og velferðamál. 

Sem svar við spurningunni um, hvaða mál eru mikilvægust fyrir sérhvert land svöruðu 46 % atvinnuleysi, 35 % efnahagurinn, 24 % verðbólga, 19 % ríkisskuldir, 12 % heilbrigðis- og velferðarmál, 11 % glæpir, 9 % skattar, 9 % ellilífeyrir, 8 % innflytjendamál, 8 % menntun, 4 % híbýli, 4 % umhverfismál og 2 % hryðjuverk.

Þegar spurt var um, hvort efnahagskreppan hefði náð hámarki eða það versta væri eftir, halda 60 % að það versta sé eftir, sem er 8 % færri en í síðustu mælingu. 30 % telja að kreppan hafi þegar náð hámarki miðað við 23 % í fyrra. Yfir helmingur íbúa 21 ríkja ESB telur, að það versta sé eftir.

26.637 einstaklingar í ESB voru spurðir ásamt 6.091 einstaklingum í umsóknarríkjum þar af 500 einstaklingar á Íslandi eða samtals 32.728 einstaklingar.

Könnunina má nálgast hér.

gs


mbl.is Atvinnuleysi aldrei meira í evrulöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband