25.7.2012 | 23:52
Ólafur forseti: Þjóðinni best borgið utan við Evrópusambandið
- Mín afstaða hefur byggst á nokkrum atriðum. Eitt er að við erum hluti af Norður-Atlantshafinu og norðurhluta Evrópu. Nágranni okkar í vestri, Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið. Nágranni okkar í austri, Noregur, gekk tvisvar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í Evrópusambandið og mistókst í bæði skiptin. Ef þú ferð um alla norðanverða Evrópu frá Grænlandi gegnum Ísland, Bretland, Noreg, Danmörku og Svíþjóð er það ekki fyrr en á Finnlandi sem þú finnur evruríki."
Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali á sjónvarpsstöðinni France 24 í dag.
"Í reynd hefur nánast öll Norður-Evrópa ákveðið að halda í eigin gjaldmiðil og ef þú bætir við landfræðilegri staðsetningu okkar og hvernig nágrannaríki okkar hafa valið að fara aðra leið í gjaldmiðilsmálum og bætir svo við yfirráðunum yfir landhelginni og auðlindum landsins. Það hefur alltaf verið mitt mat að það væri betra fyrir Ísland, að þessu gefnu, að halda þjóðinni utan við Evrópusambandið, sagði Ólafur Ragnar.
Evran engin ávísun á árangur
Ég held að allir átti sig á því að einn mesti lærdómur sem Evrópuríkin geta dregið á undanförnum árum er sú staðreynd að evran sjálf er ekki ávísun á neinn árangur. Raunin er sú að evrusvæðið er það svæði sem hefur endurtekið þurft að horfast í augu við áhrif kreppunnar og hefur haldið fleiri neyðarfundi um gjaldmiðilinn en nokkurt annað svæði í heiminum, sagði Ólafur Ragnar þegar hann var inntur eftir því hvort evran væri ekki betri hér á landi í því ljósi að hér væri tíð verðbólga og háir vextir.
Krónan mikilvægur hluti af lausninni
Þegar bankarnir voru meðal stærstu fyrirtækja landsins var hægt að halda því fram að krónan hafi jafnvel verið hluti vandans. En það á ekki við lengur og við endurreisn landsins er það svo að krónan er mikilvægur hluti af lausninni. Sú staðreynd að með því að geta fellt gjaldmiðilinn gátum við gert útflutningsgreinarnar, orkugeirann, fiskinn, ferðageirann og tæknigeirann betur samkeppnishæfa og framsækna ..."
Sjá áfram þessa frétt á Mbl.is: "Sigur lýðræðislegrar byltingar".
Sigur lýðræðislegrar byltingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 27.7.2012 kl. 00:16 | Facebook
Athugasemdir
Er það ekki rétt hjá mér að evran hafi dalað gagnvart íslensku krónunni, frá því að vera kring um 166 kr. niður í 156? Það heyrist ekkert um þetta, en ég hlustaði á samtal viðskiptafræðings sem var að kaupa inn tæki frá Austurríki, og þá kom þetta í ljós.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 15:02
Takk, Ásthildur, fyrir innleggið.
Hér er myntbreytu-apparat: http://www.mbl.is/vidskipti/
Þar geturðu séð, að í dag er evran komin niður í einungis 151,62 kr., en dollarinn er = 124,09 kr.
Jón Valur Jensson, 26.7.2012 kl. 19:05
Já það er afskaplega lítið talað um þetta í fjölmiðlum tengdum ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.