Tilraunin með evruna á nýtt stig

Varla var afgreiðslu nýjasta "neyðar"lánsins til Spánar lokið, þegar markaðir tóku nýja dýfu niðurávið og sendu vaxtakröfur á Spán yfir 7,5%. Nú er búist við, að fjórða stærsta efnahagskerfi ESB, Spánn, þurfi að biðja um neyðaraðstoð frá AGS, SE og ESB eins og Grikkland til að geta greitt afborganir og vextir af lánum, sem þarf að greiða seinna í ár.

Þetta kemur fram í sömu andrá og fleiri landssvæði á Spáni snúa sér að yfirvöldum vegna þess að þau eru í raun gjaldþrota. Valencia hefur tilkynnt um beiðni til ríkisstjórnar Spánar upp á 200 til 300 miljónir evra. El País lagði til á laugardaginn, að fimm önnur svæði á Spáni veltu fyrir sér beiðni um fjárhagsaðstoð, þar á meðal tvö fjölmennustu svæði Spánar Andalúsía og Katalónía. Samkvæmt El País skulda 17 svæði Spánar um 140 miljarða evra og þar af þarf að fjármagna greiðslur 36 miljarða evra í ár. 

Fjármálaráðherra Spánar Luis de Guindos afneitaði þörf á fullum "björgunarpakka" til Spánar í morgun en hittir samt þýzka fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble í Berlín til að ræða Spánarkreppuna. Utanríkisráðherra Spánar, José Garcá Margallo beinir því til Seðlabanka Evrópu, "að einhver verður að veðja á evruna - og hver getur gert það betur en SE?" Mario Draghi bankastjóri SE bendir hins vegar á, "að hlutverk SE er ekki að leysa fjárhagsvandræði einstakra ríkja."

Á sama tíma berast fréttir um, að þolinmæði AGS er á þrotum gagnvart Grikklandi og AGS íhugi að halda aftur af umsömdum peningagreiðslum til Grikklands í framtíðinni vegna þess, að Grikklandi takist ekki að halda ríkisskuldum undir 120% af þjóðarframleiðslu ár 2020. Grikkland gæti þurft allt að 50 miljarða evra aukaaðstoð bráðlega, sem hvorki AGS né ýmis evrulönd eru reiðubúin að fallast á. T.d. segir Süddeutsche eftir heimildum ríkisstjórnar Þýzkalands, að það sé "óhugsandi" fyrir Angelu Merkel að biðja þingið um að afgreiða þriðja "björgunarpakkann" fyrir Grikkland á sama tíma og ýmisir aðrir stjórnmálamenn viðra opinskátt, að það verði allt í lagi, þótt Grikkland yfirgefi evrusvæðið.

Það, sem einkennir allt "lausnar"ferlið á skuldavanda evruríkjanna er, að það virðist annars vegar ekkert að marka "aðstoð", sem veitt er till viðkomandi ríkja, vegna þess að tölurnar hækka alltaf eftirá og þörfin á meiri og hærri peningagjöfum fylgja í kjölfarið. Hins vegar er komið að endamörkum þolmarka í stjórnmálum og efnahagsmálum "aðstoðar"ríkjanna, sem ógnar áframhaldandi evrusamstarfi og stjórnmálasamstarfi. Stjórnmálaspenna í löndum, sem eru að baki "neyðarpakkanna" hefur aukist og einnig á þjóðfélagslega spennan eftir að aukast mjög í þeim löndum, sem taka þurfa á sig neyðarskilmála, þegar niðurskurðaraðgerðir gera vart við sig að fullu t.d. á Spáni. Andstaða margra stjórnmálamanna við að ganga lengra á þessarri braut t.d. með hótun Finna að draga sig úr evrusamstarfinu skilur raunar ekkert eftir nema brotlendingu evrunnar, evrusamstarfsins og hrun á mörkuðum.

Þjóðverjar m.fl. ætla að notfæra sér ástandið til að þvinga stofnun alríkisins í gegn og kemur væntanlega í ljós á haustmánuðum, hversu mörg lönd þeir fá með sér í þann leiðangur.

gs


mbl.is Sækir Spánn næst um aðstoð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband