Í grein í Dagens Nyheter 17. júlí skrifar Assar Lindbeck, hagfræðiprófessor við alþjóðlegu efnahagsstofnunina IIES við háskólann í Stokkhólmi, að "Myntbandalagið, sem við kusum om 2003, fyrirfinnst ekki lengur og það er ómögulegt að sjá fyrir, hvers konar myntbandalag verður til eftir fimm eða tíu ár. Ég tilheyri þess vegna þeim, sem finnst að Svíþjóð eigi að bíða og sjá, hver þróunin verður á EMU í framtíðinni áður en við tökum aftur upp spurninguna um sænska aðild."
"Það er varhugavert þegar evruríkin, að því er virðist, eru að breyta tímabundnum kreppuaðgerðum í endanlegt aðstoðarkerfi fyrir lönd með veikan ríkisfjárhag. Stjórnmálamenn evrulandanna og leiðtogar ESB eru á fleygiferð að byggja upp nokkurs konar tryggingakerfi fyrir þessi ríki. Þróunin tekur ekki bara á sig mynd sameiginlegra hjálparsjóða heldur einnig tillagna um sameiginlega tryggð ríkisskuldabréf (evruskuldabréf) og mögulega yfirríkjavald til skattlagningar innan ESB og evrulandanna. Á hagfræðingamáli mætti segja, að evrulöndin séu að byggja upp kerfi fyrir endanlegt "moral hazard", þ.e.a.s. kerfi stöðugra freistinga fyrir ríkisttjórnir til að stunda óabyrga fjármálastefnu til langtíma á annarra kostnað."
Assar Lindbeck telur, að eina leiðin til að viðhalda fjármálasjálfstæði þjóðríkja í gjaldmiðilssamstarfinu, er að bann Maastrichtssáttmálans við fjármögnun einstakra ríkja ("non-bail out") verði einnig látið gilda fyrir Seðlabanka Evrópu. Gangi það ekki eftir verði sameiginlegt "fjármálabandalag" eftir á borðinu.
"En ég dreg í efa, að íbúar landa í vandræðum með ríkisfjármálin samþykki yfirstjórn eða niðurskurði, sem stjórnmálamenn annarra landa ákveða. Ég er heldur ekki sannfærður um, að íbúar landa sem ekki eru í vandræðum með ríkisfjármálin vilji íklæðast hlutverki hins gjafmilda stórabróðurs. Ég á þess vegna erfitt með að trúa á hugmyndina um langt gengna miðstýringu fjármálastjórnunar yfir þjóðunum.
Ég kaus sjálfur "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2003, þegar kosið var um, hvort Svíþjóð ætti að ganga með í myntbandalagið. Þá datt mér engan veginn í hug, að bann Maastrichtssáttmálans um að "leysa út" lönd með slæman efnahag yrði yfirgefið fyrir skyndistuðning til einstakra ríkja. Þaðan af síður gat ég ímyndað mér að endanlegu tryggingarkerfi yrði komið á með yfirríkjastjórn fjárlaga einstakra ríkja."
Assar Lindbeck er hagfræðiprófessor við alþjóðlegu efnahagsstofnunina IIES við háskólann í Stokkhólmi. 1992-1993 var hann í forsvari fyrir Lindbecknefndinni, sem aðstoðaði ríkisstjórn Svíþjóðar að leysa efnahagskreppu á þeim tíma.
gs
Spánn og Grikkland fá betri vaxtakjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.