Enga samninga um makrílinn við villugjarnt og ofstopafullt ESB

Pistill Jóns Kristjánssonar fiskifræðings - hér á Moggabloggi: Ekki semja um makrílinn! - er stórmerkur og sýnir okkur enn - nú með rökum fiskifræðinnar - að fráleitt er að stjórnvöld hér láti Evrópusambandið kúga sig til samninga um makrílveiðar. Jón segir að stofnmæling á makríl sé "tóm vitleysa" og ráðgjöfin hjá Alþjóða-hafrannsóknaráðinu (ICES) í samræmi við það.

Grein Jóns er ótrúlega spennandi lestur, og bezt er að menn lesi hana sjálfa, en auk fyrri raka okkar í málinu er nú alveg ljóst af máli hans, að stjórnvöldum hér ber nánast bein skylda til að slíta viðræðum við Evrópusambandið í þessu máli. Þá geta Brusselmenn setzt niður, gripið um höfuðið og reynt að hugsa málið upp á nýtt og nú út frá staðreyndum um það, hvar makríllinn heldur sig og leitar að fæðu, sem honum er ekki boðið upp á í lögsögðu ESB-ríkja.

JVJ.


mbl.is „Ekki semja um makrílinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei, alls ekki semja um það sem er okkar lögbundinn réttur.

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2012 kl. 02:13

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Jón Kristjánsson fiskifræðingur færir sterk rök fyrir skoðun sinni, sem og einnig um fiskveiðistjórnun á Íslandi, þannig að maður spyr sig fyrir hverja yfirmenn sjávarútvegsmála Íslands eru að vinna úr því að þeir eru ekki nú þegar búnir að taka fastar á þessu makrílmáli en þegar er komið í ljós.

Kristinn Snævar Jónsson, 7.7.2012 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband