Brot á Maastricht-samningnum að "bjarga evrunni" segir prófessor Mats Persson við Stokkhólmsháskóla

250px Mats Persson 2008 1

Gústaf Adolf Skúlason ritar:

Prófessor Mats Persson við Stokkhólmsháskóla hefur nýverið skrifað ritið "Evrópska skuldakreppan", þar sem hann telur aðgerðir leiðtoga ESB til björgunar evrunni brjóta í bága við skilmála Maastricht-samningsins frá 1992, sem eru "stjórnarskrá" ESB. Hann segir, að bankarnir séu sigurvegari í stöðunni og ný lán til Grikklands eða annarra landa munu ekki bjarga evrunni. "Í staðinn eykst þróunin að fjármálasambandi í Evrópu á meðan bankar eru hvattir til hættulegarar áhættutöku. Það mælir gegn anda Maastrichts-samningsins," skrifar Mats Persson.

Í grein í Dagens Nyheter í morgun skrifar Mats Persson: "Með bókinni "Evrópska skuldakreppan" vill ég skapa umræður um "björgunarpakkana", sem leiðtogar Evrópu hafa veitt og halda áfram að búa til. Björgunarlánin eru í reynd stuðningur við spekúlerandi eigendur bankanna. Með þeim hafa leiðtogar Evrópu sent bönkunum þau skilaboð, að þeir geta tekið stórkostlegar áhættur: ef vel gengur hagnast eigendur bankanna mjög vel - ef illa gengur taka skattgreiðendur tapið á sig."

"Bankaeigendur evrópskra banka tilheyra sigurvegurum þeirrar stjórnmálastefnu, sem viðgengist hefur árin 2010 og 2011. En sigurvegarirnir eru fleiri. Framkvæmdanefnd ESB hefur verið einn ákafasti talsmaður hjálparlána til skuldugu ríkjanna. Starfsmenn hennar telja nefnilega, að rétt sé að breyta myntbandalaginu í fjármálasamband með miklu meiri miðstýringu en viðgengst í dag, þar sem hluti skatta og útgjalda landanna verður ákveðinn sameiginlega í Evrópu. Slíkt samband mundi að sjálfsögðu búa til miklu fleiri áhugaverða framamöguleika fyrir þá stétt alþjóðlegra búrókrata, sem lifir í Brussel.

Sú afstaða, að myntbandalagið verði að þróast í fjármálasamband er í skærri mótsögn við Maastricht-samninginn. Þar var afstaðan hið gagnstæða: skuldug lönd verða sjálf að leysa vandamál sín. Samningurinn innihélt reyndar tvær greinar, sem skorinort banna öðrum löndum eða Seðlabanka Evrópu að greiða út skuldug ríki. En þegar Grikklandskrísan brast á vorið 2010 fundu lögfræðingar Framkvæmdastjórnar ESB strax göt á þessum greinum."

"Það samband, sem nú er að myndast með miklu uppleggi af alríkisrekstri, stuðningssjóðum og stjórnun á sköttum og útgjöldum einstakra ríkja, er allt annað samband en það "hreina" myntbandalag, sem Svíþjóð greiddi þjóðaratkvæði um 2003. Margir þeirra, sem þá kusu "já" hafa ástæðu til að finnast þeir vera sviknir í dag."

Í lok greinar sinnar í Dagens Nyheter, segir Mats Persson, að sú stjórnmálastefna sem geri eigendur banka og stjórnmálamenn ábyrgðalausa á eigin verkum, sem leiða til taps og skuldavanda ríkja, sé stórhættuleg og síst það, sem ríki Evrópu þurfi á að halda í dag.

19. júní 2012,

Gústaf Adolf Skúlason

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta mun aldrei ganga upp.  Ég sagði það eiginlega strax þekkjandi hvernig mannskepnan bregst við þegar verið er að frelsi hennar.  Enda hafa vinir mínir í Austurríki þvertekið fyrir að þeir muni samþykkja svona afskipti.  Almenningur í þeim löndum sem standa betur að vígi eru orðnir langþreyttir á hærri sköttum vegna björgunarpakka endalaust.  Mesta hættan er samt á borgarastyrjöld meðal þeirra fátækari  þegar þau sjá fram á að geta hvorki framfleytt sér eða fjölskyldunni.  Þá er hætta á að herinn komi til, það er ekkert langt síðan herinn var við völd í Grikklandi og ekki heldur langt síðan Franco var einvaldur á Spáni.  Þegar sagan er skoðuð, þá er stutt í að slíkt geti endurtekið sig ef þrengt er of mikið að fólki.   Og skyldi engan undra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 13:29

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Fyllilega sammála, það er verið að endurtaka mistökin, sem voru gerð fyrir Kreppuna miklu með því að dæla nýjum peningum í vasa óreiðumanna og auka skuldavanda almennings og ríkja. Ég ætla að lesa bók Mats Perssonar, þegar ég fæ hana og skrifa kanski meira um málið seinna.

Gústaf Adolf Skúlason

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 19.6.2012 kl. 14:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef fram heldur sem horfir endar þetta með ósköpum er ég hrædd um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband