6.6.2012 | 21:02
ESB krefst meiri peninga, þrátt fyrir efnahagskreppu aðildaríkjanna
Gústaf Adolf Skúlason ritar:
Hugveitan Open Europe hefur birt nýja skýrslu
(http://www.openeurope.org.uk/Content/Documents/Pdfs/2012EUbudget.pdf ) sem sýnir, að hægt er að skera fjárlög ESB niður um mótsvarandi 41 milljarða evra árlega á sama tíma og hægt væri að einbeita sér að atvinnumálum og hagvexti.
Í skýrslunni leggur hugveitan til ný fjárlög ESB, sem eru 41 milljarði evra lægri en áætluð fjárlög ESB, sem nú fer fram á tæp 7% hækkun frá fyrra fjárlagatímablili. Samtímis er bent á leiðir í skýrslunni, hvernig ESB ætti að beina athygli sinni að aðgerðum, sem beinast gegn atvinnuleysi og eflir hagvöxt í stað þess að krefjast sífellt stærri hluta af meðlimum sínum.
Helstu atriðin í skýrslunni eru:
· Illa hönnuð fjárlög og oft mjög svo óljósir útgjaldaliðir ganga gegn því markmiði að samhæfa fjárlögin að atvinnusköpun og þeim hagvexti, sem ESB þarfnast. Tími aðildarríkjanna til að hafa áhrif á fjárlögin fyrir tímabilið 2014-2020 rennur brátt út.
· Þrátt fyrir efnahagsástand aðildarríkjanna leggur framkvæmdastjórn ESB til að fjárlögin verði aukin um 6,8% á árinu 2013. Samtímis leggur framkvæmdastjórnin til að einungis 6 störf af u.þ.b. 41 þúsund störfum ESB verði skorin niður. Þá vill framkvæmdastjórnin einnig, að fjárlög næsta tímabils frá ársbyrjun 2014 verði aukin enn frekar um 5% en lítill sem enginn niðurskurður boðaður.
· Hugveitan Open Europe hefur skilgreint fjárhagsáætlun 2012 og komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að skera eigin útgjöld niður sem nemur allt að 30%, sem spara mundi skattgreiðendum aðildarríkjanna um 41 milljarð evra árlega. Bara fyrir Bretland myndi þetta spara 4,6 milljarða punda árlega.
· Sparnaðurinn yrði gerður m.a. með því, að minnka eða stöðva peningahringrás svæðasjóða, þar sem ríkari lönd styðja hvert annað. Þar væri hægt að spara 20 milljarða evra.
· Með því að endurskoða skilgreiningu á bændum og krefjast að landbúnaðarstyrkir yrðu einungis greiddir út til starfandi bænda væri hægt að spara allt að 24 miljarði evra (ekki eins og núverandi skipulag, þegar margir jarðareigendur eru skilgreindir sem bændur, án þess að um nokkurn starfandi landbúnað sé að ræða, sem leiðir m.a. til fáránlegra styrkja eins og til Görans Perssonar fyrrv. forsætisráðherra Svíþjóðar, sem á stóra jörð en er ekki bóndi).
· Kostnaður við gerð ýmiss konar staðla hefur aukist um 33% á tveimur árum. Bara með því að skera burtu störf sem eru endurtekning á störfum, sem þegar hafa verið unnin, gæti 431 miljón evra sparast.
· Ef hætt yrði með þingaðstöðu Evrópuþingsins í Strassburg sparaði það um 180 milljóna evra árlega. S.l. ár var þingið með útboð að upphæð 62,4 milljóna evra í sambandi við veru þingsins í Strassburg, þrátt fyrir að byggingarnar standi auðar 317 daga á ári.
· Kostnaður Evrópuþingsins hefur aukist um 36% síðan árið 2005, um samtals 1,7 milljarða evra, á meðan kostnaður við laun og ýmis fríðindi þingmanna hafa aukist um 77,5% eða sem nemur 190 milljónum evra árið 2012 að frátöldum ellilífeyri og ferðagreiðslum. Árið 2009 var kostnaður þingmanna staðlaður og settur á fjárlög ESB. Síðan 2005 hafa ellilífeyrisgreiðslur Framkvæmdastjórnarinnar aukist um 48,6% um 1,3 milljarða evra í dag á meðan launakostnaður starfsfólks framkvæmdanefndarinnar hefur aukist um tæp 18% og er í dag 2,1 milljarður evra, sem er aðeins lægra en árið 2010.
· Síðan 2005 hefur kostnaður ESB vegna mentunar og menningar aukist um 61% og er núna um 1,5 milljarður evra. Þessi málaflokkur hefur 487 starfsmenn, sem er meiri fjöldi en vinnur við innri markaðinn.
· Þrátt fyrir mikilvægi sitt er aðeins 2,6% af fjárlögunum ætlað fyrir viðskipti og sameiginlega markaðinn.
Línurit um þróun eyðslu og vöxt skriffinnskubákns ESB
Skýringar: Graf 1: þróun launakostnaðar 2005-2012. Graf 2: framlag aðildarríkja til ESB árið 2012. Graf 3: nettó-greiðslumunur á framlögum aðildaríkja til ESB og endurgreiðslu ESB til aðildaríkja. Graf 5: Þróun landbúnaðarstyrkveitinga ESB. Graf 6: kostnaður svæðasjóða. Graf 7: kostnaður Evrópuþingsins. Graf 8: fjölgun ESB-deilda.
M= milljón bn = milljarður
Obama fundaði með Evrópuleiðtogum um evrusvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 8.6.2012 kl. 16:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.