Látið er skína í æðsta vald þjóðar um stærstu mál, en þjóðin snuðuð um valdið!

Að þjóðin "fái" að svara 5 handvöldum spurningum Esb-sinna í ríkisstjórn og þingnefnd, en leyfa henni EKKI að hafna þar fullveldisframsalsákvæði í 111. grein stjórnarskrár-draga umboðsvana stjórnlagaráðs, jafngildir því EKKI að gefa þjóðinni æðsta vald um nýja stjórnarskrá, heldur virðist þetta form á málinu skollaleikur einber -- sýnd veiði, en ekki gefin um þjóðarvald í æðstu málum. Þar að auki er atvæðagreiðslan einungis sögð ráðgefandi.

Frumvarp, sem inniheldur ákvæði (í bland með hlálegum áróðurshljómi) frá Evrópusambands-sinnum í stjórnlagaráði um tiltölulega auðvelt og hraðvirkt fullveldisframsal, ætti að draga til baka og vanda betur alla vinnu að endurskoðun stjórnarskrár í framhaldinu.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Umræðu um þjóðaratkvæði frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

   Ég er sammála þér í þessu með fullveldisframsalið, þjóðin ætti að koma í veg fyrir svona baktjaldar vinnubrögð, þetta eru vinnubrögð Jóhönnu, setja allt í bland svo erfitt sé að átta sig á stökum greinum innan nýju stjórnarskrárinnar. Verð þó að viðurkenna að ég er mjög hlynnt því að koma auðlindunum með skírari hætti í eigu þjóðarinnar og að skilgreinnt sé, hvað sé þjóðareign fyrst þingmönnum brestur geta til að skilgreina orðið.

  Einnig er það rétt að þetta er aðeins ráðgefandi atkvæðagreiðsla, ætli það standist núgildandi stjórnarskrá sem þarf samþykki tveggja þinga og kosningar á milli ef til breytinga á að koma? Svo er það alveg í anda þessarar ríkisstjórnar að hafa kosningarnar ráðgefandi frekar en bindandi, það er vegna þess að Jóhanna þolir ekki höfnun.

Sandy, 22.5.2012 kl. 06:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég get ekki samþykkt þessa tillögur fyrr en þetta ákvæði um framsal fulllveldis verður fjarlægð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband