Lögleysu-athæfi sendiherra

Það ætti að banna sendiherra ESB að halda áróðursfundi, þar sem hvort sem er er engu svarað af ágengum fyrirspurnum nema þessu helzt: "Því miður er ekki unnt að svara þessu núna, fundartíminn er ekki nógu langur til þess!"

Það ætti að banna Timo Summa að stunda það að vera farandpredikari fyrir Evrópusambands-stórveldið, sem vill gleypa lýðveldið Ísland og taka hér æðstu völd og setja lög sín sem hin æðstu lög.

Þetta hefur hann þó gert, sbr. hina eitilsnjöllu grein Tómasar Inga Olrich, Summa diplómatískra lasta, í Mbl. 2. apríl sl. Þar segir okkar reyndi, fyrrverandi sendiherra í París meðal annars:

Með framferði sínu kemur sendiherra ESB fram við Íslendinga eins og þjóðin sé ekki sjálfstæð og fullvalda. Hann hefur að engu þær reglur sem ESB hefur undirgengist. Yfirmenn hans í Brussel virðast ekki hafa áhyggjur af því og eru því samábyrgir fyrir lögleysunni.

Tómas Ingi minnir á, að Evrópusambandið hafi "skuldbundið sig til að hlíta reglum Vínarsáttmálans" um diplómatísk tengsl ríkja (1961), þar með talið "að virða þá reglu, sem er að finna í 41. grein Vínarsáttmálans og kveður á um að sendinefndunum ber skylda til að blanda sér ekki í innri málefni þess ríkis, þar sem þær starfa og virða lög og reglur heimlandsins. Þessi regla hvílir þyngst á sendiherranum sjálfum, þar eð ábyrgð hans er mest," segir Tómas Ingi.

En hvernig eru efndirnar? Lesið hér, orð Tómasar Inga:

  • Halda mætti að utanríkisráðherra Íslands væri ókunnugt um þessar reglur. Sendiherra ESB, Timo Summa, fer hér um sveitir, á vegum Evrópustofu, sem hefur það að markmiði samkvæmt yfirlýsingu forstöðumanns stofunnar "að hafa ekki áhrif á umræðuna". Sendiherrann segir á hinn bóginn, að hann ætli að "skapa" umræðuna. Það virðist ekki vefjast fyrir neinum innan Evrópustofu að þessar yfirlýsingar ganga í kross.
  • Sendiherrann sjálfur hagar sér eins og þingmaður í aðdraganda kosninga: hann heimsækir fyrirtæki, ræðir við atvinnurekendur og rekur áróður fyrir ESB ... (Leturbr. hér.)

Grein Tómasar Inga er miklu lengri og afhjúpar ólögmæti aðgerða sendiherrans og ESB. Lesið greinina HÉR.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Borgarafundur með sendiherra ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Maður kemst ekki hjá því að spyrja: hefur innanríkisráðherra séð sér fært að svara fyrirspurn Frosta Sigurjónssonar um lögmæti þess að erlent ríki sé hér með afskipti af innanríkismálum?

Nú munu vera um 2 mánuðir síðan frosti sendi fyrirspurn til ráðherra um hvernig tilteknar lagagreinar standa gagnvart slíkum slettirekuskap.

Hvað þarf ráðherra langan tíma til að svara tiltölulega einföldum spurningum?

Ragnhildur Kolka, 8.5.2012 kl. 21:35

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka þér þetta góða innlegg, Ragnhildur.

Jón Valur Jensson, 8.5.2012 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband