Þjóðin er MJÖG andvíg s.k. inngöngu í Evrópusambandið

Enn ein ánægjuleg skoðanakönnun sýnir yfirgnæfandi andstöðu við "að Ísland gangi í Evrópusambandið": 53,8% andvíg, en aðeins 27,5% hlynnt, og munurinn er raunar MEIRI en þessi!

"Kannað var sérstaklega hlutfall þeirra sem eru eindregnir í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og reyndust þær niðurstöður nokkuð áhugaverðar. „Þar kemur í ljós að hópur þeirra sem eru mótfallnir inngöngu hefur miklu sterkari skoðun á málinu heldur en hinir sem eru fylgjandi inngöngu. Þetta hefur þýðingu þegar við erum að hugsa um mögulegar breytingar á afstöðu. Það er ólíklegra að fólk færist úr mjög sterkri afstöðu til dæmis á móti yfir í að vera fylgjandi,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, en könnunin var gerð fyrir hann og m.a. birt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, þar sem hann lét framangreind orð falla (leturbr. hér).

Einnig þessi staðreynd er í takt við aðrar nýlegar skoðanakannanir.

19,7% tóku ekki afstöðu. Úrtakið var 1.900 manns og svarhlutfall 67%.

  • Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samstöðu er andvígur því að gengið verði í ESB en meirihluti Samfylkingarinnar eru því hins vegar hlynntur. (Mbl.is.)

Hvenær ætlar Samfylkingin að láta af þessari þráhyggju sinni? Hvenær ætlar hún að hætta að svínbeygja Vinstri græn í þessu máli? Og ætlar forysta VG að láta þetta óvinsæla mál keyra flokkinn bókstaflega á kaf?

JVJ. 


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband