Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland

Samtök þessi voru formlega stofnuð í ágúst 2011. Tilgangur samtakanna er að standa fyrir rannsóknum á og hlutlægri fræðslu um Evrópusambandið, alhliða upplýsingaöflun og -miðlun (m.a. í formi greinaskrifa, undirbúnings og útgáfu bæklinga og rita, með opnum fundarhöldum, ráðstefnum, fyrirlestrum sérfræðinga og skrifum á vefsíðu félagsins) um starfsemi ESB, stofnanir þess, sáttmálana og annað lagaverk, styrkjakerfið, hugsanlega skert ákvörðunarvald þátttökuríkjanna um eigið stjórnarfar, auðlindir o.fl. Verður haldið utan um þessa starfsemi í formi Rannsóknarseturs um Evrópusambandið (RUE).

Félagar í samtökunum eru 15 að tölu. Um forsendur okkar segir í félagslögunum, í 3. grein:

  • Þeir, sem að félagi þessu standa, vilja heill og hag Íslands sem sjálfstæðs þjóðríkis sem mestan, í lifandi og farsælum tengslum við aðrar þjóðir heims. Við erum ekki hlynnt afsali æðsta löggjafarvalds í hendur annarra ríkja né ríkjasambanda og teljum nauðsynlegt að staðinn sé vörður um auðlindir landsins í þágu íslenzks samfélags. Afstaða samtakanna til Evrópusambandsins og hugsanlegrar þátttöku Íslands í því verður byggð á þessum grunnatriðum, á áframhaldandi þekkingaröflun um ESB sem og á hugsanlegri þróun sambandsins.

Í stjórn félagsins sitja: Jón Valur Jensson, formaður, Gústaf Skúlason, varaformaður, Guðmundur Jónas Kristjánsson, gjaldkeri, og Halldór Björgvin Jóhannsson, ritari.

Bloggsíðu samtakanna er nú hleypt af stokkunum, og stefnt er að góðri virkni hennar hér á blog.is, með upplýsandi greinum og fréttatengdum bloggum. Við heilsum íslenzkri þjóð með þessari kynningu samtakanna og heitum að vinna af alhug að hag hennar og réttindum. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband